Strangari reglur fyrir suðvesturhornið í tillögu um erlenda leikmenn Sindri Sverrisson skrifar 5. mars 2021 14:31 Erlendum leikmönnum í Dominos-deildunum mun fækka verði tillagan sem liggur fyrir ársþingi KKÍ samþykkt. Sömu reglur munu ekki gilda fyrir Tindastól og Stjörnuna. vísir/hulda margrét Fjögur körfuknattleiksfélög hafa lagt fram tillögu um breytingar á reglum um erlenda leikmenn í mótum á Íslandi. Tillagan verður tekin fyrir á ársþingi KKÍ eftir rúma viku. Tillögunni má lýsa sem 3+2 reglu, eða 3+1+1. Hún gengur út á það að lið megi ekki hafa fleiri en tvo erlenda leikmenn inni á vellinum á sama tíma og þar af yrði að minnsta kosti annar að vera frá ríki innan EES. Hinir þrír leikmennirnir þyrftu að vera uppaldir hjá félögum innan KKÍ, samkvæmt tillögunni, vera með íslenskt ríkisfang eða hafa haft lögheimili á Íslandi í samfellt þrjú ár. Það eru Haukar, KR, Stjarnan og Valur sem leggja fram tillöguna. Í tillögunni er gefinn ákveðinn „afsláttur“ fyrir félög utan suðvesturhorns landsins. Þeim dygði að vera með tvo íslenska leikmenn innan vallar hverju sinni í stað þriggja en mættu þó ekki hafa fleiri en einn leikmann frá ríki utan EES. Í dag geta félög teflt fram eins mörgum leikmönnum frá EES-ríkjum og þau vilja en mega bara hafa einn leikmenn frá ríki utan EES. Þannig hefur það verið frá árinu 2018 þegar „4+1 reglan“ var afnumin. Í tillögunni segir að til suðvesturhorns teljist lið á atvinnusvæði höfuðborgarsvæðis, frá og með Selfossi og Þorlákshöfn í austri til Borgarness í vestri. Tillögunni er ætlað að auka tækifæri og stækka hlutverk uppalinna leikmanna íslensku félaganna, til að þroska og búa til framtíðarlandsliðsmenn og fyrirmyndir, eins og það er orðað. Í rökstuðningi með tillögunni segir meðal annars að flestir núverandi landsliðsmenn Íslands hafi alist upp við 4+1 regluna, þar sem að hámarki einn erlendur leikmaður mátti vera innan vallar í hvoru liði hverju sinni. Tillöguna má lesa hér að neðan. Breytingar á 15. gr. um erlenda leikmenn í reglugerð um körfuknattleiksmót. Eftirfarandi texti kemur í stað 15. greinar. „Í úrvalsdeild karla og kvenna og 1. deild karla og kvenna skulu alltaf vera a.m.k. þrír leikmenn sem eru uppaldir hjá félögum innan KKÍ(homegrown) á leikvelli samtímis. Hverju liði er aldrei heimilt að vera með fleiri en einn erlendan leikmann á leikvelli sem ekki er ríkisborgari lands innan EES-ríkis (ESB) og telst ekki sem Bosman-A leikmaður skv. lögum UTL hverju sinni. Regla þessi gildir fyrir lið sem eru á suðvesturhorn landsins, sé lið utan suðvesturshorns skulu alltaf vera a.m.k. tveir leikmenn sem eru uppaldir hjá félögum innan KKÍ. Í bikarkeppni og meistarakeppni KKÍ gilda sömu reglur og um úrvalsdeild karla og kvenna og 1. deild karla og kvenna. Uppaldir leikmenn teljast þeir sem hafa spilað og æft körfubolta innan félaga KKÍ í þrjú ár hið minnsta frá og með árinu sem leikmaðurinn verður 13 ára til og með árinu sem hann verður 21 árs eða er með íslenskt ríkisfang. Erlendur ríkisborgari sem hefur samkvæmt Þjóðskrá haft lögheimili á Íslandi samfellt í þrjú ár telst ekki sem erlendur leikmaður í reglugerð þessari og skal hann framvísa nauðsynlegum gögnum til skrifstofu KKÍ, búsetuvottorð frá Þjóðskrá. KKÍ staðfestir að hann teljist með íslenskum ríkisborgurum samkvæmt þessari reglugerð. Sá sem hefur leiktíðina sem erlendur leikmaður telst sem slíkur út leiktíðina og skal miða við fyrsta leik í móti á vegum KKÍ (Íslandsmót, bikarkeppnir eða önnur mót/leikir á vegum KKÍ), nema að fenginni undanþágu aga- og úrskurðanefndar. Félögum er heimilt að sækja um undanþágu varðandi þriggja ára fasta búsetu til stjórnar KKÍ telji það sig hafa fyrir því haldbær rök að viðkomandi leikmaður sé búinn að skapa sér heimili til framtíðar á landinu. Til suðvesturhorns landsins teljast lið sem eru á atvinnusvæði höfuðborgarsvæðis, frá og með Selfossi / Þorlákshöfn í austri til og með Borgarnesi í vestri. Brjóti félag gegn þessari reglu telst félag hafa notað ólöglegan leikmann og skal sæta viðurlögum samkvæmt 8. grein reglugerðar um körfuknattleiksmót.“ Lagt fram af KKD Vals, KR, Hauka og Stjörnunnar. Eins og Vísir hefur áður fjallað um verður á þingi KKÍ einnig tekin fyrir tillaga um að lið í yngri flokkum geti skráð sig á Íslandsmót hjá gagnstæðu kyni. Einnig verður kosið um tillögu um gagngerar breytingar á lögum KKÍ, sem stjórn KKÍ leggur til, og afreksstefnu sambandsins til næstu fjögurra ára. Körfubolti Dominos-deild karla Dominos-deild kvenna Tengdar fréttir Hannes sjálfkjörinn og nálgast tuttugu ára afmæli Hannes S. Jónsson er einn í framboði og því sjálfkjörinn sem formaður Körfuknattleikssambands Íslands. Ársþing KKÍ fer fram um aðra helgi. 4. mars 2021 14:31 Kosið um það hvort stelpna- og strákalið geti mæst Stelpnalið og strákalið í körfubolta gætu spilað í sama flokki á Íslandsmóti allt fram til 14 ára aldurs yrði tillaga þess efnis samþykkt á ársþingi KKÍ 13. mars. 2. mars 2021 09:00 Mest lesið Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Körfubolti Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Fleiri fréttir „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Sjá meira
Tillögunni má lýsa sem 3+2 reglu, eða 3+1+1. Hún gengur út á það að lið megi ekki hafa fleiri en tvo erlenda leikmenn inni á vellinum á sama tíma og þar af yrði að minnsta kosti annar að vera frá ríki innan EES. Hinir þrír leikmennirnir þyrftu að vera uppaldir hjá félögum innan KKÍ, samkvæmt tillögunni, vera með íslenskt ríkisfang eða hafa haft lögheimili á Íslandi í samfellt þrjú ár. Það eru Haukar, KR, Stjarnan og Valur sem leggja fram tillöguna. Í tillögunni er gefinn ákveðinn „afsláttur“ fyrir félög utan suðvesturhorns landsins. Þeim dygði að vera með tvo íslenska leikmenn innan vallar hverju sinni í stað þriggja en mættu þó ekki hafa fleiri en einn leikmann frá ríki utan EES. Í dag geta félög teflt fram eins mörgum leikmönnum frá EES-ríkjum og þau vilja en mega bara hafa einn leikmenn frá ríki utan EES. Þannig hefur það verið frá árinu 2018 þegar „4+1 reglan“ var afnumin. Í tillögunni segir að til suðvesturhorns teljist lið á atvinnusvæði höfuðborgarsvæðis, frá og með Selfossi og Þorlákshöfn í austri til Borgarness í vestri. Tillögunni er ætlað að auka tækifæri og stækka hlutverk uppalinna leikmanna íslensku félaganna, til að þroska og búa til framtíðarlandsliðsmenn og fyrirmyndir, eins og það er orðað. Í rökstuðningi með tillögunni segir meðal annars að flestir núverandi landsliðsmenn Íslands hafi alist upp við 4+1 regluna, þar sem að hámarki einn erlendur leikmaður mátti vera innan vallar í hvoru liði hverju sinni. Tillöguna má lesa hér að neðan. Breytingar á 15. gr. um erlenda leikmenn í reglugerð um körfuknattleiksmót. Eftirfarandi texti kemur í stað 15. greinar. „Í úrvalsdeild karla og kvenna og 1. deild karla og kvenna skulu alltaf vera a.m.k. þrír leikmenn sem eru uppaldir hjá félögum innan KKÍ(homegrown) á leikvelli samtímis. Hverju liði er aldrei heimilt að vera með fleiri en einn erlendan leikmann á leikvelli sem ekki er ríkisborgari lands innan EES-ríkis (ESB) og telst ekki sem Bosman-A leikmaður skv. lögum UTL hverju sinni. Regla þessi gildir fyrir lið sem eru á suðvesturhorn landsins, sé lið utan suðvesturshorns skulu alltaf vera a.m.k. tveir leikmenn sem eru uppaldir hjá félögum innan KKÍ. Í bikarkeppni og meistarakeppni KKÍ gilda sömu reglur og um úrvalsdeild karla og kvenna og 1. deild karla og kvenna. Uppaldir leikmenn teljast þeir sem hafa spilað og æft körfubolta innan félaga KKÍ í þrjú ár hið minnsta frá og með árinu sem leikmaðurinn verður 13 ára til og með árinu sem hann verður 21 árs eða er með íslenskt ríkisfang. Erlendur ríkisborgari sem hefur samkvæmt Þjóðskrá haft lögheimili á Íslandi samfellt í þrjú ár telst ekki sem erlendur leikmaður í reglugerð þessari og skal hann framvísa nauðsynlegum gögnum til skrifstofu KKÍ, búsetuvottorð frá Þjóðskrá. KKÍ staðfestir að hann teljist með íslenskum ríkisborgurum samkvæmt þessari reglugerð. Sá sem hefur leiktíðina sem erlendur leikmaður telst sem slíkur út leiktíðina og skal miða við fyrsta leik í móti á vegum KKÍ (Íslandsmót, bikarkeppnir eða önnur mót/leikir á vegum KKÍ), nema að fenginni undanþágu aga- og úrskurðanefndar. Félögum er heimilt að sækja um undanþágu varðandi þriggja ára fasta búsetu til stjórnar KKÍ telji það sig hafa fyrir því haldbær rök að viðkomandi leikmaður sé búinn að skapa sér heimili til framtíðar á landinu. Til suðvesturhorns landsins teljast lið sem eru á atvinnusvæði höfuðborgarsvæðis, frá og með Selfossi / Þorlákshöfn í austri til og með Borgarnesi í vestri. Brjóti félag gegn þessari reglu telst félag hafa notað ólöglegan leikmann og skal sæta viðurlögum samkvæmt 8. grein reglugerðar um körfuknattleiksmót.“ Lagt fram af KKD Vals, KR, Hauka og Stjörnunnar. Eins og Vísir hefur áður fjallað um verður á þingi KKÍ einnig tekin fyrir tillaga um að lið í yngri flokkum geti skráð sig á Íslandsmót hjá gagnstæðu kyni. Einnig verður kosið um tillögu um gagngerar breytingar á lögum KKÍ, sem stjórn KKÍ leggur til, og afreksstefnu sambandsins til næstu fjögurra ára.
