Er samfélagið tilbúið í breytingar? Ólafur Þór Gunnarsson skrifar 3. mars 2021 10:01 Eldra fólk er fjölbreytt og með margvíslegar þarfir. Við þekkjum öll einhvern á níræðisaldri sem er í frábæru formi og hefur ekkert gefið eftir og við þekkjum flest einhvern sem er farinn að heilsu og jafnvel ekki náð sjötugu. Við „bönnum“ þessum áttræða að vinna, en ætlumst hálfvegis til þess af þeim sem er 65, oftast eingöngu á grundvelli aldurs. Við gerum ráð fyrir að sá eldri geti tæplega bjargað sér. Allar þessar fullyrðingar byggja á því að við leyfum okkur að líta á eldra fólk sem samstæðan sviplíkan hóp, en ekki sem einstaklinga með mismunandi langanir, væntingar og þrár. Getum við breytt þessu? Viljum við breyta þessu? Hvar byrjum við? Við höfum lengi horft til þess sem ég hef kallað stofnanalausna. Við byggjum hjúkrunarheimili fyrir 100 manns, það fyllist. Þau sem þar búa fá þá þjónustu sem þau þurfa, og íbúarnir og ættingjar þeirra öðlast hugarró. Nokkrum mánuðum síðar hefur biðlistinn svo aftur náð sömu lengd og við bíðum eftir næstu opnunarhátíð. Því við erum jú öll sammála um að það vantar hjúkrunarrými og það er ómögulegt að fólk bíði eftir nauðsynlegri þjónustu. Með því að bíða og grípa ekki inn í með þjónustu fyrr eða eftir þörfum hins aldraða festumst við í þessu dýrasta úrræði. Það er vel þekkt að með öflugri þjónustu í heimahús, unninni af teymi fagfólks, er hægt að fresta og jafnvel koma í veg fyrir flutning á hjúkrunarheimili. Það er vel þekkt að með endurhæfingu og líkamsrækt eldra fólks, með iðjuþjálfun og stuðningi við athafnir daglegs lífs má gera fólki sjálfu kleift að bjarga sér heima, sem er oftast það sem fólk vill. Það er vel þekkt að með nútímatækni má búa þannig um hnútana að fólk sé öruggt þó það sé eitt. Það er vel þekkt að með því að bjóða jafnvel flókna heilbrigðisþjónustu heim er hægt að koma í veg fyrir spítalainnlagnir eldra fólks og bæta horfur þeirra. Það er líka vel þekkt að innlagnir á spítala geta verið erfiðar og jafnvel hættulegar fyrir eldra fólk og geta orðið undanfari vonleysis og enn frekari heilsubrests. Höfum við efni á að nota áfram 20. aldar lausnir við úrlausn mála eldra fólks á 21. öldinni? Höfum við efni á að nota ekki frekar ódýrari lausnir en dýrari? Er okkur stætt á að hugsa ekki í nýjum lausnum? Er samfélagið tilbúið í breytingar? Ég held það. Höfundur er þingmaður VG. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Þór Gunnarsson Eldri borgarar Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stingum af Einar Guðnason Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Sjá meira
Eldra fólk er fjölbreytt og með margvíslegar þarfir. Við þekkjum öll einhvern á níræðisaldri sem er í frábæru formi og hefur ekkert gefið eftir og við þekkjum flest einhvern sem er farinn að heilsu og jafnvel ekki náð sjötugu. Við „bönnum“ þessum áttræða að vinna, en ætlumst hálfvegis til þess af þeim sem er 65, oftast eingöngu á grundvelli aldurs. Við gerum ráð fyrir að sá eldri geti tæplega bjargað sér. Allar þessar fullyrðingar byggja á því að við leyfum okkur að líta á eldra fólk sem samstæðan sviplíkan hóp, en ekki sem einstaklinga með mismunandi langanir, væntingar og þrár. Getum við breytt þessu? Viljum við breyta þessu? Hvar byrjum við? Við höfum lengi horft til þess sem ég hef kallað stofnanalausna. Við byggjum hjúkrunarheimili fyrir 100 manns, það fyllist. Þau sem þar búa fá þá þjónustu sem þau þurfa, og íbúarnir og ættingjar þeirra öðlast hugarró. Nokkrum mánuðum síðar hefur biðlistinn svo aftur náð sömu lengd og við bíðum eftir næstu opnunarhátíð. Því við erum jú öll sammála um að það vantar hjúkrunarrými og það er ómögulegt að fólk bíði eftir nauðsynlegri þjónustu. Með því að bíða og grípa ekki inn í með þjónustu fyrr eða eftir þörfum hins aldraða festumst við í þessu dýrasta úrræði. Það er vel þekkt að með öflugri þjónustu í heimahús, unninni af teymi fagfólks, er hægt að fresta og jafnvel koma í veg fyrir flutning á hjúkrunarheimili. Það er vel þekkt að með endurhæfingu og líkamsrækt eldra fólks, með iðjuþjálfun og stuðningi við athafnir daglegs lífs má gera fólki sjálfu kleift að bjarga sér heima, sem er oftast það sem fólk vill. Það er vel þekkt að með nútímatækni má búa þannig um hnútana að fólk sé öruggt þó það sé eitt. Það er vel þekkt að með því að bjóða jafnvel flókna heilbrigðisþjónustu heim er hægt að koma í veg fyrir spítalainnlagnir eldra fólks og bæta horfur þeirra. Það er líka vel þekkt að innlagnir á spítala geta verið erfiðar og jafnvel hættulegar fyrir eldra fólk og geta orðið undanfari vonleysis og enn frekari heilsubrests. Höfum við efni á að nota áfram 20. aldar lausnir við úrlausn mála eldra fólks á 21. öldinni? Höfum við efni á að nota ekki frekar ódýrari lausnir en dýrari? Er okkur stætt á að hugsa ekki í nýjum lausnum? Er samfélagið tilbúið í breytingar? Ég held það. Höfundur er þingmaður VG.
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun