Heyrðu hljóðið í vindinum og leysitæki á Mars Kjartan Kjartansson skrifar 11. mars 2021 16:29 Nærmynd af steini úr SuperCam-mælitæki Perseverance. Steinninn hlaut heitið Máaz. Það þýðir Mars á tungumáli Navajo-frumbyggja í Norður-Ameríku. Hann reyndist úr basalti. NASA/JPL-Caltech/LANL/CNES/CNRS Hljóðupptökur úr leysimælitæki bandaríska könnunarjeppans Perseverance á Mars hafa nú verið birtar opinberlega. Á þeim má heyra gnauðandi vindinn á nágrannareikistjörnunni og hljóðið í leysigeisla sem er skotið á steina. SuperCam-mælitækinu er ætlað að greina steina úr fjarlægð. Leysigeisli sem það skýtur veitir upplýsingar um efnasamsetningu steinanna. Tækið er einnig búið hljóðnema en hljóðið í geislanum þegar hann skellur á steinunum gefur vísindamönnum hugmynd um hversu harðir þeir eru. Það hjálpar til þegar efnasamsetning er keimlík. „Tökum sem dæmi kalkstein og marmara. Þessi tvö efni hafa nákvæmlega sömu efnasamsetningu, kalsíumkarbónat, en gerólíka efniseiginleika,“ útskýrir Naomi Murdoch frá Loftsiglinga- og geimstofnun Frakklands fyrir breska ríkisútvarpinu BBC. Fyrsti steinninn sem var skoðaður með SuperCam reyndist vera basalt en ofgnótt er af bergtegundinni á Mars. Bandaríska geimvísindastofnunin NASA hefur nú birt hljópupptækur úr SuperCam-tækinu. Í einni þeirra heyrast reglulegir smellir í leysigeislanum þegar hann skellur á steinum. Í annarri má hlusta á marsneska vindinn hvína. NASA · First Acoustic Recording of Laser Shots on Mars Perseverance lenti á Mars 18. febrúar. Meginmarkmið leiðangursins er að leita að merkjum um líf sem menn telja ekki útilokað að gæti hafa þrifist á Mars í fyrndinni þegar aðstæður þar voru mun lífvænlegri en nú. NASA · First Audio Recording of Sounds on Mars Mars Geimurinn Vísindi Tækni Tengdar fréttir Fyrsta ökuferð Perseverance á rauðu reikistjörnunni Bandaríski könnunarjeppinn Perseverance notaði hjól sín í fyrsta skipti og ók stuttan spöl á reikistjörnunni Mars í gær. Enn er verið að búa tæki og tól jeppans fyrir fimmtán kílómetra langt ferðalag um yfirborð reikistjörnunnar næstu tvö árin. 5. mars 2021 23:39 Byrja að þróa tækni til að sækja sýni Perseverance og koma þeim til jarðar Geimvísindastofnun Bandaríkjanna hefur gert samning við fyrirtækið Northrop Gumman Systems um að þróa leið til að koma jarðvegssýnum af yfirborði Mars og til jarðarinnar. 5. mars 2021 12:59 NASA birtir myndband af lendingu Preseverance á Mars NASA birti í dag myndband af sögulegri lendingu vélmennisins Preseverance á Mars í síðustu viku. Myndbandið sýnir síðustu mínúturnar af, að margra mati spennuþrungnum, aðdragandanum að lendingunni og af lendingunni sjálfri þegar hjól vélmennisins, eða geimjeppans, snertu loks yfirborð plánetunnar. 22. febrúar 2021 23:03 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Gular viðvaranir vegna snjókomunnar suðvestantil Veður Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Fleiri fréttir Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Sjá meira
SuperCam-mælitækinu er ætlað að greina steina úr fjarlægð. Leysigeisli sem það skýtur veitir upplýsingar um efnasamsetningu steinanna. Tækið er einnig búið hljóðnema en hljóðið í geislanum þegar hann skellur á steinunum gefur vísindamönnum hugmynd um hversu harðir þeir eru. Það hjálpar til þegar efnasamsetning er keimlík. „Tökum sem dæmi kalkstein og marmara. Þessi tvö efni hafa nákvæmlega sömu efnasamsetningu, kalsíumkarbónat, en gerólíka efniseiginleika,“ útskýrir Naomi Murdoch frá Loftsiglinga- og geimstofnun Frakklands fyrir breska ríkisútvarpinu BBC. Fyrsti steinninn sem var skoðaður með SuperCam reyndist vera basalt en ofgnótt er af bergtegundinni á Mars. Bandaríska geimvísindastofnunin NASA hefur nú birt hljópupptækur úr SuperCam-tækinu. Í einni þeirra heyrast reglulegir smellir í leysigeislanum þegar hann skellur á steinum. Í annarri má hlusta á marsneska vindinn hvína. NASA · First Acoustic Recording of Laser Shots on Mars Perseverance lenti á Mars 18. febrúar. Meginmarkmið leiðangursins er að leita að merkjum um líf sem menn telja ekki útilokað að gæti hafa þrifist á Mars í fyrndinni þegar aðstæður þar voru mun lífvænlegri en nú. NASA · First Audio Recording of Sounds on Mars
Mars Geimurinn Vísindi Tækni Tengdar fréttir Fyrsta ökuferð Perseverance á rauðu reikistjörnunni Bandaríski könnunarjeppinn Perseverance notaði hjól sín í fyrsta skipti og ók stuttan spöl á reikistjörnunni Mars í gær. Enn er verið að búa tæki og tól jeppans fyrir fimmtán kílómetra langt ferðalag um yfirborð reikistjörnunnar næstu tvö árin. 5. mars 2021 23:39 Byrja að þróa tækni til að sækja sýni Perseverance og koma þeim til jarðar Geimvísindastofnun Bandaríkjanna hefur gert samning við fyrirtækið Northrop Gumman Systems um að þróa leið til að koma jarðvegssýnum af yfirborði Mars og til jarðarinnar. 5. mars 2021 12:59 NASA birtir myndband af lendingu Preseverance á Mars NASA birti í dag myndband af sögulegri lendingu vélmennisins Preseverance á Mars í síðustu viku. Myndbandið sýnir síðustu mínúturnar af, að margra mati spennuþrungnum, aðdragandanum að lendingunni og af lendingunni sjálfri þegar hjól vélmennisins, eða geimjeppans, snertu loks yfirborð plánetunnar. 22. febrúar 2021 23:03 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Gular viðvaranir vegna snjókomunnar suðvestantil Veður Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Fleiri fréttir Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Sjá meira
Fyrsta ökuferð Perseverance á rauðu reikistjörnunni Bandaríski könnunarjeppinn Perseverance notaði hjól sín í fyrsta skipti og ók stuttan spöl á reikistjörnunni Mars í gær. Enn er verið að búa tæki og tól jeppans fyrir fimmtán kílómetra langt ferðalag um yfirborð reikistjörnunnar næstu tvö árin. 5. mars 2021 23:39
Byrja að þróa tækni til að sækja sýni Perseverance og koma þeim til jarðar Geimvísindastofnun Bandaríkjanna hefur gert samning við fyrirtækið Northrop Gumman Systems um að þróa leið til að koma jarðvegssýnum af yfirborði Mars og til jarðarinnar. 5. mars 2021 12:59
NASA birtir myndband af lendingu Preseverance á Mars NASA birti í dag myndband af sögulegri lendingu vélmennisins Preseverance á Mars í síðustu viku. Myndbandið sýnir síðustu mínúturnar af, að margra mati spennuþrungnum, aðdragandanum að lendingunni og af lendingunni sjálfri þegar hjól vélmennisins, eða geimjeppans, snertu loks yfirborð plánetunnar. 22. febrúar 2021 23:03