Breytingar á 15. gr. um erlenda leikmenn í reglugerð um körfuknattleiksmót. Eftirfarandi texti kemur í stað 15. greinar. „Í úrvalsdeild karla og kvenna og 1. deild karla og kvenna skulu alltaf vera a.m.k. þrír leikmenn sem eru uppaldir hjá félögum innan KKÍ(homegrown) á leikvelli samtímis. Hverju liði er aldrei heimilt að vera með fleiri en einn erlendan leikmann á leikvelli sem ekki er ríkisborgari lands innan EES-ríkis (ESB) og telst ekki sem Bosman-A leikmaður skv. lögum UTL hverju sinni. Regla þessi gildir fyrir lið sem eru á suðvesturhorn landsins, sé lið utan suðvesturshorns skulu alltaf vera a.m.k. tveir leikmenn sem eru uppaldir hjá félögum innan KKÍ. Í bikarkeppni og meistarakeppni KKÍ gilda sömu reglur og um úrvalsdeild karla og kvenna og 1. deild karla og kvenna. Uppaldir leikmenn teljast þeir sem hafa spilað og æft körfubolta innan félaga KKÍ í þrjú ár hið minnsta frá og með árinu sem leikmaðurinn verður 13 ára til og með árinu sem hann verður 21 árs eða er með íslenskt ríkisfang. Erlendur ríkisborgari sem hefur samkvæmt Þjóðskrá haft lögheimili á Íslandi samfellt í þrjú ár telst ekki sem erlendur leikmaður í reglugerð þessari og skal hann framvísa nauðsynlegum gögnum til skrifstofu KKÍ, búsetuvottorð frá Þjóðskrá. KKÍ staðfestir að hann teljist með íslenskum ríkisborgurum samkvæmt þessari reglugerð. Sá sem hefur leiktíðina sem erlendur leikmaður telst sem slíkur út leiktíðina og skal miða við fyrsta leik í móti á vegum KKÍ (Íslandsmót, bikarkeppnir eða önnur mót/leikir á vegum KKÍ), nema að fenginni undanþágu aga- og úrskurðanefndar. Félögum er heimilt að sækja um undanþágu varðandi þriggja ára fasta búsetu til stjórnar KKÍ telji það sig hafa fyrir því haldbær rök að viðkomandi leikmaður sé búinn að skapa sér heimili til framtíðar á landinu. Til suðvesturhorns landsins teljast lið sem eru á atvinnusvæði höfuðborgarsvæðis, frá og með Selfossi / Þorlákshöfn í austri til og með Borgarnesi í vestri. Brjóti félag gegn þessari reglu telst félag hafa notað ólöglegan leikmann og skal sæta viðurlögum samkvæmt 8. grein reglugerðar um körfuknattleiksmót.“ Lagt fram af KKD Vals, KR, Hauka og Stjörnunnar.
Körfubolti Dominos-deild karla Dominos-deild kvenna Tengdar fréttir Hannes sjálfkjörinn og nálgast tuttugu ára afmæli Hannes S. Jónsson er einn í framboði og því sjálfkjörinn sem formaður Körfuknattleikssambands Íslands. Ársþing KKÍ fer fram um aðra helgi. 4. mars 2021 14:31 Kosið um það hvort stelpna- og strákalið geti mæst Stelpnalið og strákalið í körfubolta gætu spilað í sama flokki á Íslandsmóti allt fram til 14 ára aldurs yrði tillaga þess efnis samþykkt á ársþingi KKÍ 13. mars. 2. mars 2021 09:00 Mest lesið Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Körfubolti Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Fleiri fréttir „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Sjá meira
Hannes sjálfkjörinn og nálgast tuttugu ára afmæli Hannes S. Jónsson er einn í framboði og því sjálfkjörinn sem formaður Körfuknattleikssambands Íslands. Ársþing KKÍ fer fram um aðra helgi. 4. mars 2021 14:31
Kosið um það hvort stelpna- og strákalið geti mæst Stelpnalið og strákalið í körfubolta gætu spilað í sama flokki á Íslandsmóti allt fram til 14 ára aldurs yrði tillaga þess efnis samþykkt á ársþingi KKÍ 13. mars. 2. mars 2021 09:00