Enski boltinn

Klopp veit ekki hvort að Alis­son spili á morgun

Anton Ingi Leifsson skrifar
Klopp hughreystir markvörðinn eftir leikinn gegn Man. City, fyrr í mánuðinum.
Klopp hughreystir markvörðinn eftir leikinn gegn Man. City, fyrr í mánuðinum. John Powell/Getty

Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, veit ekki hvort að brasilíski markvörðurinn Alisson verði í marki Liverpool gegn Sheffield annað kvöld.

Faðir markvarðarins lést í vikunni. Jose Becker, faðir Alisson, drukknaði í heimalandinu Brasilíu en atvikið átti sér stað nærri sumarhúsi þeirra á fimmtudag.

Því hefur verið spáð í hvort að markvörðurinn frábæri verði klár í slaginn á morgun og þetta hafði Klopp að segja um málið.

„Við höfum ekki hugsað um það. Ég veit ekki hvort að hann spili,“ sagði Klopp í samtali við heimasíðu félagsins.

Jordan Henderson er kominn á meiðslalista Liverpool en það er ljós í myrkinu hjá Liverpool.

„Fabinho hefur ekki æft með liðinu en það gæti gerst á laugardag [í dag]. Það er sama staða á James Milner,“ bætti Klopp við.

Diogo Jota byrjaði einnig að æfa með ensku meisturunum á ný í vikunni. Klopp veit ekki hvenær Portúgalinn geti byrjað að spila á ný en hann sé byrjaður að æfa.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×