Fasteignasalar á hálum ís? Steinunn Ýr Einarsdóttir og Einar G. Harðarson skrifa 19. mars 2021 07:31 Setning nýrra laga um fasteignaviðskipti árið 2015 var mikið gæfuspor fyrir fasteignasölu á Íslandi. Fagmennska hefur tekið við og nú eru flestir löggiltir fasteignasalar eða nemar í löggildingu sem vinna þetta starf. Í lögunum er skilgreint hlutverk fasteignasala og óhlutdrægni við að vera milliliður um kaup og sölu fasteigna. Hann á sem sagt að vera hlutlaus milliliður og gæta jafnt að hagsmunum kaupenda og seljenda. Það gefur auga leið að þar geta auðveldlega orðið hagsmuna árekstrar en í flestum tilfellum hefur þetta gengið ágætlega. Þvinganir Í dag er staðan þannig á fasteignamarkaðinum að eftirspurn eftir eignum er töluverð umfram framboð. Í dag eru um 900 eignir í sölumeðferð á Reykjavíkursvæðinu miðað við um 4000 þegar jafnvægi er á markaði. Nú er því hart barist um að fá eignir í sölumeðferð. Skiljanlega, allir vilja fá sem mest viðskipti til sín. Þá reynir á siðgæði fasteignasala. Nú hefur borið á því að fasteignasalar neiti að taka við tilboðum frá væntanlegum kaupendum ef þeim líkar ekki skilyrðin sem kaupendur setja. Sumir ganga svo langt að taka ekki við tilboði nema þeir fái eign í sölu hjá sér sem viðkomandi þarf að selja til að geta staðið undir kauptilboði. Þannig þvinga þeir kaupendur til þess að gerast viðskiptavinir hjá sér. Þetta er viðskiptaþvingun sem heftir viðskiptafrelsi fólks og skapar enn frekari ójöfnuð á markaði. Hvað um þá sem eiga ekki eignir? Fá þeir hugsanlega alls ekki að gera kauptilboð hjá viðkomandi fasteignasala? Núna þurfa bæði Neytendastofa og Samkeppniseftirlitið að skoða þessi mál því þau færast í aukana og valda tapi hjá neytendum og hefta eðlilega samkeppni með þvingunum. Kaupendum eru ekki bara sett skilyrði um sölu sinna eigna heldur einnig hvaða söluþóknun þeir þurfa að greiða fasteignasalanum fyrir sölu á sinni eign. Einnig er ekki víst að seljandi fái hæsta verðið ef einhver fær ekki að bjóða í eignina. Enn og aftur þeir verst settu Efnahagskreppan sem við erum nú stödd í kemur einna verst niður á þeim eignalausu þar sem verðbólgan birtist í eignamyndun. Fasteignaverð hefur hækkað um 8% samkvæmt nýjustu tölum á síðustu mánuðum og það er því ljóst að sanngirni á fasteignamarkaði hefur veruleg áhrif á jöfnuð í samfélaginu og að ungt fólk geti eignast sína fyrstu eign. Þar er ábyrgð fasteignasala mikil. Þeir eru að hlutast til um framtíð fólks, ungs fólks sem ekki á eign og möguleika þeirra á fjárfestingum. Að neita fólki um að gera tilboð í fasteign eða að þvinga það til viðskiptasamninga við sig til þess að fá að gera kauptilboð í eign hlýtur að teljast alvarlegt brot. Steinunn Ýr Einarsdóttir, markaðsstjóri hjá Kaupstað og nemi í lögg.fasteignaEinar G. Harðarson löggiltur fasteignasali hjá Kaupstað. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fasteignamarkaður Steinunn Ýr Einarsdóttir Einar G. Harðarson Mest lesið Ég er íslensk – en samt séð sem eitthvað annað Sóley Lóa Smáradóttir Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Halldór 30.08.2025 Halldór Kristrún slær á puttana á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Ég er íslensk – en samt séð sem eitthvað annað Sóley Lóa Smáradóttir skrifar Skoðun Hin yndislega aðlögun Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Kristrún slær á puttana á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen skrifar Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Sjá meira
Setning nýrra laga um fasteignaviðskipti árið 2015 var mikið gæfuspor fyrir fasteignasölu á Íslandi. Fagmennska hefur tekið við og nú eru flestir löggiltir fasteignasalar eða nemar í löggildingu sem vinna þetta starf. Í lögunum er skilgreint hlutverk fasteignasala og óhlutdrægni við að vera milliliður um kaup og sölu fasteigna. Hann á sem sagt að vera hlutlaus milliliður og gæta jafnt að hagsmunum kaupenda og seljenda. Það gefur auga leið að þar geta auðveldlega orðið hagsmuna árekstrar en í flestum tilfellum hefur þetta gengið ágætlega. Þvinganir Í dag er staðan þannig á fasteignamarkaðinum að eftirspurn eftir eignum er töluverð umfram framboð. Í dag eru um 900 eignir í sölumeðferð á Reykjavíkursvæðinu miðað við um 4000 þegar jafnvægi er á markaði. Nú er því hart barist um að fá eignir í sölumeðferð. Skiljanlega, allir vilja fá sem mest viðskipti til sín. Þá reynir á siðgæði fasteignasala. Nú hefur borið á því að fasteignasalar neiti að taka við tilboðum frá væntanlegum kaupendum ef þeim líkar ekki skilyrðin sem kaupendur setja. Sumir ganga svo langt að taka ekki við tilboði nema þeir fái eign í sölu hjá sér sem viðkomandi þarf að selja til að geta staðið undir kauptilboði. Þannig þvinga þeir kaupendur til þess að gerast viðskiptavinir hjá sér. Þetta er viðskiptaþvingun sem heftir viðskiptafrelsi fólks og skapar enn frekari ójöfnuð á markaði. Hvað um þá sem eiga ekki eignir? Fá þeir hugsanlega alls ekki að gera kauptilboð hjá viðkomandi fasteignasala? Núna þurfa bæði Neytendastofa og Samkeppniseftirlitið að skoða þessi mál því þau færast í aukana og valda tapi hjá neytendum og hefta eðlilega samkeppni með þvingunum. Kaupendum eru ekki bara sett skilyrði um sölu sinna eigna heldur einnig hvaða söluþóknun þeir þurfa að greiða fasteignasalanum fyrir sölu á sinni eign. Einnig er ekki víst að seljandi fái hæsta verðið ef einhver fær ekki að bjóða í eignina. Enn og aftur þeir verst settu Efnahagskreppan sem við erum nú stödd í kemur einna verst niður á þeim eignalausu þar sem verðbólgan birtist í eignamyndun. Fasteignaverð hefur hækkað um 8% samkvæmt nýjustu tölum á síðustu mánuðum og það er því ljóst að sanngirni á fasteignamarkaði hefur veruleg áhrif á jöfnuð í samfélaginu og að ungt fólk geti eignast sína fyrstu eign. Þar er ábyrgð fasteignasala mikil. Þeir eru að hlutast til um framtíð fólks, ungs fólks sem ekki á eign og möguleika þeirra á fjárfestingum. Að neita fólki um að gera tilboð í fasteign eða að þvinga það til viðskiptasamninga við sig til þess að fá að gera kauptilboð í eign hlýtur að teljast alvarlegt brot. Steinunn Ýr Einarsdóttir, markaðsstjóri hjá Kaupstað og nemi í lögg.fasteignaEinar G. Harðarson löggiltur fasteignasali hjá Kaupstað.
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar
Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun