Styrktarleikur fyrir Píeta samtökin í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. mars 2021 11:11 Valur leikur í búningum merktum Píeta samtökunum. Leikur Vals og Tindastóls í Origo-höllinni í Domino's deild karla annað kvöld er styrktarleikur fyrir Píeta samtökin sem sinna forvarnarstarfi gegn sjálfsvígum og sjálfsskaða og styðja við aðstandendur. Leikurinn hefst klukkan 20:15 og verður í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport. Útsending byrjar klukkan 19:45 þar sem vakin verður athygli á Píeta samtökunum. „Fyrir um tveimur árum vorum við kynntir fyrir verkefni Geðhjálpar og Rauða krossins sem hét Útmeð'a! sem var forvarnarverkefni gegn sjálfsvígum. Þar var ungt fólk, sérstaklega ungir karlmenn, hvattir til að tala um tilfinningar sínar, opna sig og sækja sér þá hjálp sem þeir gætu þurft á að halda,“ sagði Bergur Ástráðsson, leikmaður Vals, í samtali við Vísi í dag. „Sjálfsvíg eru algengasta dánarorsok íslenskra karlmanna á aldrinum 18-25 ára og þetta tímabil, 2018-19, voru allir leikmenn Vals á þessu aldursbili sem hreyfði við okkur og við vorum með styrktarleik fyrir Útmeð'a! sem gekk mjög vel.“ Valsmenn hafa lagt Píeta samtökunum lið og bæði karla- og kvennalið félagsins leika í treyjum með merki Píeta samtakanna á brjóstinu og munu gera út tímabilið. „Við ákváðum að endurtaka leikinn og styðja við Píeta samtökin. Því miður eru alltof margar sögur af því að fólk sem sækir sér aðstoð lendir á vegg í kerfinu. Þarna koma Píeta samtökin inn. Þau styðjast ekki við biðtíma og síminn hjá þeim er opinn allan sólarhringinn. Þú getur hringt og fengið tíma nánast samstundis. Síðasta nóvember voru tekin 510 viðtöl hjá Píeta samtökunum sem eru um sautján viðtöl á dag. Þau vinna mjög þarft starf og við viljum endilega hjálpa til,“ sagði Bergur. „Við leikmennirnir, sem ungir karlmenn í þessum áhættuhópi, viljum vera talsmenn þessarar baráttu og vera hvati í þessari viðhorfsbreytingu sem hefur átt sér stað á undanförum árum, að það sé í lagi að tjá sig um tilfinningar sínar. Þetta hefur verið tabú alltof lengi en er hægt og rólega að breytast sem betur fer.“ Allur ágóði af miðasölu leiksins annað kvöld rennur til Píeta samtakanna. Einnig er hægt að leggja Píeta samtökunum lið með því leggja inn á reikning 301-26-041041, kennitala: 410416-0690. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan www.pieta.is. Dominos-deild karla Valur Tindastóll Mest lesið Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Körfubolti Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Fleiri fréttir „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Sjá meira
Leikurinn hefst klukkan 20:15 og verður í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport. Útsending byrjar klukkan 19:45 þar sem vakin verður athygli á Píeta samtökunum. „Fyrir um tveimur árum vorum við kynntir fyrir verkefni Geðhjálpar og Rauða krossins sem hét Útmeð'a! sem var forvarnarverkefni gegn sjálfsvígum. Þar var ungt fólk, sérstaklega ungir karlmenn, hvattir til að tala um tilfinningar sínar, opna sig og sækja sér þá hjálp sem þeir gætu þurft á að halda,“ sagði Bergur Ástráðsson, leikmaður Vals, í samtali við Vísi í dag. „Sjálfsvíg eru algengasta dánarorsok íslenskra karlmanna á aldrinum 18-25 ára og þetta tímabil, 2018-19, voru allir leikmenn Vals á þessu aldursbili sem hreyfði við okkur og við vorum með styrktarleik fyrir Útmeð'a! sem gekk mjög vel.“ Valsmenn hafa lagt Píeta samtökunum lið og bæði karla- og kvennalið félagsins leika í treyjum með merki Píeta samtakanna á brjóstinu og munu gera út tímabilið. „Við ákváðum að endurtaka leikinn og styðja við Píeta samtökin. Því miður eru alltof margar sögur af því að fólk sem sækir sér aðstoð lendir á vegg í kerfinu. Þarna koma Píeta samtökin inn. Þau styðjast ekki við biðtíma og síminn hjá þeim er opinn allan sólarhringinn. Þú getur hringt og fengið tíma nánast samstundis. Síðasta nóvember voru tekin 510 viðtöl hjá Píeta samtökunum sem eru um sautján viðtöl á dag. Þau vinna mjög þarft starf og við viljum endilega hjálpa til,“ sagði Bergur. „Við leikmennirnir, sem ungir karlmenn í þessum áhættuhópi, viljum vera talsmenn þessarar baráttu og vera hvati í þessari viðhorfsbreytingu sem hefur átt sér stað á undanförum árum, að það sé í lagi að tjá sig um tilfinningar sínar. Þetta hefur verið tabú alltof lengi en er hægt og rólega að breytast sem betur fer.“ Allur ágóði af miðasölu leiksins annað kvöld rennur til Píeta samtakanna. Einnig er hægt að leggja Píeta samtökunum lið með því leggja inn á reikning 301-26-041041, kennitala: 410416-0690. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan www.pieta.is.
Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan www.pieta.is.
Dominos-deild karla Valur Tindastóll Mest lesið Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Körfubolti Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Fleiri fréttir „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Sjá meira