Fannst látinn sama dag og hann var ákærður fyrir mansal og kynferðisofbeldi Vésteinn Örn Pétursson skrifar 25. febrúar 2021 21:15 Geddert þjálfaði fimleikalandslið Bandaríkjanna á Ólympíuleikunum 2012 í London. Hann er ákærður í 20 liðum fyrir mansal. AP Photo/Kathy Willens John Geddert, fyrrverandi þjálfari bandaríska fimleikalandsliðsins, fannst látinn í Grand Ledge í Michigan í Bandaríkjunum. Hann er talinn hafa stytt sér aldur, en hann var fyrr í dag ákærður fyrir mansal, kynferðisofbeldi og fleira, eftir því New York Times greinir frá. Geddert átti áður æfingastöð þar sem fimleikafólk kveðst hafa þolað kynferðislegt ofbeldi af hendi Larry Nassar, sem eitt sinn var læknir landsliðsins. NYT hefur eftir Dönu Nessel, ríkissaksóknara Michigan, að tuttugu ákæruliðir á hendur Geddert hafi snúið að mansali. Þar af voru fjórtán vegna nauðungarvinnu sem leiddu til meiðsla, en sex vegna barnamansals. Brotin eiga að hafa átt sér stað á árunum 2008 til 2018. Þá var Geddert einnig ákærður fyrir fjárkúgun, fyrstu- og annarrar gráðu kynferðisglæpi og að ljúga að lögreglunni. Saksóknarinn Nessel hafði ekki viljað gefa upp nákvæmlega hversu mörg mansalsfórnarlömbin eru. Hún hefur þó sagt að þau séu færri en 50 og öll undir lögaldri. Geddert hafði samþykkt að gefa sig fram við lögreglu í dag. Hann mætti þó ekki á tilsettum tíma, sem varð kveikjan að leit lögreglu að honum. Hann fannst svo látinn við áningarstað í Grand Ledge í Michigan. Geddert þjálfaði fimleikalandslið Bandaríkjanna á Ólympíuleikunum 2012, en hann hafði verið sakaður um að hafa beitt fimleikafólk sem hann þjálfaði grófu líkamlegu og andlegu ofbeldi. Degi eftir að Geddert var tímabundið vísað úr fimleikasamtökum Bandaríkjanna vegna rannsóknar á ásökununum á hendur honum hætti hann þjálfun. Það var árið 2018. Fréttin var uppfærð klukkan 21:54 með upplýsingum um andlát Geddert. Áður hafði verið greint frá ákæru á hendur honum. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan www.pieta.is. Kynferðisbrot Larry Nassar Fimleikar Bandaríkin Tengdar fréttir Simone Biles myndi ekki leyfa dóttur sinni að æfa hjá USA Gymnastics Fimleikakonan Simone Biles er ein sigursælasta fimleikakona sögunnar en hún sparaði ekki stóru orðin þegar hún ræddi fimleikalandslið Bandaríkjanna í nýju viðtali. 16. febrúar 2021 10:31 Fimleikaþjálfari dæmdur í fangelsi í tengslum við mál Nassar Fyrrverandi yfirþjálfari fimleikadeildar Ríkisháskólans í Michigan í Bandaríkjunum var dæmdur í níutíu daga fangelsi fyrir að ljúga að lögreglu við rannsóknina á stórfelldum kynferðisbrotum Larrys Nassar, fyrrverandi læknis bandaríska ólympíuliðsins í fimleikum. 4. ágúst 2020 19:17 Mest lesið Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Sjá meira
Geddert átti áður æfingastöð þar sem fimleikafólk kveðst hafa þolað kynferðislegt ofbeldi af hendi Larry Nassar, sem eitt sinn var læknir landsliðsins. NYT hefur eftir Dönu Nessel, ríkissaksóknara Michigan, að tuttugu ákæruliðir á hendur Geddert hafi snúið að mansali. Þar af voru fjórtán vegna nauðungarvinnu sem leiddu til meiðsla, en sex vegna barnamansals. Brotin eiga að hafa átt sér stað á árunum 2008 til 2018. Þá var Geddert einnig ákærður fyrir fjárkúgun, fyrstu- og annarrar gráðu kynferðisglæpi og að ljúga að lögreglunni. Saksóknarinn Nessel hafði ekki viljað gefa upp nákvæmlega hversu mörg mansalsfórnarlömbin eru. Hún hefur þó sagt að þau séu færri en 50 og öll undir lögaldri. Geddert hafði samþykkt að gefa sig fram við lögreglu í dag. Hann mætti þó ekki á tilsettum tíma, sem varð kveikjan að leit lögreglu að honum. Hann fannst svo látinn við áningarstað í Grand Ledge í Michigan. Geddert þjálfaði fimleikalandslið Bandaríkjanna á Ólympíuleikunum 2012, en hann hafði verið sakaður um að hafa beitt fimleikafólk sem hann þjálfaði grófu líkamlegu og andlegu ofbeldi. Degi eftir að Geddert var tímabundið vísað úr fimleikasamtökum Bandaríkjanna vegna rannsóknar á ásökununum á hendur honum hætti hann þjálfun. Það var árið 2018. Fréttin var uppfærð klukkan 21:54 með upplýsingum um andlát Geddert. Áður hafði verið greint frá ákæru á hendur honum. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan www.pieta.is.
Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan www.pieta.is.
Kynferðisbrot Larry Nassar Fimleikar Bandaríkin Tengdar fréttir Simone Biles myndi ekki leyfa dóttur sinni að æfa hjá USA Gymnastics Fimleikakonan Simone Biles er ein sigursælasta fimleikakona sögunnar en hún sparaði ekki stóru orðin þegar hún ræddi fimleikalandslið Bandaríkjanna í nýju viðtali. 16. febrúar 2021 10:31 Fimleikaþjálfari dæmdur í fangelsi í tengslum við mál Nassar Fyrrverandi yfirþjálfari fimleikadeildar Ríkisháskólans í Michigan í Bandaríkjunum var dæmdur í níutíu daga fangelsi fyrir að ljúga að lögreglu við rannsóknina á stórfelldum kynferðisbrotum Larrys Nassar, fyrrverandi læknis bandaríska ólympíuliðsins í fimleikum. 4. ágúst 2020 19:17 Mest lesið Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Sjá meira
Simone Biles myndi ekki leyfa dóttur sinni að æfa hjá USA Gymnastics Fimleikakonan Simone Biles er ein sigursælasta fimleikakona sögunnar en hún sparaði ekki stóru orðin þegar hún ræddi fimleikalandslið Bandaríkjanna í nýju viðtali. 16. febrúar 2021 10:31
Fimleikaþjálfari dæmdur í fangelsi í tengslum við mál Nassar Fyrrverandi yfirþjálfari fimleikadeildar Ríkisháskólans í Michigan í Bandaríkjunum var dæmdur í níutíu daga fangelsi fyrir að ljúga að lögreglu við rannsóknina á stórfelldum kynferðisbrotum Larrys Nassar, fyrrverandi læknis bandaríska ólympíuliðsins í fimleikum. 4. ágúst 2020 19:17