Stigahæst og komin í úrslitaleikinn eftir kveðjuna frá Íslandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. mars 2021 14:31 Íslenska körfuboltakonan Dagný Lísa Davíðsdóttir sést hér horfa á kveðjuna. Twitter/@@wyo_wbb Íslenska körfuboltakonan Dagný Lísa Davíðsdóttir og félagar hennar í liði Wyoming Cowgirls eru komnar alla leið í úrslitaleikinn í Mountain West deildinni í bandaríska háskólakörfuboltanum eftir fimmtán stiga sigur á Boise State í undanúrslitunum í nótt. Dagný Lísa átti mjög flottan leik í undanúrslitunum og var akkúrat munurinn á liðunum. Hún skoraði nefnilega fimmtán stig Wyoming fyrir þessum 53-38 sigri. Dagný Lísa var einnig með fjögur fráköst, tvær stoðsendingar og stolinn bolta í leiknum. Dagný hitti úr 7 af 10 skotum sínum í leiknum en þetta var einn besti leikur hennar á tímabilinu og sá kom á besta tíma. Hér fyrir neðan má sjá hana skora eina af körfum sínum. Grace Dagny for pic.twitter.com/L7CJEQgiEp— Wyoming Cowgirl Basketball (@wyo_wbb) March 10, 2021 Dagný Lísa er á síðasta ári sínu í háskólaboltanum og í aðdraganda úrslitakeppninnar þá fékk hún og aðrir lokaársnemar í liðinu kveðjur frá fjölskyldum sínum. Wyoming Cowgirls settu myndband inn á samfélagsmiðla sína þar sem mátti sjá stelpurnar fá kveðjurnar og þar á meðal var Dagný Lísa. „Á láta mig fara að gráta núna,“ sagði Dagný Lísa þegar hún frétti hvað var í gangi. Faðir hennar (Davíð Davíðsson), móðir (Guðrún Hafsteinsdóttir) og bræður sendu sinni konu kveðju frá Hveragerði en kveðja þeirra var á ensku. Kveðjurnar má sjá hér fyrir neðan. All the feels for our Cowgirl seniors right here Thank you for everything! #OneWyoming #GoWyo pic.twitter.com/lZZOhWebvc— Wyoming Cowgirl Basketball (@wyo_wbb) March 5, 2021 Mamma hennar hrósaði stelpunni sinni meðal annars fyrir hvað hún hefur þroskast og vaxið á tíma sínum í Bandaríkjunum en eins þakkaði hún Wyoming fyrir að hugsa vel um hana og spurði síðan Dagnýju hreint út hvort hún væri alveg örugglega að koma heim. Dagný Lísa spilaði með Hamar í Hveragerði áður en hún fór út í nám til Bandaríkjanna en hún hefur verið úti síðan tímabilið 2014-15. Fyrstu tvö árin var hún í menntaskóla, svo í fjögur tímabil með Niagara University. Hún var síðan í vetur í Wyoming. Dagný Lísa meiddist illa og missti af einu tímabili. Hún fékk því að taka fjórða árið sitt í vetur og var því í fimm tímabil í bandaríska háskólaboltanum. Í vetur er hún með 8,8 stig og 5,7 fráköst að meðaltali á 24,9 mínútum í leik. Úrslitaleikurinn í Mountain West deildinni er á móti Fresno State og fer fram í kvöld. LET S GO The Cowgirls are @MountainWest Championship Game bound! @wyo_wbb pic.twitter.com/dVd1HoudXp— Wyoming Athletics (@wyoathletics) March 10, 2021 Körfubolti Mest lesið Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Stólarnir fastir í München Körfubolti Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti Semenya hættir baráttu sinni Sport „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Körfubolti Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Enski boltinn „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Fótbolti Komin fimm mánuði á leið en stendur á höndum eins og ekkert sé Sport Fleiri fréttir Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Sjá meira
Dagný Lísa átti mjög flottan leik í undanúrslitunum og var akkúrat munurinn á liðunum. Hún skoraði nefnilega fimmtán stig Wyoming fyrir þessum 53-38 sigri. Dagný Lísa var einnig með fjögur fráköst, tvær stoðsendingar og stolinn bolta í leiknum. Dagný hitti úr 7 af 10 skotum sínum í leiknum en þetta var einn besti leikur hennar á tímabilinu og sá kom á besta tíma. Hér fyrir neðan má sjá hana skora eina af körfum sínum. Grace Dagny for pic.twitter.com/L7CJEQgiEp— Wyoming Cowgirl Basketball (@wyo_wbb) March 10, 2021 Dagný Lísa er á síðasta ári sínu í háskólaboltanum og í aðdraganda úrslitakeppninnar þá fékk hún og aðrir lokaársnemar í liðinu kveðjur frá fjölskyldum sínum. Wyoming Cowgirls settu myndband inn á samfélagsmiðla sína þar sem mátti sjá stelpurnar fá kveðjurnar og þar á meðal var Dagný Lísa. „Á láta mig fara að gráta núna,“ sagði Dagný Lísa þegar hún frétti hvað var í gangi. Faðir hennar (Davíð Davíðsson), móðir (Guðrún Hafsteinsdóttir) og bræður sendu sinni konu kveðju frá Hveragerði en kveðja þeirra var á ensku. Kveðjurnar má sjá hér fyrir neðan. All the feels for our Cowgirl seniors right here Thank you for everything! #OneWyoming #GoWyo pic.twitter.com/lZZOhWebvc— Wyoming Cowgirl Basketball (@wyo_wbb) March 5, 2021 Mamma hennar hrósaði stelpunni sinni meðal annars fyrir hvað hún hefur þroskast og vaxið á tíma sínum í Bandaríkjunum en eins þakkaði hún Wyoming fyrir að hugsa vel um hana og spurði síðan Dagnýju hreint út hvort hún væri alveg örugglega að koma heim. Dagný Lísa spilaði með Hamar í Hveragerði áður en hún fór út í nám til Bandaríkjanna en hún hefur verið úti síðan tímabilið 2014-15. Fyrstu tvö árin var hún í menntaskóla, svo í fjögur tímabil með Niagara University. Hún var síðan í vetur í Wyoming. Dagný Lísa meiddist illa og missti af einu tímabili. Hún fékk því að taka fjórða árið sitt í vetur og var því í fimm tímabil í bandaríska háskólaboltanum. Í vetur er hún með 8,8 stig og 5,7 fráköst að meðaltali á 24,9 mínútum í leik. Úrslitaleikurinn í Mountain West deildinni er á móti Fresno State og fer fram í kvöld. LET S GO The Cowgirls are @MountainWest Championship Game bound! @wyo_wbb pic.twitter.com/dVd1HoudXp— Wyoming Athletics (@wyoathletics) March 10, 2021
Körfubolti Mest lesið Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Stólarnir fastir í München Körfubolti Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti Semenya hættir baráttu sinni Sport „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Körfubolti Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Enski boltinn „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Fótbolti Komin fimm mánuði á leið en stendur á höndum eins og ekkert sé Sport Fleiri fréttir Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Sjá meira