Biden í basli á landamærunum Samúel Karl Ólason skrifar 9. mars 2021 23:01 Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, á gangi við Hvíta húsið. AP/Patrick Semansky Þrátt fyrir að Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, hafi skrifað undir forsetatilskipanir og gripið til annarra aðgerða á fyrsta degi í embætti, hefur það litlum árangri skilað á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Í ljósi þess öngþveitis sem ríkir þar. Biden hefur heitið því að breyta hörðu innflytjendakerfi Bandaríkjanna og gera það skilvirkara og mannúðlegra og gera innflytjendum auðveldara að flytja til Bandaríkjanna með löglegum hætti. Það hefur þó ekki gengið vel og fjöldi ólöglegra innflytjenda á landamærunum hefur fjölgað verulega undanförnum vikum og mánuðum. Í janúar komust landamæraverðir um það bil 78 þúsund sinnum í tæri við innflytjendur á landamærunum. Það er tvöfalt oftar en í janúar í fyrra og hefur í raun ekki gerst jafn oft í áratug. Maður frá Hondúras, sem er í Mexíkó en hefur sótt um hæli í Bandaríkjunum, klæddur í bol sem á stendur: „Biden, vinsamlegast hleyptu okkur inn!“AP/Gregory Bull Biden tók við embætti forseta þann 21. janúar og í kjölfarið fækkaði handtökum á landamærunum verulega. Handtökunum fækkaði um 60 prósent, samanborið við þrjá síðustu mánuði ríkisstjórnar Trumps, samkvæmt frétt Washington Post. Mikil fjölgun barna Þá hefur fjöldi barna sem eru ekki í fylgd fullorðna aukist sérstaklega mikið. Þúsundir barna eru nú í vörslu ríkisins á meðan verið er að leita ættingja þeirra, innan eða utan Bandaríkjanna. Samkvæmt talningu New York Times sem birt var í gær hafði fjöldi þessara barna þrefaldast á undanförnum tveimur vikum og voru minnst 3.250 börn í vörslu landamærayfirvalda. Mörg þeirra eru í húsnæði sem líkist fangelsum og þá hafa mörg verið þar lengur en þá þrjá daga sem lögin segja hámarkið. Auk þessarar gífurlegu fjölgunar hefur faraldur nýju kórónuveirunnar einnig sett strik í reikninginn. Börnin eiga að vera flutt í vörslu heilbrigðis- og félagsmálaráðuneytis Bandaríkjanna en vegna sóttvarna er takmarkaður fjöldi í skýlum ráðuneytisins. Ríkisstjórn Bidens hefur sagt ráðuneytinu að fella fjöldatakmarkanir úr gildi svo fjölga megi rúmum fyrir börn í húsnæði ráðuneytisins. Bandarískir landamæraverðir í El Paso í Texas.AP/Ivan Pierre Aguirre Á föstudaginn í síðustu viku voru rúmlega 8.100 börn, sem höfðu komið til Bandaríkjanna án foreldra sinna, í vörslu heilbrigðis- og félagsmálaráðuneytisins. Það er til viðbótar við börnin sem voru í vörslu landamærayfirvalda. Samhliða þessari miklu fjölgun og plássleysi hefur hundruðum fjölskylda sem höfðu verið stöðvuð á landamærunum verið sleppt í Bandaríkjunum. Gagnrýndur úr öllum áttum Það hefur verið harðlega gagnrýnt af Repúblikönum og íhaldssömum Bandaríkjamönnum. Embættismenn í ríkjum eins og Arizona og Montana hafa til að mynda höfðað mál gegn ríkisstjórn Bidens vegna breyttra viðmiða varðandi handtökur á landamærunum. Þá hefur Biden einnig verið harðlega gagnrýndur af frjálslyndum Bandaríkjamönnum fyrir það að fella ekki niður reglur Donalds Trump, fyrrverandi forseta, að fullu og að opna húsnæði til að halda innflytjendum og þar á meðal börnum. Þær breytingar sem Biden hefur sagst vilja gera munu taka mánuði, ef ekki ár, að ná í gegn. Margar þeirra þurfa að fara í gegnum dómstóla, sem gæti þó tekið minni tíma en að ná þeim fram í gegnum alríkiskerfið. Eins og segir í grein Politico er ljóst að Biden tók við erfiðu kerfi sem er hannað til að gera ekki það sem hann vill og hann hefur ekki verið lengi í starfi enn. Þar að auki hefur mest athygli hans hingað til beinst að faraldri nýju kórónuveirunnar. Vandamálin hrannast upp Politico segir vandamálin hafa hrannast upp á landamærunum en aðgerðaleysi í Hvíta húsinu hafi ekki hjálpað til. Forsetinn hefur þó ekki enn tilnefnt fólk í æðstu stöður innflytjendastofnanna Bandaríkjanna. Þá hafa öldungadeildarþingmenn dregið fæturna í að staðfesta tilnefningu Merrick Garland í embætti dómsmálaráðherra og þar með hefur orðið töf á því að ráða þann háttsetta embættismann sem myndi koma að því að fella reglur Trumps úr gildi. Alejandro Mayorkas, nýr heimavarnaráðherra Bandaríkjanna, í síðustu viku að eftir að hann tók við embættinu þann 2. febrúar, hafi hann séð berum augum að ríkisstjórn Trumps hafi skilið innflytjendakerfi Bandaríkjanna eftir í rústum. Það hefði verið holað að innan. Bandaríkin Mexíkó Donald Trump Joe Biden Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
