Af útbrunnum læknum, morðum og martröðum Ingibjörg Elsa Björnsdóttir skrifar 19. mars 2021 10:01 Fólksfjölgun á landsbyggðinni er almennt hæg nema á nokkrum svæðum. Fólksfjölgun hefur verið gríðarleg í Borgarbyggð, á Akranesi, í Árborg og á Suðurnesjum. Ég sem er húsmóðir á Selfossi flutti í um 6000 manna sveitarfélag árið 2007 en er núna í 10500 manna sveitarfélagi í mars 2021. Ég fagna því að vöxtur og uppbygging geti átt sér stað utan Reykjavíkur og ég fagna nýjum íbúum á öllum þessum vaxandi svæðum. En núna er það svo að á öllum þessum stöðum eru Heilbrigðisstofnanir. Heilbriðgðisstofnanir þessara fjögurra vaxandi svæða á landsbyggðinni hafa verið fjársveltar í um 20 ár. Þeir læknar sem eru svo hugrakkir að standa enn vaktina, eiga á hættu að brenna út. Það skortir fjármagn, starfsfólk og nýjar byggingar. Fjárveitingar til Heilbrigðisstofnana úti á landi endurspegla ekki vaxandi íbúafjölda. Árborg er að verða eins og Akureyri og mun sjálfsagt stækka þangað til hún verður stærri en Akureyri. En fáum við okkar eigin sjúkrahús með skurðstofum og öllu? Fáum við okkar Háskóla? Aukast allar fjárveitingar í réttu hlutfalli við íbúafjölda. Fær líka skólakerfið, grunnskólarnir og tónlistarskólarnir á hverjum stað það aukna fjármagn sem þeir þurfa? Við þessar aðstæður þegar fjöldi íbúa og álag bara vex, en stöðugildum fækkar eða þau standa í stað, skapast veruleg hætta á því að læknamistök valdi hreinlega dauðsföllum. Því miður hefur slíkt þegar komið á daginn. Það hafa orðið dauðsföll vegna mistaka. Að þurfa að fá tíma hjá heimilislækni, ef maður er svo heppinn að vera með skráðan heimilislækni yfirleitt, er nú hreinasta martröð. Satt best að segja er enginn tími laus í augnablikinu á Heilbrigðisstofnun Suðurlands þar sem ég á sjálf að geta bókað tíma í gegnum Heilsuveru. Ég beinlínis krefst þess að einhver annar en ég fái martröð út af þessu ástandi. Best væri ef háttvirtir alþingismenn og ráðherrar okkar fengju nokkrar martraðir og áttuðu sig betur á því sem er raunverulega að gerast. Annars mun landsbyggðin öll leita inn á Bráðamóttökuna í Fossvogi. Þá fyrst fara Reykvíkingar að kvarta líka. Ég vil þakka því starfsfólki Heilbrigðisstofnana á landsbyggðinni sem hefur ekki enn gefist upp. Þið eruð hetjur og ástandið er ekki ykkur að kenna. Ég veit að þið eruð öll að gera ykkar allra, allra besta við afar erfiðar aðstæður. Höfundur er húsmóðir á Selfossi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Byggðamál Skoðun: Kosningar 2021 Heilbrigðismál Ingibjörg Elsa Björnsdóttir Mest lesið Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 10.05.2025 Halldór Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson Skoðun Skoðun Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Sjá meira
Fólksfjölgun á landsbyggðinni er almennt hæg nema á nokkrum svæðum. Fólksfjölgun hefur verið gríðarleg í Borgarbyggð, á Akranesi, í Árborg og á Suðurnesjum. Ég sem er húsmóðir á Selfossi flutti í um 6000 manna sveitarfélag árið 2007 en er núna í 10500 manna sveitarfélagi í mars 2021. Ég fagna því að vöxtur og uppbygging geti átt sér stað utan Reykjavíkur og ég fagna nýjum íbúum á öllum þessum vaxandi svæðum. En núna er það svo að á öllum þessum stöðum eru Heilbrigðisstofnanir. Heilbriðgðisstofnanir þessara fjögurra vaxandi svæða á landsbyggðinni hafa verið fjársveltar í um 20 ár. Þeir læknar sem eru svo hugrakkir að standa enn vaktina, eiga á hættu að brenna út. Það skortir fjármagn, starfsfólk og nýjar byggingar. Fjárveitingar til Heilbrigðisstofnana úti á landi endurspegla ekki vaxandi íbúafjölda. Árborg er að verða eins og Akureyri og mun sjálfsagt stækka þangað til hún verður stærri en Akureyri. En fáum við okkar eigin sjúkrahús með skurðstofum og öllu? Fáum við okkar Háskóla? Aukast allar fjárveitingar í réttu hlutfalli við íbúafjölda. Fær líka skólakerfið, grunnskólarnir og tónlistarskólarnir á hverjum stað það aukna fjármagn sem þeir þurfa? Við þessar aðstæður þegar fjöldi íbúa og álag bara vex, en stöðugildum fækkar eða þau standa í stað, skapast veruleg hætta á því að læknamistök valdi hreinlega dauðsföllum. Því miður hefur slíkt þegar komið á daginn. Það hafa orðið dauðsföll vegna mistaka. Að þurfa að fá tíma hjá heimilislækni, ef maður er svo heppinn að vera með skráðan heimilislækni yfirleitt, er nú hreinasta martröð. Satt best að segja er enginn tími laus í augnablikinu á Heilbrigðisstofnun Suðurlands þar sem ég á sjálf að geta bókað tíma í gegnum Heilsuveru. Ég beinlínis krefst þess að einhver annar en ég fái martröð út af þessu ástandi. Best væri ef háttvirtir alþingismenn og ráðherrar okkar fengju nokkrar martraðir og áttuðu sig betur á því sem er raunverulega að gerast. Annars mun landsbyggðin öll leita inn á Bráðamóttökuna í Fossvogi. Þá fyrst fara Reykvíkingar að kvarta líka. Ég vil þakka því starfsfólki Heilbrigðisstofnana á landsbyggðinni sem hefur ekki enn gefist upp. Þið eruð hetjur og ástandið er ekki ykkur að kenna. Ég veit að þið eruð öll að gera ykkar allra, allra besta við afar erfiðar aðstæður. Höfundur er húsmóðir á Selfossi.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun