Körfubolti

Loks sigur hjá Lakers | Mynd­bönd

Anton Ingi Leifsson skrifar
LeBron með boltann í sigrinum í nótt. Þetta var fyrsti sigur Lakers í síðustu þremur leikjum.
LeBron með boltann í sigrinum í nótt. Þetta var fyrsti sigur Lakers í síðustu þremur leikjum. Harry How/Getty Images

NBA-meistararnir í Los Angeles Lakers unnu fimm stiga sigur á Indiana, 105-100, er liðin mættust í NBA körfuboltanum í nótt. Þetta var fyrsti sigur Lakers í síðustu þremur leikjum liðsins.

Kyle Kuzma átti virkilega góðan leik í liði Lakers. Hann endaði stigahæstur með 24 stig auk þess að taka þrettán fráköst. LeBron James endaði með átján stig og tíu fráköst í sigrinum en Malcom Brogdon gerði 29 stig fyrir Pacers.

Donovan Mitchell var öflugur er Utah vann fimmtán stiga sigur á Houston Rockets, 114-99. Donovan gerði 28 stig, tók sjö fráköst og gaf átta stoðsendingar en stigahæsti leikmaður næturinnar var Zach LaVine.

Hann gerði þrjátíu stig er Chicago Bulls tapaði með ellefu stigum fyrir Miami Heat, 101-90. Þar að auki tók hann sex fráköst og gaf sex stoðsendingar en Jimmy Butler var stigahæstur hjá Miami með 28 stig. Auk þess gaf hann átta stoðsendingar.

Spenna næturinnar var í leik Denver Nuggets og Memphis Grizzlies. Nuggets hafði að endingu betur með einu stigi, 103-102, en Nikola Jokic var stigahæstur hjá Denver með 28 stig. Hann tók fimmtán fráköst og gaf sjö stoðsendingar. Brandon Clarke gerði tuttugu stig fyrir Memphis.

Philadelphia vann fjórða leikinn í röð er liðið vann öruggan sigur á Washington Wizard á heimavelli, lokatölurnar 127-101. Joel Embiid var stigahæstur í liði Philadelphia með 23 stig og tók hann sjö fráköst. Russell Westbrook gerði 25 stig fyrir fyrir Washington og gaf að auki átta stoðsendingar.

Allir leikir dagsins:

Philadelphia - Washington 127-101

Denver - Memphis 103-102

Cleveland - Pelicans 82-116

Miami - Chicago 109-90

Orlando - San Antonio 74-104

Houston - Jazz 99-114

Indiana - Lakers 100-105

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×