Biden hefur heitið því að breyta hörðu innflytjendakerfi Bandaríkjanna og gera það skilvirkara og mannúðlegra og gera innflytjendum auðveldara að flytja til Bandaríkjanna með löglegum hætti. Það hefur þó ekki gengið vel og fjöldi ólöglegra innflytjenda á landamærunum hefur fjölgað verulega undanförnum vikum og mánuðum. Í janúar komust landamæraverðir um það bil 78 þúsund sinnum í tæri við innflytjendur á landamærunum. Það er tvöfalt oftar en í janúar í fyrra og hefur í raun ekki gerst jafn oft í áratug. Maður frá Hondúras, sem er í Mexíkó en hefur sótt um hæli í Bandaríkjunum, klæddur í bol sem á stendur: „Biden, vinsamlegast hleyptu okkur inn!“AP/Gregory Bull Biden tók við embætti forseta þann 21. janúar og í kjölfarið fækkaði handtökum á landamærunum verulega. Handtökunum fækkaði um 60 prósent, samanborið við þrjá síðustu mánuði ríkisstjórnar Trumps, samkvæmt frétt Washington Post. Mikil fjölgun barna Þá hefur fjöldi barna sem eru ekki í fylgd fullorðna aukist sérstaklega mikið. Þúsundir barna eru nú í vörslu ríkisins á meðan verið er að leita ættingja þeirra, innan eða utan Bandaríkjanna. Samkvæmt talningu New York Times sem birt var í gær hafði fjöldi þessara barna þrefaldast á undanförnum tveimur vikum og voru minnst 3.250 börn í vörslu landamærayfirvalda. Mörg þeirra eru í húsnæði sem líkist fangelsum og þá hafa mörg verið þar lengur en þá þrjá daga sem lögin segja hámarkið. Auk þessarar gífurlegu fjölgunar hefur faraldur nýju kórónuveirunnar einnig sett strik í reikninginn. Börnin eiga að vera flutt í vörslu heilbrigðis- og félagsmálaráðuneytis Bandaríkjanna en vegna sóttvarna er takmarkaður fjöldi í skýlum ráðuneytisins. Ríkisstjórn Bidens hefur sagt ráðuneytinu að fella fjöldatakmarkanir úr gildi svo fjölga megi rúmum fyrir börn í húsnæði ráðuneytisins. Bandarískir landamæraverðir í El Paso í Texas.AP/Ivan Pierre Aguirre Á föstudaginn í síðustu viku voru rúmlega 8.100 börn, sem höfðu komið til Bandaríkjanna án foreldra sinna, í vörslu heilbrigðis- og félagsmálaráðuneytisins. Það er til viðbótar við börnin sem voru í vörslu landamærayfirvalda. Samhliða þessari miklu fjölgun og plássleysi hefur hundruðum fjölskylda sem höfðu verið stöðvuð á landamærunum verið sleppt í Bandaríkjunum. Gagnrýndur úr öllum áttum Það hefur verið harðlega gagnrýnt af Repúblikönum og íhaldssömum Bandaríkjamönnum. Embættismenn í ríkjum eins og Arizona og Montana hafa til að mynda höfðað mál gegn ríkisstjórn Bidens vegna breyttra viðmiða varðandi handtökur á landamærunum. Þá hefur Biden einnig verið harðlega gagnrýndur af frjálslyndum Bandaríkjamönnum fyrir það að fella ekki niður reglur Donalds Trump, fyrrverandi forseta, að fullu og að opna húsnæði til að halda innflytjendum og þar á meðal börnum. Þær breytingar sem Biden hefur sagst vilja gera munu taka mánuði, ef ekki ár, að ná í gegn. Margar þeirra þurfa að fara í gegnum dómstóla, sem gæti þó tekið minni tíma en að ná þeim fram í gegnum alríkiskerfið. Eins og segir í grein Politico er ljóst að Biden tók við erfiðu kerfi sem er hannað til að gera ekki það sem hann vill og hann hefur ekki verið lengi í starfi enn. Þar að auki hefur mest athygli hans hingað til beinst að faraldri nýju kórónuveirunnar. Vandamálin hrannast upp Politico segir vandamálin hafa hrannast upp á landamærunum en aðgerðaleysi í Hvíta húsinu hafi ekki hjálpað til. Forsetinn hefur þó ekki enn tilnefnt fólk í æðstu stöður innflytjendastofnanna Bandaríkjanna. Þá hafa öldungadeildarþingmenn dregið fæturna í að staðfesta tilnefningu Merrick Garland í embætti dómsmálaráðherra og þar með hefur orðið töf á því að ráða þann háttsetta embættismann sem myndi koma að því að fella reglur Trumps úr gildi. Alejandro Mayorkas, nýr heimavarnaráðherra Bandaríkjanna, í síðustu viku að eftir að hann tók við embættinu þann 2. febrúar, hafi hann séð berum augum að ríkisstjórn Trumps hafi skilið innflytjendakerfi Bandaríkjanna eftir í rústum. Það hefði verið holað að innan.
Bandaríkin Mexíkó Donald Trump Joe Biden Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira