Harden með þrennu og það vantaði bara pínulítið upp á hjá þeim Doncic og Jokic Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. mars 2021 07:31 James Harden var frábær með liði Brooklyn Nets í nótt. Getty/Ronald Cortes Brooklyn Nets og Dallas Mavericks eru bæði að komast í gírinn í NBA-deildinni í körfubolta en topplið deildarinnar Utah Jazz fór ekki í góða ferð suður til Louisiana. James Harden heldur áfram að safna þrennunum hjá Brooklyn Nets en kappinn bætti einni slíkri í safnið í nótt. Luka Doncic og Nikola Jokic vantaði báða aðeins eina stoðsendingu upp á að gera slíkt hið sama. Topplið Utah Jazz tapaði í New Orleans. @JHarden13 becomes first player to put up 30+ PTS, 10+ REB, 15+ AST with zero turnovers in a game since 1977-78!30 PTS | 14 REB | 15 AST | BKN OT W pic.twitter.com/8QHgS5mNDh— NBA (@NBA) March 2, 2021 James Harden var með 30 stig, 14 fráköst og 15 stoðsendingar þegar Brooklyn Nets vann 124-113 sigur á San Antonio Spurs í framlengdum leik. Spurs tryggði sér framlenginguna með því að enda fjórða leikhlutann á 10-0 spretti. Harden tapaði ekki einum bolta í leiknum sem var sögulegt ofan á slíkt framlag. Þetta var níundi sigur Brooklyn liðsins í síðustu tíu leikjum en Kyrie Irving skoraði 27 stig og Bruce Brown var með 23 stig. DeMar DeRozan skoraði 22 stig og gaf 11 stoðsendingar hjá Spurs og þeir Dejounte Murray og Lonnie Walker IV voru báðir með 19 stig. @luka7doncic's near triple-double of 33 PTS, 10 REB, 9 AST guides the @dallasmavs! #MFFL pic.twitter.com/Jg1lMfT3AI— NBA (@NBA) March 2, 2021 Luka Doncic var ótrúlega nálægt þrennunni þegar Dallas Mavericks vann 130-124 sigur á Orlandi Magic en Slóveninn endaði leikinn með 33 stig, 19 fráköst og 9 stoðsendingar. Jalen Brunson skoraði 17 af 24 stigum sínum í seinni hálfleik en Dallas hefur nú unnið fjóra af síðustu fimm leikjum og níu af síðustu tólf. Nikola Vucevic var með 29 stig, 15 fráköst og 8 stoðsendingar hjá Orlando en liðið tapaði sínum fjórða leik í röð. Joker drops 17 4th quarter PTS in @nuggets road victory! 39 PTS | 14 REB | 9 AST pic.twitter.com/v3dpnHbxNv— NBA (@NBA) March 2, 2021 Nikola Jokic var jafnstutt frá þrennunni og Doncic en hann var með 39 stig, 14 fráköst og 9 stoðsendingar þegar Denver Nuggets vann 118-112 sigur á Chicago Bulls. Þetta hefði annars orðið fimmtugasta þrennan hans á NBA ferlinum. Jokic skoraði sautján stig í lokaleikhlutanum. Jamal Murray skoraði 24 stig og Michael Porter Jr. bætti við 17 stigum og 15 fráköstum í þriðja sigri Denver í síðustu fjórum leikjum. Zach LaVine var með 23 stig og 9 fráköst fyrir Chicago og Coby White bætti við 20 stigum og 10 fráköstum. Zion, Ingram, Lonzo all score 20+ in the @PelicansNBA W!@Zionwilliamson: 26 PTS, 10 REB, 5 AST@B_Ingram13: 26 PTS, 5 AST@ZO2_: 23 PTS, 7 REB, 8 AST pic.twitter.com/cD9R5kqET5— NBA (@NBA) March 2, 2021 Zion Williamson átti mjög flottan leik þegar New Orleans Pelicans vann topplið Utah Jazz 129-124. Williamson endaði með 26 stig, 10 fráköst og 6 stoðsendingar, Brandon Ingram skoraði 26 stig og Lonzo Ball bætti við 23 stigum, 7 fráköstum og 8 stoðsendingum. Bojan Bogdanovic skoraði sjö þrista og 31 stig fyrir Utah Jazz en þetta var aðeins áttunda tap liðsins á tímabilinu. Donovan Mitchell skoraði 8 af 21 stigi sínum á lokamínútunni þegar Utah gerði sig líklegt til að stela sigrinum. Rudy Gobert var með 22 stig, 9 fráköst og 5 varin skot. 24 PTS, 13 REB for @JoelEmbiid lifts the @sixers over IND! #HereTheyCome pic.twitter.com/WpScktVJD5— NBA (@NBA) March 2, 2021 Carmelo season-high @carmeloanthony buries 6 threes, scores 29 PTS to lead the @trailblazers! #RipCity pic.twitter.com/PnNQGp4JDn— NBA (@NBA) March 2, 2021 Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: New Orleans Pelicans - Utah Jazz 129-124 San Antonio Spurs - Brooklyn Nets 113-124 Orlando Magic - Dallas Mavericks 124-130 Chicago Bulls - Denver Nuggets 112-118 Philadelphia 76ers - Indiana Pacers 130-114 Houston Rockets - Cleveland Cavaliers 90-101 Portland Trail Blazers - Charlotte Hornets 123-111 NBA Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Sport Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fótbolti Í beinni: Silkeborg - KA | Hvað gera Norðanmenn í Danaveldi? Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Fótbolti Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn Fleiri fréttir Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sjá meira
James Harden heldur áfram að safna þrennunum hjá Brooklyn Nets en kappinn bætti einni slíkri í safnið í nótt. Luka Doncic og Nikola Jokic vantaði báða aðeins eina stoðsendingu upp á að gera slíkt hið sama. Topplið Utah Jazz tapaði í New Orleans. @JHarden13 becomes first player to put up 30+ PTS, 10+ REB, 15+ AST with zero turnovers in a game since 1977-78!30 PTS | 14 REB | 15 AST | BKN OT W pic.twitter.com/8QHgS5mNDh— NBA (@NBA) March 2, 2021 James Harden var með 30 stig, 14 fráköst og 15 stoðsendingar þegar Brooklyn Nets vann 124-113 sigur á San Antonio Spurs í framlengdum leik. Spurs tryggði sér framlenginguna með því að enda fjórða leikhlutann á 10-0 spretti. Harden tapaði ekki einum bolta í leiknum sem var sögulegt ofan á slíkt framlag. Þetta var níundi sigur Brooklyn liðsins í síðustu tíu leikjum en Kyrie Irving skoraði 27 stig og Bruce Brown var með 23 stig. DeMar DeRozan skoraði 22 stig og gaf 11 stoðsendingar hjá Spurs og þeir Dejounte Murray og Lonnie Walker IV voru báðir með 19 stig. @luka7doncic's near triple-double of 33 PTS, 10 REB, 9 AST guides the @dallasmavs! #MFFL pic.twitter.com/Jg1lMfT3AI— NBA (@NBA) March 2, 2021 Luka Doncic var ótrúlega nálægt þrennunni þegar Dallas Mavericks vann 130-124 sigur á Orlandi Magic en Slóveninn endaði leikinn með 33 stig, 19 fráköst og 9 stoðsendingar. Jalen Brunson skoraði 17 af 24 stigum sínum í seinni hálfleik en Dallas hefur nú unnið fjóra af síðustu fimm leikjum og níu af síðustu tólf. Nikola Vucevic var með 29 stig, 15 fráköst og 8 stoðsendingar hjá Orlando en liðið tapaði sínum fjórða leik í röð. Joker drops 17 4th quarter PTS in @nuggets road victory! 39 PTS | 14 REB | 9 AST pic.twitter.com/v3dpnHbxNv— NBA (@NBA) March 2, 2021 Nikola Jokic var jafnstutt frá þrennunni og Doncic en hann var með 39 stig, 14 fráköst og 9 stoðsendingar þegar Denver Nuggets vann 118-112 sigur á Chicago Bulls. Þetta hefði annars orðið fimmtugasta þrennan hans á NBA ferlinum. Jokic skoraði sautján stig í lokaleikhlutanum. Jamal Murray skoraði 24 stig og Michael Porter Jr. bætti við 17 stigum og 15 fráköstum í þriðja sigri Denver í síðustu fjórum leikjum. Zach LaVine var með 23 stig og 9 fráköst fyrir Chicago og Coby White bætti við 20 stigum og 10 fráköstum. Zion, Ingram, Lonzo all score 20+ in the @PelicansNBA W!@Zionwilliamson: 26 PTS, 10 REB, 5 AST@B_Ingram13: 26 PTS, 5 AST@ZO2_: 23 PTS, 7 REB, 8 AST pic.twitter.com/cD9R5kqET5— NBA (@NBA) March 2, 2021 Zion Williamson átti mjög flottan leik þegar New Orleans Pelicans vann topplið Utah Jazz 129-124. Williamson endaði með 26 stig, 10 fráköst og 6 stoðsendingar, Brandon Ingram skoraði 26 stig og Lonzo Ball bætti við 23 stigum, 7 fráköstum og 8 stoðsendingum. Bojan Bogdanovic skoraði sjö þrista og 31 stig fyrir Utah Jazz en þetta var aðeins áttunda tap liðsins á tímabilinu. Donovan Mitchell skoraði 8 af 21 stigi sínum á lokamínútunni þegar Utah gerði sig líklegt til að stela sigrinum. Rudy Gobert var með 22 stig, 9 fráköst og 5 varin skot. 24 PTS, 13 REB for @JoelEmbiid lifts the @sixers over IND! #HereTheyCome pic.twitter.com/WpScktVJD5— NBA (@NBA) March 2, 2021 Carmelo season-high @carmeloanthony buries 6 threes, scores 29 PTS to lead the @trailblazers! #RipCity pic.twitter.com/PnNQGp4JDn— NBA (@NBA) March 2, 2021 Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: New Orleans Pelicans - Utah Jazz 129-124 San Antonio Spurs - Brooklyn Nets 113-124 Orlando Magic - Dallas Mavericks 124-130 Chicago Bulls - Denver Nuggets 112-118 Philadelphia 76ers - Indiana Pacers 130-114 Houston Rockets - Cleveland Cavaliers 90-101 Portland Trail Blazers - Charlotte Hornets 123-111
Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: New Orleans Pelicans - Utah Jazz 129-124 San Antonio Spurs - Brooklyn Nets 113-124 Orlando Magic - Dallas Mavericks 124-130 Chicago Bulls - Denver Nuggets 112-118 Philadelphia 76ers - Indiana Pacers 130-114 Houston Rockets - Cleveland Cavaliers 90-101 Portland Trail Blazers - Charlotte Hornets 123-111
NBA Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Sport Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fótbolti Í beinni: Silkeborg - KA | Hvað gera Norðanmenn í Danaveldi? Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Fótbolti Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn Fleiri fréttir Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sjá meira