Heimsmeistarinn þakklátur Sunnu fyrir að róa taugarnar Sindri Sverrisson skrifar 8. mars 2021 12:31 Sunna Margrét Tryggvadóttir, Ronja litla og heimsmeistarinn Jarl Magnus Riiber. Instagram/@riiberjarl Norski skíðakappinn Jarl Magnus Riiber fór heim með tvenn gullverðlaun og tvenn silfurverðlaun í norrænni tvíkeppni af heimsmeistaramótinu í norrænum greinum í Þýskalandi. Hann segir akureyska kærustu sína, Sunnu Margrétu Tryggvadóttur, og dótturina Ronju eiga sinn þátt í uppskerunni. Miðillinn Akureyri.net fjallar um Íslandstengingu Riibers. Þar segir að Sunna, sem er 24 ára gömul, hafi flutt frá Akureyri með fjölskyldu sinni fyrir átta árum, til Lillehammer. Þar kynntist hún Riiber sem skömmu síðar var farinn að vinna verðlaun á heimsbikarmótum. Frá því í nóvember 2018 hefur hann svo haft algjöra yfirburði í sinni grein, norrænni tvíkeppni, þar sem keppt er í skíðagöngu og stökki. Sunna fékk Oslóarstrákinn Riiber til að flytja til Lilleström, þar sem þau hafa komið sér vel fyrir og notið sérstaklega mikils tíma saman síðasta árið, á tímum kórónuveirufaraldursins. Í norrænni tvíkeppni gildir samanlagður árangur í skíðastökki og skíðagöngu. Hér er Jarl Magnus Riiber í loftinu á HM í Oberstdorf í Þýskalandi.Getty/Vianney Thibaut „Við höfum séð meira af hvort öðru en nokkru sinni. Þetta tímabil hefur verið það einfaldasta í okkar sambúð. Hann hefur haft meiri tíma með mér og Ronju,“ sagði Sunna í viðtali við VG í Noregi eftir fyrri gullverðlaunin sem Riiber vann á HM. Hvíldarpúlsinn hár hjá Sunnu Riiber, sem er 23 ára, segist hafa átt í ákveðnu taugastríði áður en HM hófst og dreymt martraðir um að lenda í 5. sæti. Þá komu Sunna og Ronja til bjargar. „Ég hef fengið Sunnu til að senda mér margar myndir að heiman til að dreifa huganum aðeins frá stökkunum, því það getur tekið frá mér mikla orku að hugsa sífellt um þau. Maður spáir í alls konar smáatriðum og veltir fyrir sér öllu sem gæti komið upp á. Mig dreymdi martröð um að ég yrði í fimmta sæti, langt á eftir Þjóðverjunum,“ sagði Riiber við blaðamenn eftir að hafa landað heimsmeistaratitli. Sjálf var Sunna vel spennt þar sem hún fylgdist með framgöngu kærastans: „Þetta var spennandi og gaman að hann skyldi vinna. Hann er búinn að vera svolítið stressaður svo að ég var stressuð líka. Hvíldarpúlsinn var orðinn verulega hár hjá mér,“ sagði Sunna við VG. Riiber hefur unnið 34 heimsbikarmót á ferlinum og er sá þriðji sigursælasti í sögunni. Enginn Norðmaður hefur unnið fleiri heimsbikarmót og Riiber hefur eftir mótið í Þýskalandi unnið fern gullverðlaun á heimsmeistaramótum, einu minna en landi hans Bjarte Engen Vik. Skíðaíþróttir Akureyri Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Leik lokið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Körfubolti Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Ætla að auka framlög til afreksstarfs um 650 milljónir Sport Leik lokið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Fleiri fréttir Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Leik lokið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Leik lokið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Uppgjör og viðtöl: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá kanalausum Keflvíkingum Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Í beinni: Grótta - Haukar | Tvö lið í basli FH-ingar í fínum gír án Arons Leik lokið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Ætla að auka framlög til afreksstarfs um 650 milljónir Sinnir herskyldu á netinu Fertug Vonn ætlar aftur á flug eftir sex ára hlé Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Gagnrýnir Paul fyrir að berjast við afann Tyson Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Tyson vill berjast við Tyson Fury Sjá meira
Miðillinn Akureyri.net fjallar um Íslandstengingu Riibers. Þar segir að Sunna, sem er 24 ára gömul, hafi flutt frá Akureyri með fjölskyldu sinni fyrir átta árum, til Lillehammer. Þar kynntist hún Riiber sem skömmu síðar var farinn að vinna verðlaun á heimsbikarmótum. Frá því í nóvember 2018 hefur hann svo haft algjöra yfirburði í sinni grein, norrænni tvíkeppni, þar sem keppt er í skíðagöngu og stökki. Sunna fékk Oslóarstrákinn Riiber til að flytja til Lilleström, þar sem þau hafa komið sér vel fyrir og notið sérstaklega mikils tíma saman síðasta árið, á tímum kórónuveirufaraldursins. Í norrænni tvíkeppni gildir samanlagður árangur í skíðastökki og skíðagöngu. Hér er Jarl Magnus Riiber í loftinu á HM í Oberstdorf í Þýskalandi.Getty/Vianney Thibaut „Við höfum séð meira af hvort öðru en nokkru sinni. Þetta tímabil hefur verið það einfaldasta í okkar sambúð. Hann hefur haft meiri tíma með mér og Ronju,“ sagði Sunna í viðtali við VG í Noregi eftir fyrri gullverðlaunin sem Riiber vann á HM. Hvíldarpúlsinn hár hjá Sunnu Riiber, sem er 23 ára, segist hafa átt í ákveðnu taugastríði áður en HM hófst og dreymt martraðir um að lenda í 5. sæti. Þá komu Sunna og Ronja til bjargar. „Ég hef fengið Sunnu til að senda mér margar myndir að heiman til að dreifa huganum aðeins frá stökkunum, því það getur tekið frá mér mikla orku að hugsa sífellt um þau. Maður spáir í alls konar smáatriðum og veltir fyrir sér öllu sem gæti komið upp á. Mig dreymdi martröð um að ég yrði í fimmta sæti, langt á eftir Þjóðverjunum,“ sagði Riiber við blaðamenn eftir að hafa landað heimsmeistaratitli. Sjálf var Sunna vel spennt þar sem hún fylgdist með framgöngu kærastans: „Þetta var spennandi og gaman að hann skyldi vinna. Hann er búinn að vera svolítið stressaður svo að ég var stressuð líka. Hvíldarpúlsinn var orðinn verulega hár hjá mér,“ sagði Sunna við VG. Riiber hefur unnið 34 heimsbikarmót á ferlinum og er sá þriðji sigursælasti í sögunni. Enginn Norðmaður hefur unnið fleiri heimsbikarmót og Riiber hefur eftir mótið í Þýskalandi unnið fern gullverðlaun á heimsmeistaramótum, einu minna en landi hans Bjarte Engen Vik.
Skíðaíþróttir Akureyri Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Leik lokið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Körfubolti Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Ætla að auka framlög til afreksstarfs um 650 milljónir Sport Leik lokið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Fleiri fréttir Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Leik lokið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Leik lokið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Uppgjör og viðtöl: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá kanalausum Keflvíkingum Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Í beinni: Grótta - Haukar | Tvö lið í basli FH-ingar í fínum gír án Arons Leik lokið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Ætla að auka framlög til afreksstarfs um 650 milljónir Sinnir herskyldu á netinu Fertug Vonn ætlar aftur á flug eftir sex ára hlé Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Gagnrýnir Paul fyrir að berjast við afann Tyson Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Tyson vill berjast við Tyson Fury Sjá meira