Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 7. desember 2025 12:12 Ása Berglind og Jens Garðar tókust á um samgönguáætlun. Samsett Varaformaður Sjálfstæðisflokksins segir það skýrt að ný samgönguáætlun sé ekki fullunnin og ákvarðanatakan hafi verið byggð á pólitískum hugmyndum, sem þingmaður Samfylkingarinnar harðneitar. Þingmaðurinn segist skilja vonbrigði Austfirðinga varðandi nýja forgangsröðun í jarðgangagerð en enn sé stefnan sett á hringtengingu. Tekist var á um málin í Sprengisandi í morgun. Ný samgönguáætlun Eyjólfs Ármannssonar innviðaráðherra var til umræðu í Sprengisandi í morgun. Í áætluninni eru Fljótagöng sett í forgang en Fjarðarheiðargöng á Austfjörðum voru efst á lista í samgönguáætlun frá árinu 2020. Í staðinn eru Fjarðagöngin sett ofar, mörgum Austfirðingum til mikilla ama. Sjá nánari umfjöllun um áætlunina: Fljótagöng sett í forgang „Ég held við höfum heyrt viðbrögð Austfirðinga ekki síst, ég er búsettur á Austfjörðum og við höfum heyrt viðbrögðin,“ segir Jens Garðar Helgason, þingmaður og varaformaður Sjálfstæðisflokksins. Eyjólfur sagði að ákvörðunin hefði verið byggð á faglegu mati en Jens Garðar bendir á að skýrsluhöfundar hafi þurft að leiðrétta ráðherrann, sem las einungis samantekt úr skýrslunni. „Þá í rauninni teiknast upp sú mynd að það að hræra í þessum jarðgangaáætlunum fyrir austan sé í rauninni pólitískt útspil til þess að breyta röðinni og fara í göng annars staðar á landinu,“ segir hann. Ása Berglind Hjálmarsdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar segist skilja að breytingin hafi verið áfall fyrir Austfirðinga sem hafi haft réttmætar væntingar um að Fjarðaheiðagöng væru næst á lista. Lengi hafi verið kallað eftir hringtengingu milli fjarðanna og Egilsstaða. „Það er enn verið að vinna í því að koma á hringtengingu á landinu en það er verið að fara aðra leið að því. Austfirðingar og fólk í Múlaþingi og Fjarðabyggð er í raun hvað næst því núna að fá þessa hringtengingu sem þau hafa þráð í langan tíma og verður að eiga sér stað,“ segir hún. „Það er af og frá,“ svarar Jens Garðar og bætir við að engar rannsóknir hafi verið gerðar á Fjarðargöngum. Einungis sé um einhvern pólitískan leik að ræða. Áætlunin sé ekki tilbúin „Mér finnst liggja ljóst fyrir að þessi áætlun er ekki tilbúin að koma til þingsins. Ég hefði haldið miðað við viðbrögð og miðað við hvernig áætlunin lítur út. Maður heyrir það á göngum þingsins frá stjórnarliðum þótt það komi ekki fram í ræðu og riti, þá er mikil óánægja hjá mörgum,“ segir Jens Garðar. Hann ítrekar að áætlunin sé „pjúra pólitísk“ og að sinn landsfjórðungur, Austuland, verði í frosti til ársins 2032. „Jens, þetta er ekki rétt. Við erum með langan lista, ég er hérna með átta atriði sem eru öll á fyrsta tímabili á Austurlandi. Austurland er með fleiri atriði á fyrsta hluta áætlunarinnar heldur en til dæmis Suðurland eða höfuðborgarsvæðið,“ segir hún. Ása Berglind segist ekki kannast við staðhæfingar Jens Garðars um óanægju meðal þingmanna stjórnarflokkanna. „Vissulega er þessi forgangsröðun erfið fyrir einhverja þingmenn sem hafa verið í sveitarstjórnarmálum og öðru á Austfjörðum, þannig að þetta var erfið ákvörðun. Ekki bara fyrir einhverja þingmenn heldur erfitt mat fyrir ráðherra. Þetta er tillagan sem við erum að fara að fjalla um á næstu mánuðum, ég held að það sé engin stemning í samfélaginu til að fresta samgönguáætlun eitthvað frekar.“ Jens Garðar áréttar að hann sé ekki að tala um að fresta áætluninni, heldur eigi að taka hana til baka og kynna aftur þegar búið sé að vinna betur í henni. „Það er engin ástæða til þess,“ svarar Ása Berglind. Hefði verið hægt að byrja fyrr Jens Garðar segist telja að hafist verði handa við Fljótagöngin árin 2027 og 2028, sem Ása Berglind neitar þar sem áætlunin segir að framkvæmdir eigi að byrja í lok 2026. „Þær upplýsingar sem ég hef er að rannsóknir og annað verði bara ekki tilbúið. Þið eruð að bjóða út núna verkkönnun, það er að koma 2026 og það tekur tíma. Þannig hin raunverulega tímalína er að allt næsta kjörtímabil verða Fljótagöngin í framkvæmd. Svo held ég að það liggi alveg hreint fyrir að Súðavíkurgöng komi þar á eftir, formaður Samgönguráðs er sveitarstjóri í Súðavík þannig ég myndi gera ráð fyrir því að þau komi þar á eftir,“ segir Jens Garðar. Ása Berglind segir að vel hefði verið hægt að fara í framkvæmdir á Fjarðaheiðargöngum í tíð síðustu ríkisstjórnar þar sem fimm ár eru liðin frá síðustu samgönguáætlun. Hún tekur líka fram að ólíkt síðustu áætlun sé hin nýja fjármögnuð til fimm ára. „Þessi samgönguáætlun ber þess merki að ríkisstjórninni er alvara þegar hún segist ætla að hefja stórsókn í samgöngumálum á Íslandi.“ Innviðafélagið stofnað á röngum forsendum Jens Garðar segir margt sem setja mætti út á í áætluninni, þar með talið stofnun innviðafélagsins en hlutverk félagsins á að vera að hraða fjárfestingum í þjóðhagslega mikilvægum samgöngumannvirkjum samkvæmt ríkisstjórninni. „Mér finnst forsendan á bak við þetta innviðafélag röng, að nota kílómetragjaldið til að fjármagna, í staðinn fyrir að við séum með tollinn,“ segir hann. „Það er gott ef þau ætla að stofna innviðafélag en þau eru að stofna það á röngum forsendum.“ Jens Garðar hefur talað fyrir stofnun innviðafélags en segir að útfærsla ríkisstjórnarinnar sé ekki nógu góð. Hann vilji frekar líta til færeysku leiðarinnar sem veggjöld fjármagni innviðaframkvæmdir. Ása tekur fram að veggjöldin séu, auk kílómetragjaldsins, tekin fram sem ein af leiðunum til að fjármagna félagið. „Fjármagn á að koma frá ríkinu úr veggjöldunum og svo verður hægt að taka lán með ríkisábyrgð á lægri vöxtum. Þetta á eftir að móta betur og kemur fram á vorþingi,“ segir hún. Jarðgöng á Íslandi Sprengisandur Bylgjan Samgöngur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Múlaþing Fjarðabyggð Samgönguáætlun Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Fleiri fréttir Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Sjá meira
Ný samgönguáætlun Eyjólfs Ármannssonar innviðaráðherra var til umræðu í Sprengisandi í morgun. Í áætluninni eru Fljótagöng sett í forgang en Fjarðarheiðargöng á Austfjörðum voru efst á lista í samgönguáætlun frá árinu 2020. Í staðinn eru Fjarðagöngin sett ofar, mörgum Austfirðingum til mikilla ama. Sjá nánari umfjöllun um áætlunina: Fljótagöng sett í forgang „Ég held við höfum heyrt viðbrögð Austfirðinga ekki síst, ég er búsettur á Austfjörðum og við höfum heyrt viðbrögðin,“ segir Jens Garðar Helgason, þingmaður og varaformaður Sjálfstæðisflokksins. Eyjólfur sagði að ákvörðunin hefði verið byggð á faglegu mati en Jens Garðar bendir á að skýrsluhöfundar hafi þurft að leiðrétta ráðherrann, sem las einungis samantekt úr skýrslunni. „Þá í rauninni teiknast upp sú mynd að það að hræra í þessum jarðgangaáætlunum fyrir austan sé í rauninni pólitískt útspil til þess að breyta röðinni og fara í göng annars staðar á landinu,“ segir hann. Ása Berglind Hjálmarsdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar segist skilja að breytingin hafi verið áfall fyrir Austfirðinga sem hafi haft réttmætar væntingar um að Fjarðaheiðagöng væru næst á lista. Lengi hafi verið kallað eftir hringtengingu milli fjarðanna og Egilsstaða. „Það er enn verið að vinna í því að koma á hringtengingu á landinu en það er verið að fara aðra leið að því. Austfirðingar og fólk í Múlaþingi og Fjarðabyggð er í raun hvað næst því núna að fá þessa hringtengingu sem þau hafa þráð í langan tíma og verður að eiga sér stað,“ segir hún. „Það er af og frá,“ svarar Jens Garðar og bætir við að engar rannsóknir hafi verið gerðar á Fjarðargöngum. Einungis sé um einhvern pólitískan leik að ræða. Áætlunin sé ekki tilbúin „Mér finnst liggja ljóst fyrir að þessi áætlun er ekki tilbúin að koma til þingsins. Ég hefði haldið miðað við viðbrögð og miðað við hvernig áætlunin lítur út. Maður heyrir það á göngum þingsins frá stjórnarliðum þótt það komi ekki fram í ræðu og riti, þá er mikil óánægja hjá mörgum,“ segir Jens Garðar. Hann ítrekar að áætlunin sé „pjúra pólitísk“ og að sinn landsfjórðungur, Austuland, verði í frosti til ársins 2032. „Jens, þetta er ekki rétt. Við erum með langan lista, ég er hérna með átta atriði sem eru öll á fyrsta tímabili á Austurlandi. Austurland er með fleiri atriði á fyrsta hluta áætlunarinnar heldur en til dæmis Suðurland eða höfuðborgarsvæðið,“ segir hún. Ása Berglind segist ekki kannast við staðhæfingar Jens Garðars um óanægju meðal þingmanna stjórnarflokkanna. „Vissulega er þessi forgangsröðun erfið fyrir einhverja þingmenn sem hafa verið í sveitarstjórnarmálum og öðru á Austfjörðum, þannig að þetta var erfið ákvörðun. Ekki bara fyrir einhverja þingmenn heldur erfitt mat fyrir ráðherra. Þetta er tillagan sem við erum að fara að fjalla um á næstu mánuðum, ég held að það sé engin stemning í samfélaginu til að fresta samgönguáætlun eitthvað frekar.“ Jens Garðar áréttar að hann sé ekki að tala um að fresta áætluninni, heldur eigi að taka hana til baka og kynna aftur þegar búið sé að vinna betur í henni. „Það er engin ástæða til þess,“ svarar Ása Berglind. Hefði verið hægt að byrja fyrr Jens Garðar segist telja að hafist verði handa við Fljótagöngin árin 2027 og 2028, sem Ása Berglind neitar þar sem áætlunin segir að framkvæmdir eigi að byrja í lok 2026. „Þær upplýsingar sem ég hef er að rannsóknir og annað verði bara ekki tilbúið. Þið eruð að bjóða út núna verkkönnun, það er að koma 2026 og það tekur tíma. Þannig hin raunverulega tímalína er að allt næsta kjörtímabil verða Fljótagöngin í framkvæmd. Svo held ég að það liggi alveg hreint fyrir að Súðavíkurgöng komi þar á eftir, formaður Samgönguráðs er sveitarstjóri í Súðavík þannig ég myndi gera ráð fyrir því að þau komi þar á eftir,“ segir Jens Garðar. Ása Berglind segir að vel hefði verið hægt að fara í framkvæmdir á Fjarðaheiðargöngum í tíð síðustu ríkisstjórnar þar sem fimm ár eru liðin frá síðustu samgönguáætlun. Hún tekur líka fram að ólíkt síðustu áætlun sé hin nýja fjármögnuð til fimm ára. „Þessi samgönguáætlun ber þess merki að ríkisstjórninni er alvara þegar hún segist ætla að hefja stórsókn í samgöngumálum á Íslandi.“ Innviðafélagið stofnað á röngum forsendum Jens Garðar segir margt sem setja mætti út á í áætluninni, þar með talið stofnun innviðafélagsins en hlutverk félagsins á að vera að hraða fjárfestingum í þjóðhagslega mikilvægum samgöngumannvirkjum samkvæmt ríkisstjórninni. „Mér finnst forsendan á bak við þetta innviðafélag röng, að nota kílómetragjaldið til að fjármagna, í staðinn fyrir að við séum með tollinn,“ segir hann. „Það er gott ef þau ætla að stofna innviðafélag en þau eru að stofna það á röngum forsendum.“ Jens Garðar hefur talað fyrir stofnun innviðafélags en segir að útfærsla ríkisstjórnarinnar sé ekki nógu góð. Hann vilji frekar líta til færeysku leiðarinnar sem veggjöld fjármagni innviðaframkvæmdir. Ása tekur fram að veggjöldin séu, auk kílómetragjaldsins, tekin fram sem ein af leiðunum til að fjármagna félagið. „Fjármagn á að koma frá ríkinu úr veggjöldunum og svo verður hægt að taka lán með ríkisábyrgð á lægri vöxtum. Þetta á eftir að móta betur og kemur fram á vorþingi,“ segir hún.
Jarðgöng á Íslandi Sprengisandur Bylgjan Samgöngur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Múlaþing Fjarðabyggð Samgönguáætlun Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Fleiri fréttir Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Sjá meira