Telja blóðtappa heiftarleg ónæmisviðbrögð við bóluefninu Kjartan Kjartansson skrifar 18. mars 2021 12:30 Bóluefni AstraZeneca er gefið fólki yngra en 65 ára. Vísir/vilhelm Rannsakendur við Háskólasjúkrahúsið í Osló telja að bóluefni AstraZeneca hafi valdið blóðtappa í þremur heilbrigðisstarfsmönnum þar. Efnið hafi valdið sterku ónæmissvari í fólkinu sem hafi orskaða blóðtappa. Noregur var fyrsta landið til að stöðva notkun bóluefnis AstraZeneca tímabundið eftir að þrír heilbrigðisstarfsmenn sem eru allir yngri en fimmtugir fengu blóðtappa og óvenjulegar blæðingar eftir að þeir voru bólusettir gegn kórónuveirunni. Einn þeirra er nú látinn. Pål Andre Holme, prófessor við háskólasjúkrahúsið í Osló, segir að rannsókn hafi staðfest að ónæmissvar við bóluefninu hafi valdið blæðingunum. Fólkið hafi ekki átt sér aðra sjúkrasögu sem gæti útskýrt veikindi þess. „Það er ekkert annað en bóluefnið sem getur skýrt að við höfum fengið þessa ónæmissvörun,“ segir Holme við norska blaðið VG. Við rannsóknina hafi fundist ákveðið mótefni við blóðflögum í bóluefninu. Holme leggur áherslu á að það séu ekki mótefni sem eru almennt í blóði sem hafi valdið ónæmissvarinu í heilbrigðisstarfsmönnunum. Bóluefnið virki þannig að það veki ónæmissvör og fá líkamanna til að mynda mótefni. „Sum mótefni geta brugðist við þannig að þau virkja blóðflögurnar, eins og í þessum tilfellum, og valdið blóðtappa,“ segir Holme. Íslensk yfirvöld ákváðu að stöðva notkun bóluefnis AstraZeneca í síðustu viku. Lyfjastofnun Evrópu og Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) hafa sagt engar vísbendingar fyrir orsakasamhengi á milli bóluefnisins og blóðtappanna. Yfirmaður WHO í Evrópu hvatti Evrópuríki til þess að halda notkun bóluefnisins áfram í dag. Niðurstöður rannsóknar evrópsku lyfjastofnunnarinnar á mögulegum aukaverkunum bóluefninsins eiga að liggja fyrir í dag. Fréttin hefur verið uppfærð. Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Noregur Tengdar fréttir Von á niðurstöðu um eittleytið Lyfjastofnun Evrópu fundar nú um bóluefni AstraZeneca gegn kórónuveirunni og mögulegt orsakasamhengi við blóðtappa. Niðurstöðu er að vænta um klukkan eitt. 18. mars 2021 12:01 WHO ráðleggur Evrópuríkjum að nota bóluefni AstraZeneca Yfirmaður Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) hvatti Evrópuríkja til þess að halda áfram að nota bóluefni AstraZeneca gegn kórónuveirunni þrátt fyrir nokkrar tilkynningar um blóðtappa. Bóluefnið bjargi mannslífum og ábati af því vegi mun þyngra en áhættan. 18. mars 2021 11:50 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Sjá meira
Noregur var fyrsta landið til að stöðva notkun bóluefnis AstraZeneca tímabundið eftir að þrír heilbrigðisstarfsmenn sem eru allir yngri en fimmtugir fengu blóðtappa og óvenjulegar blæðingar eftir að þeir voru bólusettir gegn kórónuveirunni. Einn þeirra er nú látinn. Pål Andre Holme, prófessor við háskólasjúkrahúsið í Osló, segir að rannsókn hafi staðfest að ónæmissvar við bóluefninu hafi valdið blæðingunum. Fólkið hafi ekki átt sér aðra sjúkrasögu sem gæti útskýrt veikindi þess. „Það er ekkert annað en bóluefnið sem getur skýrt að við höfum fengið þessa ónæmissvörun,“ segir Holme við norska blaðið VG. Við rannsóknina hafi fundist ákveðið mótefni við blóðflögum í bóluefninu. Holme leggur áherslu á að það séu ekki mótefni sem eru almennt í blóði sem hafi valdið ónæmissvarinu í heilbrigðisstarfsmönnunum. Bóluefnið virki þannig að það veki ónæmissvör og fá líkamanna til að mynda mótefni. „Sum mótefni geta brugðist við þannig að þau virkja blóðflögurnar, eins og í þessum tilfellum, og valdið blóðtappa,“ segir Holme. Íslensk yfirvöld ákváðu að stöðva notkun bóluefnis AstraZeneca í síðustu viku. Lyfjastofnun Evrópu og Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) hafa sagt engar vísbendingar fyrir orsakasamhengi á milli bóluefnisins og blóðtappanna. Yfirmaður WHO í Evrópu hvatti Evrópuríki til þess að halda notkun bóluefnisins áfram í dag. Niðurstöður rannsóknar evrópsku lyfjastofnunnarinnar á mögulegum aukaverkunum bóluefninsins eiga að liggja fyrir í dag. Fréttin hefur verið uppfærð.
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Noregur Tengdar fréttir Von á niðurstöðu um eittleytið Lyfjastofnun Evrópu fundar nú um bóluefni AstraZeneca gegn kórónuveirunni og mögulegt orsakasamhengi við blóðtappa. Niðurstöðu er að vænta um klukkan eitt. 18. mars 2021 12:01 WHO ráðleggur Evrópuríkjum að nota bóluefni AstraZeneca Yfirmaður Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) hvatti Evrópuríkja til þess að halda áfram að nota bóluefni AstraZeneca gegn kórónuveirunni þrátt fyrir nokkrar tilkynningar um blóðtappa. Bóluefnið bjargi mannslífum og ábati af því vegi mun þyngra en áhættan. 18. mars 2021 11:50 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Sjá meira
Von á niðurstöðu um eittleytið Lyfjastofnun Evrópu fundar nú um bóluefni AstraZeneca gegn kórónuveirunni og mögulegt orsakasamhengi við blóðtappa. Niðurstöðu er að vænta um klukkan eitt. 18. mars 2021 12:01
WHO ráðleggur Evrópuríkjum að nota bóluefni AstraZeneca Yfirmaður Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) hvatti Evrópuríkja til þess að halda áfram að nota bóluefni AstraZeneca gegn kórónuveirunni þrátt fyrir nokkrar tilkynningar um blóðtappa. Bóluefnið bjargi mannslífum og ábati af því vegi mun þyngra en áhættan. 18. mars 2021 11:50