Bændurnir selja beint frá býli til að styðja byggðina Kristján Már Unnarsson skrifar 28. febrúar 2021 07:54 Þórður Sveinsson, sauðfjárbóndi í Skálholti á Krossholtum á Barðaströnd. Egill Aðalsteinsson Nokkrir bændur á Barðaströnd hafa gripið til þess ráðs að koma á fót eigin matvælavinnslu og vinna sjálfir afurðir búa sinna heima á bæ. Með því að selja beint frá býli reyna þeir að treysta tekjurnar og þar með búsetuna. „Við þurfum að gefa kjötið. Það er vandamálið. Við seljum allt okkar kjöt beint frá býli,“ segir Þórður Sveinsson, sauðfjárbóndi á Krossholtum á Barðaströnd, í þættinum Um land allt á Stöð 2. Frá Krossholtum. Þar myndaðist lítið þéttbýli með skóla, sundlaug, verslun og bensínstöð þegar hrefnuveiðar voru stundaðar frá Brjánslæk. Núna eru flest íbúðarhúsin mannlaus en leigð út til ferðamanna.Egill Aðalsteinsson Á Brjánslæk eru hjónin Halldóra Ingibjörg Ragnarsdóttir og Jóhann Pétur Ágústsson búin að byggja upp eigin kjötvinnslu með tilheyrandi græjum ásamt frystiklefa og reykhúsi. Þau selja beint frá býli undir vörumerkinu Brjánslækjarbúið. „Auðvitað var hugsunin líka sú að þetta gæti verið vonandi svona liður í endurnýjun á bændum þannig að aðrir gætu komið inn í. En við gætum kannski starfað áfram á einhverjum hliðarvæng,“ segir Jóhann Pétur. Bændurnir á Brjánslæk, þau Jóhann Pétur Ágústsson og Halldóra Ingibjörg Ragnarsdóttir, í nýju kjötvinnslunni.Egill Aðalsteinsson Kjötvinnslan á Brjánslæk gengur út á það að ná sem mestum verðmætum úr verðminnstu afurðunum, eins og kjöti af fullorðnum ám og vetrargömlum sauðum. Úr frampörtum og hryggjum vinna þau meðal annars bjúgu og kjötfars. „Nýjasta gæluverkefnið er grafið ær-fillet úr hryggvöðvum af sauðum og ungum ám,“ segir Halldóra Ingibjörg. Matarhandverkið þeirra segir hún þó vera ær-jerky, kryddlegið og þurrkað ærkjöt. Fiskeldisbændurnir að Þverá í Vatnsfirði, þau Sveinn Viðarsson og Kristín Ósk Matthíasdóttir.Egill Aðalsteinsson Í fiskeldisstöðinni að Þverá nýta þau Sveinn Viðarsson og Kristín Ósk Matthíasdóttir volgt vatn úr borholum á staðnum til að ala bleikju upp í sláturstærð. Þau reyna að gera sem mest sjálf og selja afurðir beint frá býli, eins og reykta bleikju. Þau eru einnig í áhugaverðri vöruþróun og sýna okkur bleikjusnakk, unnið úr þurrkaðri og reyktri bleikju. „Við erum að byrja á því núna að fara að fullvinna allt. Við tökum slógið og alla afskurði. Það verður allt hakkað niður. Þannig að þetta verður fullvinnslueldi,“ segir Sveinn. Í þættinum Um land allt á Stöð 2 er því velt upp hvort gróskan á Barðaströnd geti leitt til þess að þar fari aftur að myndast þorp, eins og gerðist þegar hrefnuveiðar stóðu sem hæst. Hér má sjá sex mínútna myndskeið úr þættinum: Hér má sjá frétt frá árinu 2014 um örlög þorpsins: Um land allt Landbúnaður Fiskeldi Vesturbyggð Byggðamál Matvælaframleiðsla Tengdar fréttir Elín var með leynigest þegar hún var spurð um fjölgun barna Ung kona á Barðaströnd, Elín Eyjólfsdóttir á Breiðalæk, var fyrir sex árum, í þætti Stöðvar 2 um fækkun barna í sveitinni og yfirvofandi lokun grunnskólans á Birkimel, spurð hvort hún væri eina von Barðstrendinga um fjölgun barna á ný. 26. febrúar 2021 21:50 Byggðin á Barðaströnd nær vopnum sínum á ný Það blés ekki byrlega fyrir samfélaginu á Barðaströnd fyrir fimm árum þegar bæjarstjórn Vesturbyggðar tilkynnti að grunnskóla sveitarinnar á Birkimel yrði lokað vegna barnafækkunar. Þá stefndi í að einungis tvö börn yrðu í sveitinni á skólaaldri. 21. febrúar 2021 22:00 Börnin úr Kjálkafirði í skóla á Þingeyri um Dýrafjarðargöng Foreldrarnir sem byggðu eyðijörð í Kjálkafirði kjósa að senda börnin sín í skóla á Þingeyri fremur en á Patreksfjörð og nýta sér þannig nýopnuð Dýrafjarðargöng. Þannig stytta þau tíma barnanna í skólaakstri úr þremur klukkustundum á dag niður í tvær klukkustundir á dag. 17. desember 2020 23:11 Mest lesið Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Erlent Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Fleiri fréttir Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Sjá meira
„Við þurfum að gefa kjötið. Það er vandamálið. Við seljum allt okkar kjöt beint frá býli,“ segir Þórður Sveinsson, sauðfjárbóndi á Krossholtum á Barðaströnd, í þættinum Um land allt á Stöð 2. Frá Krossholtum. Þar myndaðist lítið þéttbýli með skóla, sundlaug, verslun og bensínstöð þegar hrefnuveiðar voru stundaðar frá Brjánslæk. Núna eru flest íbúðarhúsin mannlaus en leigð út til ferðamanna.Egill Aðalsteinsson Á Brjánslæk eru hjónin Halldóra Ingibjörg Ragnarsdóttir og Jóhann Pétur Ágústsson búin að byggja upp eigin kjötvinnslu með tilheyrandi græjum ásamt frystiklefa og reykhúsi. Þau selja beint frá býli undir vörumerkinu Brjánslækjarbúið. „Auðvitað var hugsunin líka sú að þetta gæti verið vonandi svona liður í endurnýjun á bændum þannig að aðrir gætu komið inn í. En við gætum kannski starfað áfram á einhverjum hliðarvæng,“ segir Jóhann Pétur. Bændurnir á Brjánslæk, þau Jóhann Pétur Ágústsson og Halldóra Ingibjörg Ragnarsdóttir, í nýju kjötvinnslunni.Egill Aðalsteinsson Kjötvinnslan á Brjánslæk gengur út á það að ná sem mestum verðmætum úr verðminnstu afurðunum, eins og kjöti af fullorðnum ám og vetrargömlum sauðum. Úr frampörtum og hryggjum vinna þau meðal annars bjúgu og kjötfars. „Nýjasta gæluverkefnið er grafið ær-fillet úr hryggvöðvum af sauðum og ungum ám,“ segir Halldóra Ingibjörg. Matarhandverkið þeirra segir hún þó vera ær-jerky, kryddlegið og þurrkað ærkjöt. Fiskeldisbændurnir að Þverá í Vatnsfirði, þau Sveinn Viðarsson og Kristín Ósk Matthíasdóttir.Egill Aðalsteinsson Í fiskeldisstöðinni að Þverá nýta þau Sveinn Viðarsson og Kristín Ósk Matthíasdóttir volgt vatn úr borholum á staðnum til að ala bleikju upp í sláturstærð. Þau reyna að gera sem mest sjálf og selja afurðir beint frá býli, eins og reykta bleikju. Þau eru einnig í áhugaverðri vöruþróun og sýna okkur bleikjusnakk, unnið úr þurrkaðri og reyktri bleikju. „Við erum að byrja á því núna að fara að fullvinna allt. Við tökum slógið og alla afskurði. Það verður allt hakkað niður. Þannig að þetta verður fullvinnslueldi,“ segir Sveinn. Í þættinum Um land allt á Stöð 2 er því velt upp hvort gróskan á Barðaströnd geti leitt til þess að þar fari aftur að myndast þorp, eins og gerðist þegar hrefnuveiðar stóðu sem hæst. Hér má sjá sex mínútna myndskeið úr þættinum: Hér má sjá frétt frá árinu 2014 um örlög þorpsins:
Um land allt Landbúnaður Fiskeldi Vesturbyggð Byggðamál Matvælaframleiðsla Tengdar fréttir Elín var með leynigest þegar hún var spurð um fjölgun barna Ung kona á Barðaströnd, Elín Eyjólfsdóttir á Breiðalæk, var fyrir sex árum, í þætti Stöðvar 2 um fækkun barna í sveitinni og yfirvofandi lokun grunnskólans á Birkimel, spurð hvort hún væri eina von Barðstrendinga um fjölgun barna á ný. 26. febrúar 2021 21:50 Byggðin á Barðaströnd nær vopnum sínum á ný Það blés ekki byrlega fyrir samfélaginu á Barðaströnd fyrir fimm árum þegar bæjarstjórn Vesturbyggðar tilkynnti að grunnskóla sveitarinnar á Birkimel yrði lokað vegna barnafækkunar. Þá stefndi í að einungis tvö börn yrðu í sveitinni á skólaaldri. 21. febrúar 2021 22:00 Börnin úr Kjálkafirði í skóla á Þingeyri um Dýrafjarðargöng Foreldrarnir sem byggðu eyðijörð í Kjálkafirði kjósa að senda börnin sín í skóla á Þingeyri fremur en á Patreksfjörð og nýta sér þannig nýopnuð Dýrafjarðargöng. Þannig stytta þau tíma barnanna í skólaakstri úr þremur klukkustundum á dag niður í tvær klukkustundir á dag. 17. desember 2020 23:11 Mest lesið Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Erlent Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Fleiri fréttir Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Sjá meira
Elín var með leynigest þegar hún var spurð um fjölgun barna Ung kona á Barðaströnd, Elín Eyjólfsdóttir á Breiðalæk, var fyrir sex árum, í þætti Stöðvar 2 um fækkun barna í sveitinni og yfirvofandi lokun grunnskólans á Birkimel, spurð hvort hún væri eina von Barðstrendinga um fjölgun barna á ný. 26. febrúar 2021 21:50
Byggðin á Barðaströnd nær vopnum sínum á ný Það blés ekki byrlega fyrir samfélaginu á Barðaströnd fyrir fimm árum þegar bæjarstjórn Vesturbyggðar tilkynnti að grunnskóla sveitarinnar á Birkimel yrði lokað vegna barnafækkunar. Þá stefndi í að einungis tvö börn yrðu í sveitinni á skólaaldri. 21. febrúar 2021 22:00
Börnin úr Kjálkafirði í skóla á Þingeyri um Dýrafjarðargöng Foreldrarnir sem byggðu eyðijörð í Kjálkafirði kjósa að senda börnin sín í skóla á Þingeyri fremur en á Patreksfjörð og nýta sér þannig nýopnuð Dýrafjarðargöng. Þannig stytta þau tíma barnanna í skólaakstri úr þremur klukkustundum á dag niður í tvær klukkustundir á dag. 17. desember 2020 23:11
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent