Kvikan hefur þrjá möguleika til þess að vaxa Jóhann K. Jóhannsson skrifar 9. mars 2021 12:01 Virknin í morgun var í grennd við Fagradalsfjall. Vísir/Vilhelm Jarðskjálftavirkni við Fagradalsfjall jókst um klukkan tuttugu mínútur yfir fimm í morgun. Samhliða henni myndaðist óróakviða sem stóð í um tvær klukkustundir. Virknin í morgun er staðbundin syðst í kvikuganginum við Fagradalsfjall og er líklega til marks um stækkun gangsins að því fram kemur í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands. Viðvarandi smáskjálftavirkni er á svæðinu og höfðu á ellefta tímanum í morgun mælst 1200 skjálftar frá miðnætti. Óróakviðan var sú þriðja sem hefur mælst. Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvár hjá Veðurstofunni sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að kvikan sé á um eins kílómetra dýpi. Halldór Geirsson, jarðeðlisfræðingur hjá Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands segir kvikuganginn hafa þrjá möguleika til þess að vaxa frekar. „Hann getur vaxið upp, það er að segja að kvikan getur komist nær yfirborði. Hann getur vaxið til hliðar og svo getur hann gildnað. Það er erfitt að segja hvað er að gerast á hverjum tíma eða hvort allar þessar þrjár hreyfingar séu í gangi á sama tíma en það er ósköp eðlilegt ef að streymið heldur áfram þarna inn að það þokist þá nær yfirborði,“ segir Halldór. Virknin þar sem líklegast er að kvikan kæmi upp Búast má við því að virkni á svæðinu verði áfram kaflaskipt með jarðskjálftavirkni og óróakviðum sambærilegum þeim sem mældust í morgun á meðan kvikugangurinn stækkar. Virknin í morgun er á þeim stað þar sem líklegast er að kvika gæti komið upp á yfirborðið. „Ef það hækkar um einn kílómetra á kviku í ganginum þá er það mjög mikil aukning í vökvaþrýstingi ef við getum talað um það. Þá er auðveldara fyrir ganginn að leita til hliðar þannig að það þarf ekki að þýða að það fari allt saman upp,“ segir Halldór Svo kallaðir gikkskjálftar ollu snörpum hreyfingum um helgina og var stærsti jarðskjálftinn aðfaranótt sunnudags fimm að stærð. Spenna hefur myndast við sitthvorn enda kvikugangsins og áfram má búast við skjálftum vegna spennulosunar á svæðinu. Kort frá Veðurstofu Ísland um skjálftavirkni vegna spennubreytinga við sitthvorn enda kvikugangsins.Veðurstofa Íslands „Ef að kvikan kemst upp á yfirborðið þá verður hún að hrauni þannig að þetta verður samskonar efni og er í hraununum og jafnvel í móbergsfellunum sem eru þarna í kring. En þetta er enn þá bara í fljótandi formi ofan í skorpunni en storknar líka með tíma. Ef þetta nær, á þessu svæði, einhvern tímann upp á yfirborðið, sem er alls ekkert víst, að þá væntanlega kemur hraunflæði,“ segir Halldór Geirsson, jarðeðlisfræðingur hjá Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands. Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Greina merki um óróa við Fagradalsfjall Upp úr klukkan fimm í morgun greindu náttúruvársérfræðingar á vakt á Veðurstofu Íslands merki um óróapúls við Fagradalsfjall. 9. mars 2021 06:17 Gera áfram ráð fyrir gosi því kvikan sitji grunnt Áfram þarf að gera ráð fyrir því að eldgos geti brotist út á Reykjanesskaga því kvikan situr grunnt eða á um eins kílómetra dýpi. 8. mars 2021 16:54 Mest lesið Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Erlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Sjá meira
Virknin í morgun er staðbundin syðst í kvikuganginum við Fagradalsfjall og er líklega til marks um stækkun gangsins að því fram kemur í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands. Viðvarandi smáskjálftavirkni er á svæðinu og höfðu á ellefta tímanum í morgun mælst 1200 skjálftar frá miðnætti. Óróakviðan var sú þriðja sem hefur mælst. Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvár hjá Veðurstofunni sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að kvikan sé á um eins kílómetra dýpi. Halldór Geirsson, jarðeðlisfræðingur hjá Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands segir kvikuganginn hafa þrjá möguleika til þess að vaxa frekar. „Hann getur vaxið upp, það er að segja að kvikan getur komist nær yfirborði. Hann getur vaxið til hliðar og svo getur hann gildnað. Það er erfitt að segja hvað er að gerast á hverjum tíma eða hvort allar þessar þrjár hreyfingar séu í gangi á sama tíma en það er ósköp eðlilegt ef að streymið heldur áfram þarna inn að það þokist þá nær yfirborði,“ segir Halldór. Virknin þar sem líklegast er að kvikan kæmi upp Búast má við því að virkni á svæðinu verði áfram kaflaskipt með jarðskjálftavirkni og óróakviðum sambærilegum þeim sem mældust í morgun á meðan kvikugangurinn stækkar. Virknin í morgun er á þeim stað þar sem líklegast er að kvika gæti komið upp á yfirborðið. „Ef það hækkar um einn kílómetra á kviku í ganginum þá er það mjög mikil aukning í vökvaþrýstingi ef við getum talað um það. Þá er auðveldara fyrir ganginn að leita til hliðar þannig að það þarf ekki að þýða að það fari allt saman upp,“ segir Halldór Svo kallaðir gikkskjálftar ollu snörpum hreyfingum um helgina og var stærsti jarðskjálftinn aðfaranótt sunnudags fimm að stærð. Spenna hefur myndast við sitthvorn enda kvikugangsins og áfram má búast við skjálftum vegna spennulosunar á svæðinu. Kort frá Veðurstofu Ísland um skjálftavirkni vegna spennubreytinga við sitthvorn enda kvikugangsins.Veðurstofa Íslands „Ef að kvikan kemst upp á yfirborðið þá verður hún að hrauni þannig að þetta verður samskonar efni og er í hraununum og jafnvel í móbergsfellunum sem eru þarna í kring. En þetta er enn þá bara í fljótandi formi ofan í skorpunni en storknar líka með tíma. Ef þetta nær, á þessu svæði, einhvern tímann upp á yfirborðið, sem er alls ekkert víst, að þá væntanlega kemur hraunflæði,“ segir Halldór Geirsson, jarðeðlisfræðingur hjá Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands.
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Greina merki um óróa við Fagradalsfjall Upp úr klukkan fimm í morgun greindu náttúruvársérfræðingar á vakt á Veðurstofu Íslands merki um óróapúls við Fagradalsfjall. 9. mars 2021 06:17 Gera áfram ráð fyrir gosi því kvikan sitji grunnt Áfram þarf að gera ráð fyrir því að eldgos geti brotist út á Reykjanesskaga því kvikan situr grunnt eða á um eins kílómetra dýpi. 8. mars 2021 16:54 Mest lesið Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Erlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Sjá meira
Greina merki um óróa við Fagradalsfjall Upp úr klukkan fimm í morgun greindu náttúruvársérfræðingar á vakt á Veðurstofu Íslands merki um óróapúls við Fagradalsfjall. 9. mars 2021 06:17
Gera áfram ráð fyrir gosi því kvikan sitji grunnt Áfram þarf að gera ráð fyrir því að eldgos geti brotist út á Reykjanesskaga því kvikan situr grunnt eða á um eins kílómetra dýpi. 8. mars 2021 16:54