Fáum kraftmikla konu sem næsta formann VR Björk Guðjónsdóttir skrifar 7. mars 2021 19:01 Helga Guðrún Jónasdóttir gefur nú kost á sér í framboði til formanns hjá VR stéttarfélagi. Ég tel framboð hennar heillaskref fyrir þetta öfluga stéttarfélag. Helga Guðrún hefur sýnt og sannað með verkum sínum að þar fer kraftmikil og réttsýn kona. Ég treysti engum betur til forystu í VR en Helgu Guðrúnu. Fljót að greina kjarnann frá hisminu Það lýsir að mörgu leyti vel kraftinum í Helgu Guðrúnu að á árið 2012 tók hún sig upp og flutti austur land. Henni hafði boðist starf sem markaðs- og upplýsingafulltrúi hjá Fjarðabyggð. Nokkrum árum síðar var hún orðin atvinnu- og þróunarstjóri hjá sveitarfélaginu. Þessi umskipti komu mörgum á óvart, þó ekki þeim sem þekkja Helgu Guðrúnu vel. Þar sem margur sá fjarlægan landshluta, sá hún spennandi áskoranir og áhugaverð verkefni. Hún hefur síðan hrósað happi yfir því, að hafa fengið þetta tækifæri til að kynnast þessum frábæra landshluta og kraftmiklu samfélagi Austfirðinga. Helga Guðrún hefur enda alltaf átt auðvelt með að greina kjarnann frá hisminu. 300% aukning kvenráðherra Helga Guðrún var um miðjan síðasta áratug formaður Landssambands sjálfstæðiskvenna. Sambandið var á þessum árum betur þekkt sem órólega deildin innan flokksins. Konur kröfðust breytinga og fór Helga Guðrún þar fremst í flokki. Í aðdraganda stjórnarmyndunar ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks 2003-2007 barðist hún ásamt fleirum í órólegu deildinni fyrir konum í ráðherralið flokksins, sem höfðu fram að þessu verið sárafáar. Leikar fóru svo að þrjár sjálfstæðískonur urðu ráðherrar á þessu kjörtímabili. Aukning á milli kjörtímabila var 300%. Lausnarmiðuð á þverpólitískum grunni Að þessum slag loknum yfirgaf Helga Guðrún landsmálin og helgaði sig þátttöku í nærsamfélagi sínu í Kópavogi og hefur hún setið m.a. í lista- og menningarráði, félagsmálaráði og jafnréttisnefnd bæjarfélagsins. Í gegnum þessi trúnaðarstörf hefur Helga Guðrún sýnt og sannað málefnalega og faglega hæfni í þverpólitísku samstarfi. Á þessa hæfni hefur reynt hjá henni á mun fleiri sviðum, en auk nefndarstarfa hjá kópavogsbæ hefur Helga Guðrún verið formaður Kvenréttindafélags Íslands, varaformaður hjá Almannatengslafélagi Íslands og setið í stjórn Landverndar. Allt eru þetta dæmi um trúnaðarstörf þar sem reynir á heilindi fólks og lausnarmiðuð vinnubrögð og mikilvægt er að flokkspólitískar áherslur villi mönnum ekki sýn. Það lýsir síðan Helgu vel að þegar hún réðst til Fjarðabyggðar ákvað hún að segja sig frá stjórnmálastarfi. Henni fannst það ekki fara saman að sinna kynningarmálum fyrir sveitarfélagið og að vera í stjórnmálaflokki. Ég get af heilum hug mælt með Helgu Guðrúnu sem kraftmiklum, víðsýnum og lausnarmiðuðum foringja fyrir VR. Höfundur er verkefnastjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Formannskjör í VR Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
Helga Guðrún Jónasdóttir gefur nú kost á sér í framboði til formanns hjá VR stéttarfélagi. Ég tel framboð hennar heillaskref fyrir þetta öfluga stéttarfélag. Helga Guðrún hefur sýnt og sannað með verkum sínum að þar fer kraftmikil og réttsýn kona. Ég treysti engum betur til forystu í VR en Helgu Guðrúnu. Fljót að greina kjarnann frá hisminu Það lýsir að mörgu leyti vel kraftinum í Helgu Guðrúnu að á árið 2012 tók hún sig upp og flutti austur land. Henni hafði boðist starf sem markaðs- og upplýsingafulltrúi hjá Fjarðabyggð. Nokkrum árum síðar var hún orðin atvinnu- og þróunarstjóri hjá sveitarfélaginu. Þessi umskipti komu mörgum á óvart, þó ekki þeim sem þekkja Helgu Guðrúnu vel. Þar sem margur sá fjarlægan landshluta, sá hún spennandi áskoranir og áhugaverð verkefni. Hún hefur síðan hrósað happi yfir því, að hafa fengið þetta tækifæri til að kynnast þessum frábæra landshluta og kraftmiklu samfélagi Austfirðinga. Helga Guðrún hefur enda alltaf átt auðvelt með að greina kjarnann frá hisminu. 300% aukning kvenráðherra Helga Guðrún var um miðjan síðasta áratug formaður Landssambands sjálfstæðiskvenna. Sambandið var á þessum árum betur þekkt sem órólega deildin innan flokksins. Konur kröfðust breytinga og fór Helga Guðrún þar fremst í flokki. Í aðdraganda stjórnarmyndunar ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks 2003-2007 barðist hún ásamt fleirum í órólegu deildinni fyrir konum í ráðherralið flokksins, sem höfðu fram að þessu verið sárafáar. Leikar fóru svo að þrjár sjálfstæðískonur urðu ráðherrar á þessu kjörtímabili. Aukning á milli kjörtímabila var 300%. Lausnarmiðuð á þverpólitískum grunni Að þessum slag loknum yfirgaf Helga Guðrún landsmálin og helgaði sig þátttöku í nærsamfélagi sínu í Kópavogi og hefur hún setið m.a. í lista- og menningarráði, félagsmálaráði og jafnréttisnefnd bæjarfélagsins. Í gegnum þessi trúnaðarstörf hefur Helga Guðrún sýnt og sannað málefnalega og faglega hæfni í þverpólitísku samstarfi. Á þessa hæfni hefur reynt hjá henni á mun fleiri sviðum, en auk nefndarstarfa hjá kópavogsbæ hefur Helga Guðrún verið formaður Kvenréttindafélags Íslands, varaformaður hjá Almannatengslafélagi Íslands og setið í stjórn Landverndar. Allt eru þetta dæmi um trúnaðarstörf þar sem reynir á heilindi fólks og lausnarmiðuð vinnubrögð og mikilvægt er að flokkspólitískar áherslur villi mönnum ekki sýn. Það lýsir síðan Helgu vel að þegar hún réðst til Fjarðabyggðar ákvað hún að segja sig frá stjórnmálastarfi. Henni fannst það ekki fara saman að sinna kynningarmálum fyrir sveitarfélagið og að vera í stjórnmálaflokki. Ég get af heilum hug mælt með Helgu Guðrúnu sem kraftmiklum, víðsýnum og lausnarmiðuðum foringja fyrir VR. Höfundur er verkefnastjóri.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar