Að verja botninn Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar 25. febrúar 2021 11:30 Samtök atvinnulífsins létu frá sér yfirlýsingu í gær, 24. febrúar, til stuðnings starfsmannaleigunni Menn í vinnu og matreiðslufyrirtækinu Eldum rétt. Efling hefur stutt málssókn fjögurra rúmenskra félagsmanna sinna gegn þessum fyrirtækjum vegna slæmrar meðferðar og launasvika, en í gær féll meingallaður dómur í Héraðsdómi þar sem réttur atvinnurekenda til að gera á hlut starfsfólks er varinn og rangt er farið með málavexti í veigamiklum atriðum. Lögmaður Samtaka atvinnulífsins steig einnig fram í júlí 2019 til varnar þessum fyrirtækjum og starfshátta þeirra. Samtök atvinnulífsins hafa á síðustu misserum ekki aðeins tekið upp hanskann fyrir þessi tilteknu fyrirtæki heldur hafa þau einnig beitt sér kröftuglega gegn hertum viðurlögum við launaþjófnaði og annarri brotastarfsemi á íslenskum vinnmarkaði. Þetta hafa samtökin gert með opinberum greinarskrifum formanns SA gegn baráttu Eflingar fyrir nauðsynlegum umbótum í málinu og með þrýstingi bak við tjöldin gegn lagasetningarvinnu á vegum Félagsmálaráðuneytisins. Hin ástríðufulla vörn Samtaka atvinnulífsins fyrir brotafyrirtæki á íslenskum vinnumarkaði, jafnvel í tilvikum þar sem fyrirtækin eru ekki innan vébanda SA og almennt talin tilheyra neðri lögum vinnumarkaðarins, seilist langt og telst til tíðinda. Á sama tíma berast fregnir af úrsögnum stórra og íslenskra iðnfyrirtækja úr SA og stofnun nýrra samtaka veitingafyrirtækja sem ekki una sér innan SA. Efling hefur margítrekað bent á að brotastarfsemi er meinsemd sem skaðar vinnumarkaðinn í heild. Fæstir atvinnurekendur sjá hag sinn í launasvikum og illri meðferð fólks, og undirboð einstakra brotafyrirtækja leiða til skekktrar samkeppnisstöðu. Vangreidd laun lenda á Ábyrgðarsjóði launa sem fjármagnaðar er af öllum atvinnurekendum. Staðreyndir um umfangsmikinn launaþjófnað og illa meðferð á aðfluttu vinnuafli á Íslandi eru álitshnekkir fyrir atvinnulífið í heild. Svo virðist sem Samtök atvinnulífsins séu nú á félagsmannaveiðum hjá þeim sem setja markið lægst og hafa hingað til hafa staðið utan heildarsamtaka vinnumarkaðarins. Með því að stilla sér upp í sérstakri varnarstöðu fyrir brotafyrirtæki og áframhaldandi refsileysi gegn brotastarfsemi eru Samtök atvinnulífsins að verja botninn. Höfundur er formaður Eflingar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sólveig Anna Jónsdóttir Dómsmál Vinnumarkaður Kjaramál Mest lesið Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson Skoðun Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skoðun Skoðun Aldursfordómar, síðasta sort Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Kjaramál eru annað tungumál Þorsteins Skúla Bryndís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lyf eru EKKI lausnin við svefnvanda Anna Birna Almarsdóttir skrifar Skoðun Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann skrifar Skoðun Á-stríðan og meðferðin Grétar Halldór Gunnarsson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – Rektor sem skapar nemendum tækifæri Birna Þórisdóttir skrifar Skoðun Valkostir í varnarmálum Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Magnús Karl er trúverðugur talsmaður vísinda á Íslandi Hannes Jónsson skrifar Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Með opinn faðminn í 75 ár Guðni Tómasson skrifar Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2035: Gervigreind fyrir betra líf og styttri vinnuviku Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að komast frá mömmu og pabba Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Draumaskólinn – Skóli fyrir þig, ekki þú fyrir skólann Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid skrifar Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Flosi – sannur fyrirliði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fáni okkar allra... Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Átökin um áminningarskylduna – stutt upprifjun Óli Jón Jónsson skrifar Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Samtök atvinnulífsins létu frá sér yfirlýsingu í gær, 24. febrúar, til stuðnings starfsmannaleigunni Menn í vinnu og matreiðslufyrirtækinu Eldum rétt. Efling hefur stutt málssókn fjögurra rúmenskra félagsmanna sinna gegn þessum fyrirtækjum vegna slæmrar meðferðar og launasvika, en í gær féll meingallaður dómur í Héraðsdómi þar sem réttur atvinnurekenda til að gera á hlut starfsfólks er varinn og rangt er farið með málavexti í veigamiklum atriðum. Lögmaður Samtaka atvinnulífsins steig einnig fram í júlí 2019 til varnar þessum fyrirtækjum og starfshátta þeirra. Samtök atvinnulífsins hafa á síðustu misserum ekki aðeins tekið upp hanskann fyrir þessi tilteknu fyrirtæki heldur hafa þau einnig beitt sér kröftuglega gegn hertum viðurlögum við launaþjófnaði og annarri brotastarfsemi á íslenskum vinnmarkaði. Þetta hafa samtökin gert með opinberum greinarskrifum formanns SA gegn baráttu Eflingar fyrir nauðsynlegum umbótum í málinu og með þrýstingi bak við tjöldin gegn lagasetningarvinnu á vegum Félagsmálaráðuneytisins. Hin ástríðufulla vörn Samtaka atvinnulífsins fyrir brotafyrirtæki á íslenskum vinnumarkaði, jafnvel í tilvikum þar sem fyrirtækin eru ekki innan vébanda SA og almennt talin tilheyra neðri lögum vinnumarkaðarins, seilist langt og telst til tíðinda. Á sama tíma berast fregnir af úrsögnum stórra og íslenskra iðnfyrirtækja úr SA og stofnun nýrra samtaka veitingafyrirtækja sem ekki una sér innan SA. Efling hefur margítrekað bent á að brotastarfsemi er meinsemd sem skaðar vinnumarkaðinn í heild. Fæstir atvinnurekendur sjá hag sinn í launasvikum og illri meðferð fólks, og undirboð einstakra brotafyrirtækja leiða til skekktrar samkeppnisstöðu. Vangreidd laun lenda á Ábyrgðarsjóði launa sem fjármagnaðar er af öllum atvinnurekendum. Staðreyndir um umfangsmikinn launaþjófnað og illa meðferð á aðfluttu vinnuafli á Íslandi eru álitshnekkir fyrir atvinnulífið í heild. Svo virðist sem Samtök atvinnulífsins séu nú á félagsmannaveiðum hjá þeim sem setja markið lægst og hafa hingað til hafa staðið utan heildarsamtaka vinnumarkaðarins. Með því að stilla sér upp í sérstakri varnarstöðu fyrir brotafyrirtæki og áframhaldandi refsileysi gegn brotastarfsemi eru Samtök atvinnulífsins að verja botninn. Höfundur er formaður Eflingar.
Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar
Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun