Áslaug Arna skriplar á skötu - eins og Hanna Birna forðum Einar A. Brynjólfsson skrifar 26. febrúar 2021 16:01 Eins og einhverja lesendur rekur minni til hrökklaðist Stefán Eiríksson, lögreglustjóri úr embætti vegna óeðlilegra afskipta Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, ráðherra dómsmála, af rannsókn á lekamálinu svokallaða. Svo fóru leikar að Hanna Birna sagði sjálf af sér eftir langdregna slímsetu, löngu rúin trausti almennings - og meira að segja pólitískra samherja. Ég ætla ekki að fjalla nánar um málavexti þessa máls, en það er sérlega áhugavert að sjá hvernig HBK sá villur síns vegar varðandi samskipti sín við lögreglustjórann (reyndar ekki fyrr en öll sund voru lokuð). Þetta má finna í áliti hins fjársvelta Umboðsmanns Alþingis, nr. 8122/2014: Jafnframt lýsti fyrrverandi ráðherra því yfir að það hefðu verið mistök af hans hálfu að eiga samskipti við lögreglustjórann vegna rannsóknarinnar meðan hún stóð yfir. Fyrrverandi ráðherra sæi nú að þessi samskipti hefðu hvorki verið fyllilega samrýmanleg stöðu hans sem yfirstjórnanda lögreglumála né því að lögreglustjórinn var forstöðumaður þess embættis sem vann að rannsókninni. Fyrrverandi ráðherra vissi nú að lögreglustjórinn kom lagalega sem slíkur að stjórn hennar sem forstöðumaður þess embættis sem vann að rannsókninni [...]. Þá tók fyrrverandi ráðherra fram að samskiptin hefðu ekki samrýmst nægilega hinni óskráðu hæfisreglu stjórnsýsluréttarins og ekki verið að öllu leyti réttmæt af hans hálfu gagnvart lögreglustjóranum. Svo mörg voru þau orð. Snúum okkur nú að stóra Ásmundarsalarmálinu. Áslaug Arna hringdi í lögreglustjóra, í tvígang, á aðfangadag til að ræða frumrannsókn í sakamáli sem tengdist manninum sem hún á starf sitt undir, formanni flokksins hennar. Þá vakna nokkrar spurningar: Gæti hugsast að þessi afskipti Áslaugar Örnu hafi "ekki samrýmst nægilega hinni óskráðu hæfisreglu stjórnsýsluréttarins og ekki verið að öllu leyti réttmæt af [hennar] hálfu"? Gæti hugsast að Áslaug Arna sjái ekki "nú að þessi samskipti hefðu hvorki verið fyllilega samrýmanleg stöðu [hennar] sem yfirstjórnanda lögreglumála né því að lögreglustjórinn var forstöðumaður þess embættis sem vann að rannsókninni"? Gæti hugsast að Áslaug Arna átti sig ekki á því að það hafi "verið mistök af [hennar] hálfu að eiga samskipti við lögreglustjórann vegna rannsóknarinnar meðan hún stóð yfir"? Nú liggur fyrir að Dómsmálaráðherra hefur verið gert að mæta á fund Stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis til að standa fyrir máli sínu. Fróðlegt verður að sjá hvaða skýringar verða lagðar fyrir nefndina, en vandséð er að þær muni nægja til að lægja þær öldur óánægju sem virðast rísa hærra og hærra meðal almennings. Og það sem meira er: gera hinir stjórnarflokkarnir sig ánægða hugsanlegar skýringar? Verður kannski kosið strax í vor? Höfundur er fyrrverandi Alþingismaður Pírata í Norðausturkjördæmi og frambjóðandi í prófkjöri flokksins vegna næstu Alþingiskosninga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ráðherra í Ásmundarsal Skoðun: Kosningar 2021 Píratar Mest lesið Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Sjá meira
Eins og einhverja lesendur rekur minni til hrökklaðist Stefán Eiríksson, lögreglustjóri úr embætti vegna óeðlilegra afskipta Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, ráðherra dómsmála, af rannsókn á lekamálinu svokallaða. Svo fóru leikar að Hanna Birna sagði sjálf af sér eftir langdregna slímsetu, löngu rúin trausti almennings - og meira að segja pólitískra samherja. Ég ætla ekki að fjalla nánar um málavexti þessa máls, en það er sérlega áhugavert að sjá hvernig HBK sá villur síns vegar varðandi samskipti sín við lögreglustjórann (reyndar ekki fyrr en öll sund voru lokuð). Þetta má finna í áliti hins fjársvelta Umboðsmanns Alþingis, nr. 8122/2014: Jafnframt lýsti fyrrverandi ráðherra því yfir að það hefðu verið mistök af hans hálfu að eiga samskipti við lögreglustjórann vegna rannsóknarinnar meðan hún stóð yfir. Fyrrverandi ráðherra sæi nú að þessi samskipti hefðu hvorki verið fyllilega samrýmanleg stöðu hans sem yfirstjórnanda lögreglumála né því að lögreglustjórinn var forstöðumaður þess embættis sem vann að rannsókninni. Fyrrverandi ráðherra vissi nú að lögreglustjórinn kom lagalega sem slíkur að stjórn hennar sem forstöðumaður þess embættis sem vann að rannsókninni [...]. Þá tók fyrrverandi ráðherra fram að samskiptin hefðu ekki samrýmst nægilega hinni óskráðu hæfisreglu stjórnsýsluréttarins og ekki verið að öllu leyti réttmæt af hans hálfu gagnvart lögreglustjóranum. Svo mörg voru þau orð. Snúum okkur nú að stóra Ásmundarsalarmálinu. Áslaug Arna hringdi í lögreglustjóra, í tvígang, á aðfangadag til að ræða frumrannsókn í sakamáli sem tengdist manninum sem hún á starf sitt undir, formanni flokksins hennar. Þá vakna nokkrar spurningar: Gæti hugsast að þessi afskipti Áslaugar Örnu hafi "ekki samrýmst nægilega hinni óskráðu hæfisreglu stjórnsýsluréttarins og ekki verið að öllu leyti réttmæt af [hennar] hálfu"? Gæti hugsast að Áslaug Arna sjái ekki "nú að þessi samskipti hefðu hvorki verið fyllilega samrýmanleg stöðu [hennar] sem yfirstjórnanda lögreglumála né því að lögreglustjórinn var forstöðumaður þess embættis sem vann að rannsókninni"? Gæti hugsast að Áslaug Arna átti sig ekki á því að það hafi "verið mistök af [hennar] hálfu að eiga samskipti við lögreglustjórann vegna rannsóknarinnar meðan hún stóð yfir"? Nú liggur fyrir að Dómsmálaráðherra hefur verið gert að mæta á fund Stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis til að standa fyrir máli sínu. Fróðlegt verður að sjá hvaða skýringar verða lagðar fyrir nefndina, en vandséð er að þær muni nægja til að lægja þær öldur óánægju sem virðast rísa hærra og hærra meðal almennings. Og það sem meira er: gera hinir stjórnarflokkarnir sig ánægða hugsanlegar skýringar? Verður kannski kosið strax í vor? Höfundur er fyrrverandi Alþingismaður Pírata í Norðausturkjördæmi og frambjóðandi í prófkjöri flokksins vegna næstu Alþingiskosninga.
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun