„Glover klúðrar þessu sjálfur með því að vera sjálfselskur“ Atli Arason skrifar 13. mars 2021 07:00 Baldur Þór [t.h.] er þjálfari Tindastóls Vísir/Daniel Thor Baldur Þór var sáttur með liðsheildina að loknum sigrinum í Njarðvík. Hann hafði lítinn áhuga að ræða Shawn Glover sem er nú horfinn á braut. „Ég er hrikalega ánægður með sigur á útivelli,“ sagði Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari Tindastóls, í viðtali strax eftir leik áður en hann bætti við, „Varnarleikurinn var góður en svo er þetta bara gaman. Það er skemmtilegt að vera saman, það er skemmtilegt að vera í liði. Liðsandinn er þannig að menn eru gefa hvorum öðrum orku. Menn eru skemmtilegir og það bara skilar þessu.“ Það hefur fátt verið eins umtalað og framkoma Shawn Glover í síðasta leik Tindastóls gegn KR þar sem óstaðfestar fregnir bárust að Glover hafi neitað að spila leikinn. Fyrir leik var Baldur spurður út í þetta þar sem hann talaði í kringum málið. Baldur svaraði einfalt og stutt, „Við erum komnir með nýjan mann og Glover fann hvað var í gangi. Hann er náttúrlega bara kominn heim til sín.“ Þetta mál er greinilega viðkvæmt því þegar gengið var á Baldur í viðtali eftir leik, hvort að Glover hefði í raun og veru neitað að spila leikinn brást Baldur ekki vel við. „Ertu að spyrja mig sömu spurninguna og þú spurðir mig fyrir leik?“ spurði Baldur, áður en hann hélt áfram eftir að spyrill bað um skýrari svör. „Honum þótti óþægilegt að spila með öðrum leikmönnum. Við fórum bara fyrir þetta en í sjálfu sér erum við bara komnir með annan flottan mann inn í þetta. Við vorum aldrei að fara í tveggja Kana dæmi. Glover klúðrar þessu sjálfur með því að vera sjálfselskur.“ Flenard Whitfield er Kaninn sem kom inn í lið Tindastóls fyrir Glover og Baldur er gífurlega ánægður með það hvernig Whitfield kemur inn í liðið. „Þetta er allt annað líf, allt annað kemestrí. Þetta er gaman,“ svaraði Baldur aðspurður um Whitfield. Stólarnir eru eftir þennan sigur í kvöld búnir að jafna Val að stigum í sjöunda til áttunda sæti en næsti leikur Tindastóls er einmitt gegn Val á Hlíðarenda. „Í sjálfu sér er þetta bara einn leikur í einu. Deildin er öll erfið og það skiptir ekki máli hvern þú ert að spila við. Valsmenn eru að koma út úr tveimur góðum sigrum og ég reikna bara með hörku leik,“ sagði Baldur að lokum. Körfubolti Íslenski körfuboltinn Dominos-deild karla Tindastóll Tengdar fréttir Umfjöllun: Njarðvík - Tindastóll 74-77 | Stólarnir komnir í 8. sætið en Njarðvík í veseni Tindastóll vann nauman þriggja stiga sigur í Njarðvíkinni í kvöld í spennadi leik. 12. mars 2021 22:30 Mest lesið Myndaveisla frá bardaganum við Luka Körfubolti Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Enski boltinn Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Enski boltinn „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Íslenski boltinn Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Körfubolti Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Körfubolti Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið Körfubolti Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Enski boltinn Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu Körfubolti Fleiri fréttir Myndaveisla frá bardaganum við Luka Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið „Auðvitað er ég svekktur“ „Verðum að þekkja okkar gildi“ „Enginn í heiminum að gera þetta nema hann“ „Var loksins ég sjálfur“ Einkunnir strákanna á móti Slóveníu: Hinn eini sanni Martin stóð upp Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Ísraelar sluppu með skrekkinn Myndaveisla: Besta stuðningsfólk EM brosandi í sólinni Kallar eftir hefnd gegn Doncic EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu „Heiður að spila gegn einum besta leikmanni heims“ Skemmtileg áskorun að greina Doncic Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn „Gulrótin að vinna og henda Slóveníu úr mótinu“ „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Þýskaland vann Bretland með 63 stiga mun EM í dag: Helgin frá helvíti Erfitt að sofa og vera einn með eigin hugsunum Ísland með verstu þriggja stiga nýtinguna á EM „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Besta sætið um Tryggva: „Hafði aldrei heyrt um Eið Smára, Jón Arnór eða Óla Stef“ Bara ofurstjörnur úr NBA með hærra framlag en Tryggvi á EM Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins Sjá meira
„Ég er hrikalega ánægður með sigur á útivelli,“ sagði Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari Tindastóls, í viðtali strax eftir leik áður en hann bætti við, „Varnarleikurinn var góður en svo er þetta bara gaman. Það er skemmtilegt að vera saman, það er skemmtilegt að vera í liði. Liðsandinn er þannig að menn eru gefa hvorum öðrum orku. Menn eru skemmtilegir og það bara skilar þessu.“ Það hefur fátt verið eins umtalað og framkoma Shawn Glover í síðasta leik Tindastóls gegn KR þar sem óstaðfestar fregnir bárust að Glover hafi neitað að spila leikinn. Fyrir leik var Baldur spurður út í þetta þar sem hann talaði í kringum málið. Baldur svaraði einfalt og stutt, „Við erum komnir með nýjan mann og Glover fann hvað var í gangi. Hann er náttúrlega bara kominn heim til sín.“ Þetta mál er greinilega viðkvæmt því þegar gengið var á Baldur í viðtali eftir leik, hvort að Glover hefði í raun og veru neitað að spila leikinn brást Baldur ekki vel við. „Ertu að spyrja mig sömu spurninguna og þú spurðir mig fyrir leik?“ spurði Baldur, áður en hann hélt áfram eftir að spyrill bað um skýrari svör. „Honum þótti óþægilegt að spila með öðrum leikmönnum. Við fórum bara fyrir þetta en í sjálfu sér erum við bara komnir með annan flottan mann inn í þetta. Við vorum aldrei að fara í tveggja Kana dæmi. Glover klúðrar þessu sjálfur með því að vera sjálfselskur.“ Flenard Whitfield er Kaninn sem kom inn í lið Tindastóls fyrir Glover og Baldur er gífurlega ánægður með það hvernig Whitfield kemur inn í liðið. „Þetta er allt annað líf, allt annað kemestrí. Þetta er gaman,“ svaraði Baldur aðspurður um Whitfield. Stólarnir eru eftir þennan sigur í kvöld búnir að jafna Val að stigum í sjöunda til áttunda sæti en næsti leikur Tindastóls er einmitt gegn Val á Hlíðarenda. „Í sjálfu sér er þetta bara einn leikur í einu. Deildin er öll erfið og það skiptir ekki máli hvern þú ert að spila við. Valsmenn eru að koma út úr tveimur góðum sigrum og ég reikna bara með hörku leik,“ sagði Baldur að lokum.
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Dominos-deild karla Tindastóll Tengdar fréttir Umfjöllun: Njarðvík - Tindastóll 74-77 | Stólarnir komnir í 8. sætið en Njarðvík í veseni Tindastóll vann nauman þriggja stiga sigur í Njarðvíkinni í kvöld í spennadi leik. 12. mars 2021 22:30 Mest lesið Myndaveisla frá bardaganum við Luka Körfubolti Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Enski boltinn Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Enski boltinn „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Íslenski boltinn Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Körfubolti Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Körfubolti Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið Körfubolti Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Enski boltinn Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu Körfubolti Fleiri fréttir Myndaveisla frá bardaganum við Luka Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið „Auðvitað er ég svekktur“ „Verðum að þekkja okkar gildi“ „Enginn í heiminum að gera þetta nema hann“ „Var loksins ég sjálfur“ Einkunnir strákanna á móti Slóveníu: Hinn eini sanni Martin stóð upp Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Ísraelar sluppu með skrekkinn Myndaveisla: Besta stuðningsfólk EM brosandi í sólinni Kallar eftir hefnd gegn Doncic EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu „Heiður að spila gegn einum besta leikmanni heims“ Skemmtileg áskorun að greina Doncic Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn „Gulrótin að vinna og henda Slóveníu úr mótinu“ „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Þýskaland vann Bretland með 63 stiga mun EM í dag: Helgin frá helvíti Erfitt að sofa og vera einn með eigin hugsunum Ísland með verstu þriggja stiga nýtinguna á EM „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Besta sætið um Tryggva: „Hafði aldrei heyrt um Eið Smára, Jón Arnór eða Óla Stef“ Bara ofurstjörnur úr NBA með hærra framlag en Tryggvi á EM Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins Sjá meira
Umfjöllun: Njarðvík - Tindastóll 74-77 | Stólarnir komnir í 8. sætið en Njarðvík í veseni Tindastóll vann nauman þriggja stiga sigur í Njarðvíkinni í kvöld í spennadi leik. 12. mars 2021 22:30