Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Agnar Már Másson skrifar 7. desember 2025 07:07 Ný flugstöð verður byggð á Reykjavíkurflugvelli samkvæmt samgönguáætlun. Vilhelm Borgarfulltrúi Samfylkingarinnar segir Samgönguáætlun ganga í berhögg við samninga Reykjavíkurborgar og stjórnvalda um að finna Reykjavíkurflugvelli nýjan stað. Borgin ætli enn að færa æfingaflug, einkaflug og þyrluflug úr Vatnsmýri en nú stendur til að byggja nýja flugstöð á vellinum. Í samgönguáætlun er gert ráð fyrir því að Reykjavíkurflugvöllur verði áfram í Vatnsmýri og að ný flugstöð verði byggð á vellinum og innviðaráðherra sagði í vikunni að flugvöllurinn yrði „festur í sessi og rekstraröryggi hans tryggt.“ „Þetta gengur í rauninni í berhögg við samninga sem gerðir voru við ríkisvaldið árin 2013, 2016 og 2019,“ segir Hjálmar Sveinsson borgarfulltrúi Samfylkingarinnar í samtali við Vísi. „Og mér finnst það kannski verst af því að ég veit ekki annað en að borgin hafi alltaf staðið við sinn hluta þessara samninga. En því miður hefur ríkið ekki gert það og virðist ekki ætla að gera það núna.“ Æfingaflug enn á útleið en stjórnvöld ekki fundið því nýjan stað Hjálmar segir aftur á móti að borgin ætli að halda sinni stefnu sem samþykkt var í vor sem felst í því að æfinga- og kennsluflug, þyrluflug og einkaþotuflug hverfi úr Vatnsmýrinni. Aftur á móti sé farþega- og sjúkraflug ekki á förum í bráð. Samkvæmt samningum frá 2013 sé iðnaðarráðuneytinu og Isavia þó falið að finna nýjan flugvöll fyrir æfingaflug. „En því miður hafa þessir aðilar innan innviðaráðuneytisins ekki gert neitt í því máli, ekki staðið við sinn hluta samninganna frá 2013.“ Hjálmar Sveinsson er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar.Vísir/Vilhelm Nýja flugstöðin yrði tímabundin Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra sagði við kynningu áætlunarinnar í vikunni að á meðan flugvöllurinn væri í Reykjavík myndi hann verða þjónustaður. Aðrir kostir væru til skoðunar líkt og í Hvassahrauni en illmögulegt væri að leggja Reykjavíkurflugvöll niður. Ný flugstöð yrði byggð. Spurður hvort hann teldi það búið spil fyrir borgina að losa sig við flugvöllinn svarar Hjálmar neitandi. „Tölur sýna það að svona almenn notkun á flugvöllunum fer minnkandi og það eina sem að vex er fyrst og fremst þyrluflug og einkaflug,“ segir borgarfulltrúinn og bendir enn fremur á að samkvæmt skipulagi væri sú flugstöð sem kveðið er á í samgönguáætlun, í raun byggð til bráðabirgða. Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra og samflokksmaður Hjálmars í Samfylkingunni, sagði aðspurð á blaðamannafundi í vikunni að ríkisstjórnin hefði ekki rætt hvort festa ætti Reykjavíkurflugvöll í sessi. Annað stæði fyrir flugvöll hafi ekki fundist. Það myndi taka 15 til 20 ár að ræða það. Hún sagði það sjálfsagt að styrkja Reykjavíkurflugvöll meðan annar kostur væri ekki fyrir hendi. Það væri augljóst að það þyrfti að vera öflug staða. Ekki væri hægt að láta flugvöllinn grotna niður. Reykjavíkurflugvöllur Borgarstjórn Skipulag Samgöngur Fréttir af flugi Reykjavík Samgönguáætlun Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Fleiri fréttir Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Sjá meira
Í samgönguáætlun er gert ráð fyrir því að Reykjavíkurflugvöllur verði áfram í Vatnsmýri og að ný flugstöð verði byggð á vellinum og innviðaráðherra sagði í vikunni að flugvöllurinn yrði „festur í sessi og rekstraröryggi hans tryggt.“ „Þetta gengur í rauninni í berhögg við samninga sem gerðir voru við ríkisvaldið árin 2013, 2016 og 2019,“ segir Hjálmar Sveinsson borgarfulltrúi Samfylkingarinnar í samtali við Vísi. „Og mér finnst það kannski verst af því að ég veit ekki annað en að borgin hafi alltaf staðið við sinn hluta þessara samninga. En því miður hefur ríkið ekki gert það og virðist ekki ætla að gera það núna.“ Æfingaflug enn á útleið en stjórnvöld ekki fundið því nýjan stað Hjálmar segir aftur á móti að borgin ætli að halda sinni stefnu sem samþykkt var í vor sem felst í því að æfinga- og kennsluflug, þyrluflug og einkaþotuflug hverfi úr Vatnsmýrinni. Aftur á móti sé farþega- og sjúkraflug ekki á förum í bráð. Samkvæmt samningum frá 2013 sé iðnaðarráðuneytinu og Isavia þó falið að finna nýjan flugvöll fyrir æfingaflug. „En því miður hafa þessir aðilar innan innviðaráðuneytisins ekki gert neitt í því máli, ekki staðið við sinn hluta samninganna frá 2013.“ Hjálmar Sveinsson er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar.Vísir/Vilhelm Nýja flugstöðin yrði tímabundin Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra sagði við kynningu áætlunarinnar í vikunni að á meðan flugvöllurinn væri í Reykjavík myndi hann verða þjónustaður. Aðrir kostir væru til skoðunar líkt og í Hvassahrauni en illmögulegt væri að leggja Reykjavíkurflugvöll niður. Ný flugstöð yrði byggð. Spurður hvort hann teldi það búið spil fyrir borgina að losa sig við flugvöllinn svarar Hjálmar neitandi. „Tölur sýna það að svona almenn notkun á flugvöllunum fer minnkandi og það eina sem að vex er fyrst og fremst þyrluflug og einkaflug,“ segir borgarfulltrúinn og bendir enn fremur á að samkvæmt skipulagi væri sú flugstöð sem kveðið er á í samgönguáætlun, í raun byggð til bráðabirgða. Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra og samflokksmaður Hjálmars í Samfylkingunni, sagði aðspurð á blaðamannafundi í vikunni að ríkisstjórnin hefði ekki rætt hvort festa ætti Reykjavíkurflugvöll í sessi. Annað stæði fyrir flugvöll hafi ekki fundist. Það myndi taka 15 til 20 ár að ræða það. Hún sagði það sjálfsagt að styrkja Reykjavíkurflugvöll meðan annar kostur væri ekki fyrir hendi. Það væri augljóst að það þyrfti að vera öflug staða. Ekki væri hægt að láta flugvöllinn grotna niður.
Reykjavíkurflugvöllur Borgarstjórn Skipulag Samgöngur Fréttir af flugi Reykjavík Samgönguáætlun Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Fleiri fréttir Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Sjá meira