Körfubolti

LeBron með 28 stig er meistararnir hristu af sér slenið

Anton Ingi Leifsson skrifar
LeBron fagnar í nótt.
LeBron fagnar í nótt. Harry How/Getty Images

NBA-meistararnir í Los Angeles Lakers höfðu tapað fjórum leikjum í röð fyrir leik liðsins gegn Portland í nótt. Meistararnir unnu þó loks leik í nótt er þeir höfðu betur gegn Portland 102-93 í einum af níu leikjum næturinnar.

Heimamenn lögðu grunninn að sigrinum með flottum þriðja leikhluta sem þeir unnu 31-19. LeBron James var stigahæstur í liði Lakers með 28 stig. Að auki tók hann ellefu fráköst og gaf sjö stoðsendingar.

Golden State Warriors unnu þriðja leikinn í röð í nótt er þeir unnu níu stiga sigur á Charlotte, 130-121. Stephen Curry var stigahæstur með 29 stig fyrir Golden State en Draymond Green tók tólf fráköst og gaf nítján stoðsendingar.

Það gengur ekki né rekur hjá Houston. Liðið tapaði tíunda leiknum í röð er þeir töpuðu með ellefu stiga mun gegn Toronto, 111-122. Það er hins vegar annar gangur á Miami sem vann fimmta leikinn í röð í nótt er þeir unnu Utah á heimavelli, 124-116.

Úrslit næturinnar:

Indiana - Boston 112-118

Houston - Toronto 111-122

Phoenix - Chicago 106-97

Sacramento - Detroit 110-107

Utah - Miami 116-124

Atlanta - Oklahoma 109-118

LA Clippers - Memphis 119-99

Charlotte - Golden State 121-130

Portland - LA Lakers 93-102


NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×