Trump bannar Repúblikönum að nota nafn sitt í fjáröflun Sylvía Hall skrifar 6. mars 2021 18:06 Trump nýtur enn mikilla vinsælda meðal stuðningsmanna Repúblikanaflokksins. Honum líkar þó ekki að nafn sitt sé notað í fjáröflun fyrir flokkinn. Getty/Bloomberg Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, er afar ósáttur við Repúblikanaflokkurinn noti nafn sitt við fjáröflun og á varningi sem seldur er til stuðningsmanna flokksins. Hafa lögmenn hans sent kröfu um að því verði hætt tafarlaust. Krafan var send í gær á landsnefnd Repúblikanaflokksins sem og báðar þingnefndir eftir að landsnefndin sendi tvo tölvupósta til stuðningsmanna samkvæmt Politico. Voru þeir voru beðnir um að styrkja flokkinn og fá í staðinn nafn sitt á þakkarkort til Trump. „Trump forseti mun ALLTAF berjast fyrir bandarísku þjóðina, og mér var að detta í hug fullkomna leið fyrir þig til að sýna að þú styður hann!“ sagði í póstinum. „Þar sem þú ert einn DYGGASTI stuðningsmaður Trump finnst mér ÞÚ eiga skilið þann mikla heiður að bæta nafni þínu við formlega þakkarbréfið til Trump.“ Þrátt fyrir ósigur í forsetakosningunum í nóvember hefur Trump gefið það út að hann ætli ekki að segja skilið við flokkinn. Hann ætli sér frekar að herða tökin á flokknum og gaf hann í skyn að hann gæti boðið sig fram aftur til forseta fyrir kosningarnar 2024 á ráðstefnu bandarískra íhaldsmanna síðustu helgi. Eftir að fyrsti pósturinn var sendur fylgdi annar nokkrum klukkustundum síðar þar sem stuðningsmönnum var sagt að þeir hefðu tíu klukkustundir til viðbótar til að fá nafn sitt á þakkarkortið. Politico segir tölvupóstinn hafa farið öfugt ofan í forsetann, sem er sagður brjálaður vegna málsins. Honum hafi alla tíð verið umhugað um hvernig nafn hans sé notað á opinberum vettvangi og meðvitaður um virði þekktra vörumerkja, líkt og nafn hans er orðið. Repúblikanaflokkurinn hefur ekki tjáð sig um málið en samkvæmt heimildum Politico telja þingmenn Repúblikanaflokksins óhjákvæmilegt að nota nafn forsetans fyrrverandi, þar sem hann njóti enn mikils stuðnings meðal flokksmanna. Donald Trump Bandaríkin Tengdar fréttir Í reipitogi um kosningaréttinn Demókratar í fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykktu í gær umfangsmiklar reglur varðandi kosningar og siðferði innan opinbera geirans. Frumvarpið var samþykkt að mestu eftir flokkslínum 220-210. 4. mars 2021 13:44 Saksóknarar komnir með skattgögn Trumps Saksóknarar í Manhattan í New York eru komnir með skattskýrslur og önnur fjármálagögn Donalds Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna. Það er eftir að Hæstiréttur Bandaríkjanna hafnaði kröfu Trumps um að ekki mætti veita saksóknunum gögnin. 25. febrúar 2021 17:19 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira
Krafan var send í gær á landsnefnd Repúblikanaflokksins sem og báðar þingnefndir eftir að landsnefndin sendi tvo tölvupósta til stuðningsmanna samkvæmt Politico. Voru þeir voru beðnir um að styrkja flokkinn og fá í staðinn nafn sitt á þakkarkort til Trump. „Trump forseti mun ALLTAF berjast fyrir bandarísku þjóðina, og mér var að detta í hug fullkomna leið fyrir þig til að sýna að þú styður hann!“ sagði í póstinum. „Þar sem þú ert einn DYGGASTI stuðningsmaður Trump finnst mér ÞÚ eiga skilið þann mikla heiður að bæta nafni þínu við formlega þakkarbréfið til Trump.“ Þrátt fyrir ósigur í forsetakosningunum í nóvember hefur Trump gefið það út að hann ætli ekki að segja skilið við flokkinn. Hann ætli sér frekar að herða tökin á flokknum og gaf hann í skyn að hann gæti boðið sig fram aftur til forseta fyrir kosningarnar 2024 á ráðstefnu bandarískra íhaldsmanna síðustu helgi. Eftir að fyrsti pósturinn var sendur fylgdi annar nokkrum klukkustundum síðar þar sem stuðningsmönnum var sagt að þeir hefðu tíu klukkustundir til viðbótar til að fá nafn sitt á þakkarkortið. Politico segir tölvupóstinn hafa farið öfugt ofan í forsetann, sem er sagður brjálaður vegna málsins. Honum hafi alla tíð verið umhugað um hvernig nafn hans sé notað á opinberum vettvangi og meðvitaður um virði þekktra vörumerkja, líkt og nafn hans er orðið. Repúblikanaflokkurinn hefur ekki tjáð sig um málið en samkvæmt heimildum Politico telja þingmenn Repúblikanaflokksins óhjákvæmilegt að nota nafn forsetans fyrrverandi, þar sem hann njóti enn mikils stuðnings meðal flokksmanna.
Donald Trump Bandaríkin Tengdar fréttir Í reipitogi um kosningaréttinn Demókratar í fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykktu í gær umfangsmiklar reglur varðandi kosningar og siðferði innan opinbera geirans. Frumvarpið var samþykkt að mestu eftir flokkslínum 220-210. 4. mars 2021 13:44 Saksóknarar komnir með skattgögn Trumps Saksóknarar í Manhattan í New York eru komnir með skattskýrslur og önnur fjármálagögn Donalds Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna. Það er eftir að Hæstiréttur Bandaríkjanna hafnaði kröfu Trumps um að ekki mætti veita saksóknunum gögnin. 25. febrúar 2021 17:19 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira
Í reipitogi um kosningaréttinn Demókratar í fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykktu í gær umfangsmiklar reglur varðandi kosningar og siðferði innan opinbera geirans. Frumvarpið var samþykkt að mestu eftir flokkslínum 220-210. 4. mars 2021 13:44
Saksóknarar komnir með skattgögn Trumps Saksóknarar í Manhattan í New York eru komnir með skattskýrslur og önnur fjármálagögn Donalds Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna. Það er eftir að Hæstiréttur Bandaríkjanna hafnaði kröfu Trumps um að ekki mætti veita saksóknunum gögnin. 25. febrúar 2021 17:19