Hver lifir á strípuðum bótum? Harpa Sævarsdóttir skrifar 11. mars 2021 07:04 Nú standa yfir kosningar til stjórnar verkalýðsfélagsins VR. Félagsmenn geta kosið í gegnum vef VR á vefslóðinni www.vr.is. Mikilvægt er að allir félagsmenn nýti sinn kosningarétt því hvert einasta atkvæði skiptir máli. Þær kosningar sem nú standa yfir eru haldnar á ófyrirsjáanlegum og fordæmalausum tímum og við okkur blasir eitt mesta atvinnuleysi sem sést hefur hér á landi frá upphafi. Þúsundir karla og kvenna hafa misst atvinnu sína og lífsviðurværi í kjölfar þeirra þrenginga sem COVID-19 heimsfaraldurinn hefur skapað heimsbyggðinni. Sú atvinnugrein sem verst hefur orðið úti af völdum veirunnar skæðu er ferðaþjónustan. Einmitt sú atvinnugrein sem telja má að hafi bjargað okkur Íslendingum út úr kreppunni eftir hrunið 2008. Í því samhengi má nefna að ein af fjölmörgum undirgreinum ferðaþjónustunnar, bílaleigur einar og sér, voru að velta álíka fjármunum inn í þjóðarbúið og allur samanlagður landbúnaður sem stundaður er á Íslandi (samkvæmt grein sem birtist árið 2018 á vefmiðlinum Kjarnanum). Svo mikilvæg hefur ferðaþjónustan verið þjóðarbúi Íslendinga og má þar þakka starfsfólki Icelandair sérstaklega fyrir þá öflugu markaðssetningu og kynningu á Íslandi sem ferðamannaparadís. Þrátt fyrir fögur fyrirheit ríkisstjórnar Íslands um stuðning við þann fjölda fólks sem misst hefur atvinnu sína og lífsviðurværi undanfarna 12 mánuði frá upphafi þessa heimsfaraldurs, þá bólar lítið sem ekkert á stuðningi við þá starfsmenn. Fyrirtækin í landinu hafa sum hver fengið styrki og lán, en hvað með styrki og lán til hins almenna launamanns sem stendur eftir atvinnulaus? Jú, það eru vissulega atvinnuleysisbætur í boði í takmarkaðan tíma, en hver lifir á strípuðum bótum þegar reka þarf heimili, bíl, fjölskyldu og greiða reikninga um hver mánaðarmót? Eitt af því sem stjórn VR hefur beitt sér fyrir, er að stuðningslán til heimilanna verði að veruleika. Stjórn VR kynnti þessar hugmyndir fyrir Alþýðusambandi Íslands og í kjölfarið hefur sú hugmynd verið tekin upp sem hluti af stefnu ASÍ. Á tímum sem þessum er bráðnauðsynlegt að hafa öflugt verkalýðsfélag, sem VR er, til þess að gæta hagsmuna launafólks í landinu sem og þeirra sem hafa þurft að taka á sig skert starfshlutfall, hlutabótaleið eða uppsögn. Rétt skal að öllu staðið í þeim efnum. Til þess þarf sterka og samheldna stjórn sem vinnur sem ein heild fyrir hagsmunum félagsmanna. Nái ég kjöri til áframhaldandi setu í stjórn VR, mun þetta mál verða mitt helsta baráttumál á kjörtímabilinu, enda má segja að um sé að ræða stærsta hagsmunamál launafólks á Íslandi um þessar mundir. Höfundur er varaformaður VR og í framboði til stjórnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Formannskjör í VR Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Nú standa yfir kosningar til stjórnar verkalýðsfélagsins VR. Félagsmenn geta kosið í gegnum vef VR á vefslóðinni www.vr.is. Mikilvægt er að allir félagsmenn nýti sinn kosningarétt því hvert einasta atkvæði skiptir máli. Þær kosningar sem nú standa yfir eru haldnar á ófyrirsjáanlegum og fordæmalausum tímum og við okkur blasir eitt mesta atvinnuleysi sem sést hefur hér á landi frá upphafi. Þúsundir karla og kvenna hafa misst atvinnu sína og lífsviðurværi í kjölfar þeirra þrenginga sem COVID-19 heimsfaraldurinn hefur skapað heimsbyggðinni. Sú atvinnugrein sem verst hefur orðið úti af völdum veirunnar skæðu er ferðaþjónustan. Einmitt sú atvinnugrein sem telja má að hafi bjargað okkur Íslendingum út úr kreppunni eftir hrunið 2008. Í því samhengi má nefna að ein af fjölmörgum undirgreinum ferðaþjónustunnar, bílaleigur einar og sér, voru að velta álíka fjármunum inn í þjóðarbúið og allur samanlagður landbúnaður sem stundaður er á Íslandi (samkvæmt grein sem birtist árið 2018 á vefmiðlinum Kjarnanum). Svo mikilvæg hefur ferðaþjónustan verið þjóðarbúi Íslendinga og má þar þakka starfsfólki Icelandair sérstaklega fyrir þá öflugu markaðssetningu og kynningu á Íslandi sem ferðamannaparadís. Þrátt fyrir fögur fyrirheit ríkisstjórnar Íslands um stuðning við þann fjölda fólks sem misst hefur atvinnu sína og lífsviðurværi undanfarna 12 mánuði frá upphafi þessa heimsfaraldurs, þá bólar lítið sem ekkert á stuðningi við þá starfsmenn. Fyrirtækin í landinu hafa sum hver fengið styrki og lán, en hvað með styrki og lán til hins almenna launamanns sem stendur eftir atvinnulaus? Jú, það eru vissulega atvinnuleysisbætur í boði í takmarkaðan tíma, en hver lifir á strípuðum bótum þegar reka þarf heimili, bíl, fjölskyldu og greiða reikninga um hver mánaðarmót? Eitt af því sem stjórn VR hefur beitt sér fyrir, er að stuðningslán til heimilanna verði að veruleika. Stjórn VR kynnti þessar hugmyndir fyrir Alþýðusambandi Íslands og í kjölfarið hefur sú hugmynd verið tekin upp sem hluti af stefnu ASÍ. Á tímum sem þessum er bráðnauðsynlegt að hafa öflugt verkalýðsfélag, sem VR er, til þess að gæta hagsmuna launafólks í landinu sem og þeirra sem hafa þurft að taka á sig skert starfshlutfall, hlutabótaleið eða uppsögn. Rétt skal að öllu staðið í þeim efnum. Til þess þarf sterka og samheldna stjórn sem vinnur sem ein heild fyrir hagsmunum félagsmanna. Nái ég kjöri til áframhaldandi setu í stjórn VR, mun þetta mál verða mitt helsta baráttumál á kjörtímabilinu, enda má segja að um sé að ræða stærsta hagsmunamál launafólks á Íslandi um þessar mundir. Höfundur er varaformaður VR og í framboði til stjórnar.
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar