Sakaður um að kýla leikmann en Gerrard segir hann beittan kynþáttaníði Sindri Sverrisson skrifar 19. mars 2021 08:00 Glen Kamara varð illur eftir að Ondrej Kudela sagði eitthvað við hann. Þeir eru tvísaga um hvað var sagt. Getty/Ian MacNicol Það gekk mikið á innan vallar og í leikmannagöngunum á Ibrox-leikvanginum í Glasgow í gærkvöld þegar tékknesku meistararnir í Slavia Prag slógu Rangers út úr Evrópudeildinni með 2-0 sigri. Ásakanir gengu á víxl eftir leik en Tékkarnir segja að í nútímafótbolta hafi þeir aldrei lent í eins hrottalega grófum andstæðingum og Rangers. Markvörðurinn Ondrej Kolár hafa til að mynda endað á sjúkrahúsi þar sem sauma þurfti tíu spor í höfuð hans, eftir viðbjóðslega tæklingu gamla Víkingsins Kemar Roofe. Hnefar hafi svo verið látnir tala eftir leik. Tveir leikmanna Rangers voru reknir af velli í leiknum og upp úr sauð svo á 87. mínútu. Það var þá sem að Ondrej Kudela, einn af fyrirliðum Slavia, sagði eitthvað við hinn þeldökka Finna, Glen Kamara. Kveðst hafa sagt „helvítið þitt“ Steven Gerrard, stjóri Rangers, sagði Kudela hafa beitt Kamara kynþáttaníði. Í yfirlýsingu Slavia segir Kudela að það sé alrangt. Hann hafi sagt „helvítið þitt“ (e. „you fucking guy“), í miklum tilfinningahita, en í því hafi ekki falist neitt kynþáttaníð. Samkvæmt yfirlýsingu Slavia mun Kamara svo hafa kýlt Kudela í leikmannagöngunum eftir leik, fyrir framan Gerrard og fulltrúa UEFA sem hafi verið í áfalli yfir þessari hegðun. Gerrard segist standa með Kamara og vonar að UEFA sópi málinu ekki einfaldlega undir teppi. Þess ber að geta að yfirlýsingin frá Slavia Prag, með ásökunum um hnefahögg Kamara, kom eftir blaðamannafund Gerrards. „Ég er í mjög sterku sambandi við Glen Kamara. Ég trúi því 100 prósent sem hann segir varðandi þessar ásakanir (um kynþáttaníð). Aðrir leikmenn sem voru nálægt heyrðu þetta líka, svo ég stend fullkomlega við bakið á Glen Kamara og mun taka á þessu eins og Glen vill,“ sagði Gerrard. „UEFA mun fara í þetta mál og ég er viss um að talað verður við báða leikmenn svo það munu aðrir sjá um að ráða fram úr þessu. Það eina sem ég get staðfest er að leikmaður minn segist hafa verið beittur kynþáttaníði,“ sagði Gerrard. Evrópudeild UEFA Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Fleiri fréttir Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Sjá meira
Ásakanir gengu á víxl eftir leik en Tékkarnir segja að í nútímafótbolta hafi þeir aldrei lent í eins hrottalega grófum andstæðingum og Rangers. Markvörðurinn Ondrej Kolár hafa til að mynda endað á sjúkrahúsi þar sem sauma þurfti tíu spor í höfuð hans, eftir viðbjóðslega tæklingu gamla Víkingsins Kemar Roofe. Hnefar hafi svo verið látnir tala eftir leik. Tveir leikmanna Rangers voru reknir af velli í leiknum og upp úr sauð svo á 87. mínútu. Það var þá sem að Ondrej Kudela, einn af fyrirliðum Slavia, sagði eitthvað við hinn þeldökka Finna, Glen Kamara. Kveðst hafa sagt „helvítið þitt“ Steven Gerrard, stjóri Rangers, sagði Kudela hafa beitt Kamara kynþáttaníði. Í yfirlýsingu Slavia segir Kudela að það sé alrangt. Hann hafi sagt „helvítið þitt“ (e. „you fucking guy“), í miklum tilfinningahita, en í því hafi ekki falist neitt kynþáttaníð. Samkvæmt yfirlýsingu Slavia mun Kamara svo hafa kýlt Kudela í leikmannagöngunum eftir leik, fyrir framan Gerrard og fulltrúa UEFA sem hafi verið í áfalli yfir þessari hegðun. Gerrard segist standa með Kamara og vonar að UEFA sópi málinu ekki einfaldlega undir teppi. Þess ber að geta að yfirlýsingin frá Slavia Prag, með ásökunum um hnefahögg Kamara, kom eftir blaðamannafund Gerrards. „Ég er í mjög sterku sambandi við Glen Kamara. Ég trúi því 100 prósent sem hann segir varðandi þessar ásakanir (um kynþáttaníð). Aðrir leikmenn sem voru nálægt heyrðu þetta líka, svo ég stend fullkomlega við bakið á Glen Kamara og mun taka á þessu eins og Glen vill,“ sagði Gerrard. „UEFA mun fara í þetta mál og ég er viss um að talað verður við báða leikmenn svo það munu aðrir sjá um að ráða fram úr þessu. Það eina sem ég get staðfest er að leikmaður minn segist hafa verið beittur kynþáttaníði,“ sagði Gerrard.
Evrópudeild UEFA Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Fleiri fréttir Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Sjá meira