Telja blóðtappa heiftarleg ónæmisviðbrögð við bóluefninu Kjartan Kjartansson skrifar 18. mars 2021 12:30 Bóluefni AstraZeneca er gefið fólki yngra en 65 ára. Vísir/vilhelm Rannsakendur við Háskólasjúkrahúsið í Osló telja að bóluefni AstraZeneca hafi valdið blóðtappa í þremur heilbrigðisstarfsmönnum þar. Efnið hafi valdið sterku ónæmissvari í fólkinu sem hafi orskaða blóðtappa. Noregur var fyrsta landið til að stöðva notkun bóluefnis AstraZeneca tímabundið eftir að þrír heilbrigðisstarfsmenn sem eru allir yngri en fimmtugir fengu blóðtappa og óvenjulegar blæðingar eftir að þeir voru bólusettir gegn kórónuveirunni. Einn þeirra er nú látinn. Pål Andre Holme, prófessor við háskólasjúkrahúsið í Osló, segir að rannsókn hafi staðfest að ónæmissvar við bóluefninu hafi valdið blæðingunum. Fólkið hafi ekki átt sér aðra sjúkrasögu sem gæti útskýrt veikindi þess. „Það er ekkert annað en bóluefnið sem getur skýrt að við höfum fengið þessa ónæmissvörun,“ segir Holme við norska blaðið VG. Við rannsóknina hafi fundist ákveðið mótefni við blóðflögum í bóluefninu. Holme leggur áherslu á að það séu ekki mótefni sem eru almennt í blóði sem hafi valdið ónæmissvarinu í heilbrigðisstarfsmönnunum. Bóluefnið virki þannig að það veki ónæmissvör og fá líkamanna til að mynda mótefni. „Sum mótefni geta brugðist við þannig að þau virkja blóðflögurnar, eins og í þessum tilfellum, og valdið blóðtappa,“ segir Holme. Íslensk yfirvöld ákváðu að stöðva notkun bóluefnis AstraZeneca í síðustu viku. Lyfjastofnun Evrópu og Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) hafa sagt engar vísbendingar fyrir orsakasamhengi á milli bóluefnisins og blóðtappanna. Yfirmaður WHO í Evrópu hvatti Evrópuríki til þess að halda notkun bóluefnisins áfram í dag. Niðurstöður rannsóknar evrópsku lyfjastofnunnarinnar á mögulegum aukaverkunum bóluefninsins eiga að liggja fyrir í dag. Fréttin hefur verið uppfærð. Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Noregur Tengdar fréttir Von á niðurstöðu um eittleytið Lyfjastofnun Evrópu fundar nú um bóluefni AstraZeneca gegn kórónuveirunni og mögulegt orsakasamhengi við blóðtappa. Niðurstöðu er að vænta um klukkan eitt. 18. mars 2021 12:01 WHO ráðleggur Evrópuríkjum að nota bóluefni AstraZeneca Yfirmaður Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) hvatti Evrópuríkja til þess að halda áfram að nota bóluefni AstraZeneca gegn kórónuveirunni þrátt fyrir nokkrar tilkynningar um blóðtappa. Bóluefnið bjargi mannslífum og ábati af því vegi mun þyngra en áhættan. 18. mars 2021 11:50 Mest lesið Samfélagið í Árbæ harmi slegið vegna andláts Maciej Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Erlent Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Erlent Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Innlent María Kristjánsdóttir er látin Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2024 Innlent Snjóþekja og skafrenningur gætu sett strik í reikninginn Innlent Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Innlent „Mjög margir sem gleyma því og eru þá eins og beljur á svelli“ Innlent Fleiri fréttir Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Þetta orsakaði kuldabola sem herjaði á íbúa Nuuk Rannsaka flugflotann í kjölfar slyssins Uppskerubrestur og þungar horfur vegna veðurofsans Jimmy Carter látinn Sjö daga þjóðarsorg lýst yfir í Suður-Kóreu Urðu úti við leit að Stórfæti Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Olivia Hussey er látin Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Sjá meira
Noregur var fyrsta landið til að stöðva notkun bóluefnis AstraZeneca tímabundið eftir að þrír heilbrigðisstarfsmenn sem eru allir yngri en fimmtugir fengu blóðtappa og óvenjulegar blæðingar eftir að þeir voru bólusettir gegn kórónuveirunni. Einn þeirra er nú látinn. Pål Andre Holme, prófessor við háskólasjúkrahúsið í Osló, segir að rannsókn hafi staðfest að ónæmissvar við bóluefninu hafi valdið blæðingunum. Fólkið hafi ekki átt sér aðra sjúkrasögu sem gæti útskýrt veikindi þess. „Það er ekkert annað en bóluefnið sem getur skýrt að við höfum fengið þessa ónæmissvörun,“ segir Holme við norska blaðið VG. Við rannsóknina hafi fundist ákveðið mótefni við blóðflögum í bóluefninu. Holme leggur áherslu á að það séu ekki mótefni sem eru almennt í blóði sem hafi valdið ónæmissvarinu í heilbrigðisstarfsmönnunum. Bóluefnið virki þannig að það veki ónæmissvör og fá líkamanna til að mynda mótefni. „Sum mótefni geta brugðist við þannig að þau virkja blóðflögurnar, eins og í þessum tilfellum, og valdið blóðtappa,“ segir Holme. Íslensk yfirvöld ákváðu að stöðva notkun bóluefnis AstraZeneca í síðustu viku. Lyfjastofnun Evrópu og Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) hafa sagt engar vísbendingar fyrir orsakasamhengi á milli bóluefnisins og blóðtappanna. Yfirmaður WHO í Evrópu hvatti Evrópuríki til þess að halda notkun bóluefnisins áfram í dag. Niðurstöður rannsóknar evrópsku lyfjastofnunnarinnar á mögulegum aukaverkunum bóluefninsins eiga að liggja fyrir í dag. Fréttin hefur verið uppfærð.
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Noregur Tengdar fréttir Von á niðurstöðu um eittleytið Lyfjastofnun Evrópu fundar nú um bóluefni AstraZeneca gegn kórónuveirunni og mögulegt orsakasamhengi við blóðtappa. Niðurstöðu er að vænta um klukkan eitt. 18. mars 2021 12:01 WHO ráðleggur Evrópuríkjum að nota bóluefni AstraZeneca Yfirmaður Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) hvatti Evrópuríkja til þess að halda áfram að nota bóluefni AstraZeneca gegn kórónuveirunni þrátt fyrir nokkrar tilkynningar um blóðtappa. Bóluefnið bjargi mannslífum og ábati af því vegi mun þyngra en áhættan. 18. mars 2021 11:50 Mest lesið Samfélagið í Árbæ harmi slegið vegna andláts Maciej Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Erlent Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Erlent Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Innlent María Kristjánsdóttir er látin Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2024 Innlent Snjóþekja og skafrenningur gætu sett strik í reikninginn Innlent Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Innlent „Mjög margir sem gleyma því og eru þá eins og beljur á svelli“ Innlent Fleiri fréttir Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Þetta orsakaði kuldabola sem herjaði á íbúa Nuuk Rannsaka flugflotann í kjölfar slyssins Uppskerubrestur og þungar horfur vegna veðurofsans Jimmy Carter látinn Sjö daga þjóðarsorg lýst yfir í Suður-Kóreu Urðu úti við leit að Stórfæti Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Olivia Hussey er látin Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Sjá meira
Von á niðurstöðu um eittleytið Lyfjastofnun Evrópu fundar nú um bóluefni AstraZeneca gegn kórónuveirunni og mögulegt orsakasamhengi við blóðtappa. Niðurstöðu er að vænta um klukkan eitt. 18. mars 2021 12:01
WHO ráðleggur Evrópuríkjum að nota bóluefni AstraZeneca Yfirmaður Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) hvatti Evrópuríkja til þess að halda áfram að nota bóluefni AstraZeneca gegn kórónuveirunni þrátt fyrir nokkrar tilkynningar um blóðtappa. Bóluefnið bjargi mannslífum og ábati af því vegi mun þyngra en áhættan. 18. mars 2021 11:50