Sú nýjasta hjá Þór/KA æfði með strákum í Úganda frá fimm til fjórtán ára aldurs Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. mars 2021 16:00 Uppruni, ferill og afrek Söndru Nabweteme gera hana að virkilega áhugaverðum leikmanni og verður gaman að sjá hvernig hún mun standa sig í íslensku deildinni í sumar. Instagram/@thorkastelpur Þór/KA hefur styrkt sig með þremur erlendum leikmönnum fyrir komandi tímabil í Pepsi Max deild kvenna í knattspyrnu en leikmennirnir koma frá Bandaríkjunum, Kanada og Úganda. Þór/KA segir frá nýjum erlendum leikmönnum liðsins á miðlum sínum. Þetta eru þær Sandra Nabweteme frá Úganda (framherji), Miranda Smith frá Kanada (miðjumaður) og Colleen Kennedy frá Bandaríkjunum (kantmaður/framherji). Gengið hefur verið frá samningum við þær allar og er unnið að því að fá tilskilin leyfi hjá Útlendingastofnun þannig að KSÍ geti staðfest félagaskipti þeirra. View this post on Instagram A post shared by Þór/KA (@thorkastelpur) Andri Hjörvar Albertsson þjálfari kveðst spenntur fyrir komandi tímabili og þessum nýju leikmönnum en var í suttu spjalli við Instagram síða Þór/KA stelpna. „Með tilkomu þessara þriggja erlendu leikmanna fáum við reynslu inn í hinn unga leikmannahóp okkar og styrkjum ákveðnar stöður á vellinum. Leikmannahópurinn hefur tekið miklum breytingum eftir undanfarin þrjú tímabil, bæði með brotthvarfi erlendra leikmanna og innlendra sem ýmist hafa haldið utan í atvinnumennsku eða til félaga á suðvesturhorninu. Við horfum bjartsýn fram á komandi tímabil og hlökkum til að takast á við þær áskoranir sem bíða okkar. Við bindum miklar vonir við þessa þrjá erlendu leikmenn og vonumst til að þær geri okkar öflugu heimastelpur í Þór/KA enn öflugri,“ sagði Andri Hjörvar. Sandra Nabweteme, sem er fædd árið 1996, er landsliðskona frá Katwe í Úganda. Þar hóf hún að æfa knattspyrnu með strákum þegar hún var fimm ára og æfði með strákum þar til hún varð 14 ára. Sandra hafði hún vakið athygli þjálfara og var boðið í Kawempe Muslim-skólann í Úganda þar sem hún spilaði bæði fyrir skólaliðið og meistaraflokksliðið þegar kvennadeildin var stofnuð 2015. Sandra Nabweteme spilaði tvö tímabil í deildinni í Úganda. Á fyrra tímabilinu skoraði hún 17 mörk í níu leikjum og 23 mörk í 14 leikjum á síðari tímabilinu. Árið 2016 hélt hún til Bandaríkjanna í háskólanám og lék með SWOSU-háskólaliðinu (Southwestern Oklahoma State University) næstu fjögur árin meðfram námi í eðlisverkfræði og stærðfræði. Sandra hélt áfram að raða inn mörkum vestra, spilaði samtals 81 leik með SWOSU-liðinu, skoraði 78 mörk og átti 36 stoðsendingar. Hún átti meðal annars stóran þátt í að liðið vann GAC-deildina (Great American Conference) og vann til margvíslegra viðurkenninga á ferli sínum þar, bæði innan deildarinnar og á landsvísu. Hér fyrir neðan má sjá líka kynningu Þór/KA á hinum leikmönnum liðsins. View this post on Instagram A post shared by Þór/KA (@thorkastelpur) View this post on Instagram A post shared by Þór/KA (@thorkastelpur) Pepsi Max-deild kvenna Þór Akureyri KA Mest lesið Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Handbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Vålerenga fór illa að ráði sínu Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Sjá meira
Þór/KA segir frá nýjum erlendum leikmönnum liðsins á miðlum sínum. Þetta eru þær Sandra Nabweteme frá Úganda (framherji), Miranda Smith frá Kanada (miðjumaður) og Colleen Kennedy frá Bandaríkjunum (kantmaður/framherji). Gengið hefur verið frá samningum við þær allar og er unnið að því að fá tilskilin leyfi hjá Útlendingastofnun þannig að KSÍ geti staðfest félagaskipti þeirra. View this post on Instagram A post shared by Þór/KA (@thorkastelpur) Andri Hjörvar Albertsson þjálfari kveðst spenntur fyrir komandi tímabili og þessum nýju leikmönnum en var í suttu spjalli við Instagram síða Þór/KA stelpna. „Með tilkomu þessara þriggja erlendu leikmanna fáum við reynslu inn í hinn unga leikmannahóp okkar og styrkjum ákveðnar stöður á vellinum. Leikmannahópurinn hefur tekið miklum breytingum eftir undanfarin þrjú tímabil, bæði með brotthvarfi erlendra leikmanna og innlendra sem ýmist hafa haldið utan í atvinnumennsku eða til félaga á suðvesturhorninu. Við horfum bjartsýn fram á komandi tímabil og hlökkum til að takast á við þær áskoranir sem bíða okkar. Við bindum miklar vonir við þessa þrjá erlendu leikmenn og vonumst til að þær geri okkar öflugu heimastelpur í Þór/KA enn öflugri,“ sagði Andri Hjörvar. Sandra Nabweteme, sem er fædd árið 1996, er landsliðskona frá Katwe í Úganda. Þar hóf hún að æfa knattspyrnu með strákum þegar hún var fimm ára og æfði með strákum þar til hún varð 14 ára. Sandra hafði hún vakið athygli þjálfara og var boðið í Kawempe Muslim-skólann í Úganda þar sem hún spilaði bæði fyrir skólaliðið og meistaraflokksliðið þegar kvennadeildin var stofnuð 2015. Sandra Nabweteme spilaði tvö tímabil í deildinni í Úganda. Á fyrra tímabilinu skoraði hún 17 mörk í níu leikjum og 23 mörk í 14 leikjum á síðari tímabilinu. Árið 2016 hélt hún til Bandaríkjanna í háskólanám og lék með SWOSU-háskólaliðinu (Southwestern Oklahoma State University) næstu fjögur árin meðfram námi í eðlisverkfræði og stærðfræði. Sandra hélt áfram að raða inn mörkum vestra, spilaði samtals 81 leik með SWOSU-liðinu, skoraði 78 mörk og átti 36 stoðsendingar. Hún átti meðal annars stóran þátt í að liðið vann GAC-deildina (Great American Conference) og vann til margvíslegra viðurkenninga á ferli sínum þar, bæði innan deildarinnar og á landsvísu. Hér fyrir neðan má sjá líka kynningu Þór/KA á hinum leikmönnum liðsins. View this post on Instagram A post shared by Þór/KA (@thorkastelpur) View this post on Instagram A post shared by Þór/KA (@thorkastelpur)
Pepsi Max-deild kvenna Þór Akureyri KA Mest lesið Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Handbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Vålerenga fór illa að ráði sínu Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Sjá meira