Brynjólfur: Er að bíða eftir að EM-hópurinn verði valinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. mars 2021 12:30 Brynjólfur Andersen Willumsson stígur sín fyrstu skref í atvinnumennsku eftir Evrópumót 21 árs landsliða seinna í þessum mánuði. Skjámynd/S2 Sport Blikinn Brynjólfur Andersen Willumsson mun hefja atvinnumannaferilinn í Noregi seinna í vor en fyrst á dagskrá er að hjálpa íslenska 21 árs landsliðinu á Evrópumótinu seinna í þessum mánuði. Svava Kristín Grétarsdóttir hitti Brynjólf í gær og ræddi meðal annars við hann um úrslitakeppni EM sem Ísland fær að keppa við bestu 21 árs landslið álfunnar. „Ég er mjög spenntur fyrir þessu og er bara að bíða eftir því að það verði valið í þennan hóp,“ sagði Brynjólfur Andersen Willumsson. „Ég hef fylgst vel með þessu og undankeppnin var mjög skemmtileg og góð. Þetta verður bara spennandi,“ sagði Brynjólfur sem fær að æfa áfram með Breiðablik þrátt fyrir að félagið sé búið að selja hann til Kristiansund í Noregi. „Ég æfi bara hjá Breiðablik eins og er og við erum að æfa á fullu. Það er snjór og svona úti en við erum vanir því hérna heima,“ sagði Brynjólfur. Davíð Snorri Jónsson er tekinn við 21 árs landsliðinu og því verður ekki sami þjálfari í úrslitakeppninni og í undankeppninni. Arnar Þór Viðarsson og Eiður Smári Guðjohnsen tóku eins og kunnugt er við A-landsliðinu á dögunum. „Það voru æfingar um daginn og þær voru mjög flottar. Ég hef unnið með honum áður því hann var aðstoðarþjálfari í U-19 liðinu. Mér lýst bara mjög vel á hann og við höfum náð vel saman,“ sagði Brynjólfur. Klippa: Brynjólfur um EM U21 Davíð Snorri fær það erfiða verkefni að velja leikmenn í EM-hópinn sinn í miðjum heimsfaraldri og þegar A-landsliðið er að keppa á sama tíma. Það er ekki víst hvaða leikmenn fá leyfi frá félögum sínum að fara á mótið og svo er heldur ekki ljóst hvaða leikmenn verða teknir upp í A-landsliðið. „Maður er spenntur og þarf að bíða eftir fréttum en svona eru bara aðstæðurnar í dag. Ég þarf bara að vera þolinmóður, halda mér í formi og vera klár þegar kallið kemur,“ sagði Brynjólfur en hann bjartsýnn á það að vera í hópnum. „Ef ég held áfram að standa mig svona og verð í formi þá myndi ég halda það að ég fái að vera með,“ sagði Brynjólfur. „Við erum allir mjög góðir vinir og ég hef talað við strákana. Það eru allir mjög spenntir fyrir þessu af þeim sem hafa tekið þátt í þessum verkefnum. Það er um leið gríðarleg samkeppni þarna og það er ekkert grín að vera valinn í þennan hóp,“ sagði Brynjólfur. Ísland er í riðli á EM með Danmörku, Rússlandi og Frakklandi. „Þetta eru mjög sterk lið en við erum búnir að sýna það í undankeppninni að við getum unnið hvaða lið sem er ef við erum allir á sömu blaðsíðu og gefum allt okkar í alla leiki“ sagði Brynjólfur en það má sjá viðtalið við hann hér fyrir ofan. EM U21 í fótbolta 2021 Pepsi Max-deild karla Breiðablik Tengdar fréttir Brynjólfur til Noregs eftir EM: Leikmaður sem stuðningsmenn gætu dýrkað Knattspyrnumaðurinn Brynjólfur Andersen Willumsson er orðinn leikmaður Kristiansund en norska félagið er sagt kaupa Brynjólf fyrir metfé. 9. mars 2021 15:23 Brynjólfur sagður stinga sér til Kristiansunds fyrir metfé Norska úrvalsdeildarfélagið Kristiansund hefur náð samkomulagi við Breiðablik um kaup á knattspyrnumanninum unga Brynjólfi Andersen Willumssyni. 5. mars 2021 16:30 Mest lesið Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Handbolti „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Enski boltinn „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Íslenski boltinn Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Enski boltinn Fleiri fréttir Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri Sjáðu endurkomu Breiðabliks gegn Virtus og markið sem VAR dæmdi af „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Sjá meira
Svava Kristín Grétarsdóttir hitti Brynjólf í gær og ræddi meðal annars við hann um úrslitakeppni EM sem Ísland fær að keppa við bestu 21 árs landslið álfunnar. „Ég er mjög spenntur fyrir þessu og er bara að bíða eftir því að það verði valið í þennan hóp,“ sagði Brynjólfur Andersen Willumsson. „Ég hef fylgst vel með þessu og undankeppnin var mjög skemmtileg og góð. Þetta verður bara spennandi,“ sagði Brynjólfur sem fær að æfa áfram með Breiðablik þrátt fyrir að félagið sé búið að selja hann til Kristiansund í Noregi. „Ég æfi bara hjá Breiðablik eins og er og við erum að æfa á fullu. Það er snjór og svona úti en við erum vanir því hérna heima,“ sagði Brynjólfur. Davíð Snorri Jónsson er tekinn við 21 árs landsliðinu og því verður ekki sami þjálfari í úrslitakeppninni og í undankeppninni. Arnar Þór Viðarsson og Eiður Smári Guðjohnsen tóku eins og kunnugt er við A-landsliðinu á dögunum. „Það voru æfingar um daginn og þær voru mjög flottar. Ég hef unnið með honum áður því hann var aðstoðarþjálfari í U-19 liðinu. Mér lýst bara mjög vel á hann og við höfum náð vel saman,“ sagði Brynjólfur. Klippa: Brynjólfur um EM U21 Davíð Snorri fær það erfiða verkefni að velja leikmenn í EM-hópinn sinn í miðjum heimsfaraldri og þegar A-landsliðið er að keppa á sama tíma. Það er ekki víst hvaða leikmenn fá leyfi frá félögum sínum að fara á mótið og svo er heldur ekki ljóst hvaða leikmenn verða teknir upp í A-landsliðið. „Maður er spenntur og þarf að bíða eftir fréttum en svona eru bara aðstæðurnar í dag. Ég þarf bara að vera þolinmóður, halda mér í formi og vera klár þegar kallið kemur,“ sagði Brynjólfur en hann bjartsýnn á það að vera í hópnum. „Ef ég held áfram að standa mig svona og verð í formi þá myndi ég halda það að ég fái að vera með,“ sagði Brynjólfur. „Við erum allir mjög góðir vinir og ég hef talað við strákana. Það eru allir mjög spenntir fyrir þessu af þeim sem hafa tekið þátt í þessum verkefnum. Það er um leið gríðarleg samkeppni þarna og það er ekkert grín að vera valinn í þennan hóp,“ sagði Brynjólfur. Ísland er í riðli á EM með Danmörku, Rússlandi og Frakklandi. „Þetta eru mjög sterk lið en við erum búnir að sýna það í undankeppninni að við getum unnið hvaða lið sem er ef við erum allir á sömu blaðsíðu og gefum allt okkar í alla leiki“ sagði Brynjólfur en það má sjá viðtalið við hann hér fyrir ofan.
EM U21 í fótbolta 2021 Pepsi Max-deild karla Breiðablik Tengdar fréttir Brynjólfur til Noregs eftir EM: Leikmaður sem stuðningsmenn gætu dýrkað Knattspyrnumaðurinn Brynjólfur Andersen Willumsson er orðinn leikmaður Kristiansund en norska félagið er sagt kaupa Brynjólf fyrir metfé. 9. mars 2021 15:23 Brynjólfur sagður stinga sér til Kristiansunds fyrir metfé Norska úrvalsdeildarfélagið Kristiansund hefur náð samkomulagi við Breiðablik um kaup á knattspyrnumanninum unga Brynjólfi Andersen Willumssyni. 5. mars 2021 16:30 Mest lesið Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Handbolti „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Enski boltinn „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Íslenski boltinn Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Enski boltinn Fleiri fréttir Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri Sjáðu endurkomu Breiðabliks gegn Virtus og markið sem VAR dæmdi af „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Sjá meira
Brynjólfur til Noregs eftir EM: Leikmaður sem stuðningsmenn gætu dýrkað Knattspyrnumaðurinn Brynjólfur Andersen Willumsson er orðinn leikmaður Kristiansund en norska félagið er sagt kaupa Brynjólf fyrir metfé. 9. mars 2021 15:23
Brynjólfur sagður stinga sér til Kristiansunds fyrir metfé Norska úrvalsdeildarfélagið Kristiansund hefur náð samkomulagi við Breiðablik um kaup á knattspyrnumanninum unga Brynjólfi Andersen Willumssyni. 5. mars 2021 16:30