WHO: Ekki ástæða til að hætta að nota bóluefni AstraZeneca Kjartan Kjartansson skrifar 12. mars 2021 16:48 Ekker hefur komið fram sem bendir til tengsla á milli bóluefnis AstraZeneca og blóðtappa í fólki. Tilkynnt er um veikindi í kjölfar bólusetningar til að kanna allar mögulegar aukaverkanir en það þýðir ekki að bóluefnið hafi haft nokkuð um veikindin að segja. Vísir/EPA Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) telur ekki ástæðu fyrir lönd að hætta að nota bóluefni AstraZeneca gegn kórónuveirunni. Ekkert bendi til þess að bóluefnið geti valdið blóðtappa. Ísland er á meðal þeirra ríkja sem hafa stöðvað bólusetningar með efninu tímabundið í öryggisskyni. Ákvörðun íslenskra yfirvalda kom í kjölfar þess að Danir hættu að nota AstraZeneca-bóluefnið í tvær vikur vegna tilkynninga um mögulega alvarlegar aukaverkanir. Norðmenn hættu einnig að gefa bóluefnið. Margaret Harris, talsmaður WHO, segir ekki innistæðu fyrir áhyggjum af því að bóluefnið geti valdið blóðtappa. Bóluefnið sé ágætt og lönd ættu að halda áfram notkun þess. Breska ríkisútvarpið BBC segir að þegar hafi um fimm milljónir Evrópubúa fengið bóluefni AstraZeneca. Um þrjátíu tilkynningar hafa borist um að fólk sem fékk blóðtapa eftir að það fékk bóluefnið, þar á meðal um eitt dauðsfall á Ítalíu. Ekki hefur verið sýnt fram á neitt orsakasamhengi á milli bólusetningarinnar og blóðtappanna, að sögn Harris. Lyfjastofnun Evrópu hefur tekið í sama streng. AstraZeneca segir að hlutfall þeirra sem hafa fengið blóðtappa eftir að hafa fengið bóluefnið sé raunar töluvert lægra en búast mætti við í svo stórum hópi fólks almennt. BBC segir að í Bretlandi hafi ellefu milljónir manna fengið að minnsta kosti einn skammt af bóluefninu og engin merki séu um aukna dánartíðni eða tíðni blóðtappa í þeim hópi. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Bólusetningar Tengdar fréttir Bólusetningaráætlun færist aftur um mánuð vegna seinkunar hjá AstraZeneca Tafir verða á afhendingu bóluefnis frá AstraZeneca til allra landa í samstarfi Evrópuþjóða um kaup á bólefni, þar á meðal Íslands. Vegna þessa er gert ráð fyrir því að tímaáætlanir um bólusetningar færist aftur um um það bil fjórar vikur. 12. mars 2021 15:39 Þrjár tilkynningar um blóðtappa í kjölfar bólusetningar hér á landi Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunar Íslands, segir að þrír hafi tilkynnt um að hafa fengið blóðtappa í kjölfar bólusetningar. Einstaklingarnir höfðu verið bólusettir með sínu hvoru bóluefninu, bóluefni AstraZeneca, Moderna og Pfizer. 11. mars 2021 18:46 Ekkert bendi til tengsla AstraZeneca við blóðtappa Sérfræðingur í ónæmissfræðum segir ekkert benda til þess að tilfelli blóðtappa í Evrópu tengist bólusetningu með bóluefni AstraZeneca. Lyfjastofnun Evrópu heldur hinu sama fram í tilkynningu í dag og mælir áfram með bóluefni AstraZeneca. 11. mars 2021 16:55 Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Sjá meira
Ákvörðun íslenskra yfirvalda kom í kjölfar þess að Danir hættu að nota AstraZeneca-bóluefnið í tvær vikur vegna tilkynninga um mögulega alvarlegar aukaverkanir. Norðmenn hættu einnig að gefa bóluefnið. Margaret Harris, talsmaður WHO, segir ekki innistæðu fyrir áhyggjum af því að bóluefnið geti valdið blóðtappa. Bóluefnið sé ágætt og lönd ættu að halda áfram notkun þess. Breska ríkisútvarpið BBC segir að þegar hafi um fimm milljónir Evrópubúa fengið bóluefni AstraZeneca. Um þrjátíu tilkynningar hafa borist um að fólk sem fékk blóðtapa eftir að það fékk bóluefnið, þar á meðal um eitt dauðsfall á Ítalíu. Ekki hefur verið sýnt fram á neitt orsakasamhengi á milli bólusetningarinnar og blóðtappanna, að sögn Harris. Lyfjastofnun Evrópu hefur tekið í sama streng. AstraZeneca segir að hlutfall þeirra sem hafa fengið blóðtappa eftir að hafa fengið bóluefnið sé raunar töluvert lægra en búast mætti við í svo stórum hópi fólks almennt. BBC segir að í Bretlandi hafi ellefu milljónir manna fengið að minnsta kosti einn skammt af bóluefninu og engin merki séu um aukna dánartíðni eða tíðni blóðtappa í þeim hópi.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Bólusetningar Tengdar fréttir Bólusetningaráætlun færist aftur um mánuð vegna seinkunar hjá AstraZeneca Tafir verða á afhendingu bóluefnis frá AstraZeneca til allra landa í samstarfi Evrópuþjóða um kaup á bólefni, þar á meðal Íslands. Vegna þessa er gert ráð fyrir því að tímaáætlanir um bólusetningar færist aftur um um það bil fjórar vikur. 12. mars 2021 15:39 Þrjár tilkynningar um blóðtappa í kjölfar bólusetningar hér á landi Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunar Íslands, segir að þrír hafi tilkynnt um að hafa fengið blóðtappa í kjölfar bólusetningar. Einstaklingarnir höfðu verið bólusettir með sínu hvoru bóluefninu, bóluefni AstraZeneca, Moderna og Pfizer. 11. mars 2021 18:46 Ekkert bendi til tengsla AstraZeneca við blóðtappa Sérfræðingur í ónæmissfræðum segir ekkert benda til þess að tilfelli blóðtappa í Evrópu tengist bólusetningu með bóluefni AstraZeneca. Lyfjastofnun Evrópu heldur hinu sama fram í tilkynningu í dag og mælir áfram með bóluefni AstraZeneca. 11. mars 2021 16:55 Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Sjá meira
Bólusetningaráætlun færist aftur um mánuð vegna seinkunar hjá AstraZeneca Tafir verða á afhendingu bóluefnis frá AstraZeneca til allra landa í samstarfi Evrópuþjóða um kaup á bólefni, þar á meðal Íslands. Vegna þessa er gert ráð fyrir því að tímaáætlanir um bólusetningar færist aftur um um það bil fjórar vikur. 12. mars 2021 15:39
Þrjár tilkynningar um blóðtappa í kjölfar bólusetningar hér á landi Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunar Íslands, segir að þrír hafi tilkynnt um að hafa fengið blóðtappa í kjölfar bólusetningar. Einstaklingarnir höfðu verið bólusettir með sínu hvoru bóluefninu, bóluefni AstraZeneca, Moderna og Pfizer. 11. mars 2021 18:46
Ekkert bendi til tengsla AstraZeneca við blóðtappa Sérfræðingur í ónæmissfræðum segir ekkert benda til þess að tilfelli blóðtappa í Evrópu tengist bólusetningu með bóluefni AstraZeneca. Lyfjastofnun Evrópu heldur hinu sama fram í tilkynningu í dag og mælir áfram með bóluefni AstraZeneca. 11. mars 2021 16:55