Bara toppliðið hefur unnið fleiri leiki síðan að Þórsarar unnu fyrsta sigurinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. mars 2021 13:32 Bakvörðurinn Dedrick Deon Basile sendir hér boltann inn í teig á Andrius Globys. Þeir hafa verið að spila vel með Þórsliðinu. Vísir/Vilhelm Velgengi Þórsara frá Akureyri að undanförnu hefur vakið mikla athygli enda virðast norðanmenn vera líklegir til að segja skilið við fallbaráttuna og tryggja sér sæti í úrslitakeppninni. Þórsliðið hefur nú unnið þrjá síðustu leiki sína og alls sex af síðustu níu leikjum sínum í deildinni. Þórsarar fóru í frábæra ferð suður til höfuðborgarinnar um helgina og unnu þar fimm stiga sigur í Garðabænum á föstudagskvöldið, 91-96, og svo 21 stigs sigur á Haukum á Ásvöllum, 100-79, á sunnudagskvöldið. Þórsarar voru í ellefta sæti fyrir leikina en eru núna komnir upp í sjöunda sætið eftir þessa tvo sigra. Bjarki Armann Oddsson hefur tekist að rífa Þórsliðið upp eftir fimm töp í fyrstu fimm leikjunum.Vísir/Vilhelm Þetta er sérstakt fyrir liðið sem tapaði fyrstu fimm leikjum tímabilsins og flestir bjuggust við að myndi falla úr deildinni. Norðanmenn ætluðu hins vegar ekki að leggja árar í bát þrátt fyrir hrakspár og mótlæti. Þjálfaranum Bjarka Ármanni Oddssyni hefur tekist að snúa við blaðinu og það þrátt fyrir að liðið leiki án bakvarðarins stórefnilega Júlíusar Ágústssonar og hafi misst nýja manninn Ingva Þór Guðmundsson fyrir síðasta leik vegna höfuðhöggs. Þá hefur Kolbeinn Fannar Gíslason misst af síðustu fjórum leikjum. Í miðju öllu þessu mótlæti hefur Þórsliðið unnið þrjá leiki í röð og hefur um leið hrist verulega upp í deildinni. Valur, Tindastóll og Njarðvík eru núna öll komin neðar en Þórsliðið í töflunni og það sem meira er að Þórsarar hafa unnið öll þessi þrjú lið á síðustu mánuðum. Ivan Aurrecoechea er frábær frákastari og frábær leikmaður. Hann er með 23,8 stig og 13,1 frákast að meðaltali í leik.Vísir/Vilhelm Frá því að Þórsarar unnu sinn fyrsta sigur í deildinni, á móti Tindastól 28. janúar, hefur aðeins eitt lið unnið fleiri leiki. Það er lið Keflavíkur sem hefur unnið einum leik meira. Síðasta tap Þórsliðsins var einmitt á móti umræddu Keflavíkurliði 4. mars síðastliðinn. Menn þurfa að fara að passa sig á baráttuglöðu liði Þórsara sem drottnuðu yfir frákastabaráttunni í sigrinum á Stjörnunni og Haukum en í báðum leikjum tók Þórsliðið yfir sextíu prósent frákasta í boði. Frákastabaráttan er líka að skila Þórsliðinu góðum úrslitum en liðið hefur unnið fimm síðustu leikina þar sem Þórsarar hafa tekið fleiri fráköst en andstæðingurinn. Næstu mótherjar Þórsara eru ÍR-ingar sem koma í Höllina á Akureyri á föstudagskvöldið. Þórsarar geta náð ÍR-ingum að stigum með sigri í þeim leik. Besta sigurhlutfall í Domino´s deild karla frá 28. janúar: 1. Keflavík 78% 7 sigrar - 2 töp 2. Þór Ak. 67% 6-3 2. Þór Þorl 67% 6-3 2. Stjarnan 67% 6-3 2. KR 67% 6-3 6. Valur 44% 4-5 6. Tindastóll 44% 4-5 6. ÍR 44% 4-5 6. Höttur 44% 4-5 10. Grindavík 33% 3-6 11. Njarðvík 22% 2-7 11.Haukar 22% 2-7 Hæsta hlutfall frákasta hjá Þórsliðinu í einum leik í Domino´s deild karla í vetur: 62,0% í sigri á Stjörnunni (12. mars) 60,0% í sigri á Haukum (14. mars) 59,7% í tapi á móti KR (25. janúar) 58,7% í tapi á móti ÍR (21. janúar) 57,1% í sigri á Val (31. janúar) 57,0% í tapi á móti Stjörnunni (17. janúar) 52,6% í sigri á Njarðvík (7. febrúar) 50,6% í sigri á Grindavík (7. mars) Dominos-deild karla Þór Akureyri Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Sjá meira
Þórsliðið hefur nú unnið þrjá síðustu leiki sína og alls sex af síðustu níu leikjum sínum í deildinni. Þórsarar fóru í frábæra ferð suður til höfuðborgarinnar um helgina og unnu þar fimm stiga sigur í Garðabænum á föstudagskvöldið, 91-96, og svo 21 stigs sigur á Haukum á Ásvöllum, 100-79, á sunnudagskvöldið. Þórsarar voru í ellefta sæti fyrir leikina en eru núna komnir upp í sjöunda sætið eftir þessa tvo sigra. Bjarki Armann Oddsson hefur tekist að rífa Þórsliðið upp eftir fimm töp í fyrstu fimm leikjunum.Vísir/Vilhelm Þetta er sérstakt fyrir liðið sem tapaði fyrstu fimm leikjum tímabilsins og flestir bjuggust við að myndi falla úr deildinni. Norðanmenn ætluðu hins vegar ekki að leggja árar í bát þrátt fyrir hrakspár og mótlæti. Þjálfaranum Bjarka Ármanni Oddssyni hefur tekist að snúa við blaðinu og það þrátt fyrir að liðið leiki án bakvarðarins stórefnilega Júlíusar Ágústssonar og hafi misst nýja manninn Ingva Þór Guðmundsson fyrir síðasta leik vegna höfuðhöggs. Þá hefur Kolbeinn Fannar Gíslason misst af síðustu fjórum leikjum. Í miðju öllu þessu mótlæti hefur Þórsliðið unnið þrjá leiki í röð og hefur um leið hrist verulega upp í deildinni. Valur, Tindastóll og Njarðvík eru núna öll komin neðar en Þórsliðið í töflunni og það sem meira er að Þórsarar hafa unnið öll þessi þrjú lið á síðustu mánuðum. Ivan Aurrecoechea er frábær frákastari og frábær leikmaður. Hann er með 23,8 stig og 13,1 frákast að meðaltali í leik.Vísir/Vilhelm Frá því að Þórsarar unnu sinn fyrsta sigur í deildinni, á móti Tindastól 28. janúar, hefur aðeins eitt lið unnið fleiri leiki. Það er lið Keflavíkur sem hefur unnið einum leik meira. Síðasta tap Þórsliðsins var einmitt á móti umræddu Keflavíkurliði 4. mars síðastliðinn. Menn þurfa að fara að passa sig á baráttuglöðu liði Þórsara sem drottnuðu yfir frákastabaráttunni í sigrinum á Stjörnunni og Haukum en í báðum leikjum tók Þórsliðið yfir sextíu prósent frákasta í boði. Frákastabaráttan er líka að skila Þórsliðinu góðum úrslitum en liðið hefur unnið fimm síðustu leikina þar sem Þórsarar hafa tekið fleiri fráköst en andstæðingurinn. Næstu mótherjar Þórsara eru ÍR-ingar sem koma í Höllina á Akureyri á föstudagskvöldið. Þórsarar geta náð ÍR-ingum að stigum með sigri í þeim leik. Besta sigurhlutfall í Domino´s deild karla frá 28. janúar: 1. Keflavík 78% 7 sigrar - 2 töp 2. Þór Ak. 67% 6-3 2. Þór Þorl 67% 6-3 2. Stjarnan 67% 6-3 2. KR 67% 6-3 6. Valur 44% 4-5 6. Tindastóll 44% 4-5 6. ÍR 44% 4-5 6. Höttur 44% 4-5 10. Grindavík 33% 3-6 11. Njarðvík 22% 2-7 11.Haukar 22% 2-7 Hæsta hlutfall frákasta hjá Þórsliðinu í einum leik í Domino´s deild karla í vetur: 62,0% í sigri á Stjörnunni (12. mars) 60,0% í sigri á Haukum (14. mars) 59,7% í tapi á móti KR (25. janúar) 58,7% í tapi á móti ÍR (21. janúar) 57,1% í sigri á Val (31. janúar) 57,0% í tapi á móti Stjörnunni (17. janúar) 52,6% í sigri á Njarðvík (7. febrúar) 50,6% í sigri á Grindavík (7. mars)
Besta sigurhlutfall í Domino´s deild karla frá 28. janúar: 1. Keflavík 78% 7 sigrar - 2 töp 2. Þór Ak. 67% 6-3 2. Þór Þorl 67% 6-3 2. Stjarnan 67% 6-3 2. KR 67% 6-3 6. Valur 44% 4-5 6. Tindastóll 44% 4-5 6. ÍR 44% 4-5 6. Höttur 44% 4-5 10. Grindavík 33% 3-6 11. Njarðvík 22% 2-7 11.Haukar 22% 2-7 Hæsta hlutfall frákasta hjá Þórsliðinu í einum leik í Domino´s deild karla í vetur: 62,0% í sigri á Stjörnunni (12. mars) 60,0% í sigri á Haukum (14. mars) 59,7% í tapi á móti KR (25. janúar) 58,7% í tapi á móti ÍR (21. janúar) 57,1% í sigri á Val (31. janúar) 57,0% í tapi á móti Stjörnunni (17. janúar) 52,6% í sigri á Njarðvík (7. febrúar) 50,6% í sigri á Grindavík (7. mars)
Dominos-deild karla Þór Akureyri Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum