Mourinho æfur: „Fótbolti er ekki bara fyrir leikmenn sem halda að þeir séu betri en aðrir“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. mars 2021 13:00 José Mourinho sakaði sína menn um að bera ekki nógu mikla virðingu fyrir leiknum gegn Dinamo Zagreb. ap/Darko Bandic José Mourinho hefur oft verið sakaður um að leggja rútunni en í gær henti hann leikmönnum Tottenham undir rútuna svo gripið sé í aðra slælega hráþýðingu. Tottenham féll úr leik í sextán liða úrslitum Evrópudeildarinnar í gær eftir 3-0 tap fyrir Dinamo Zagreb á útivelli. Spurs vann fyrri leikinn, 2-0, og var því í afar góðri stöðu fyrir leikinn í gær. Mislav Orsic skoraði öll mörk Dinamo en sigurmarkið kom í upphafi seinni hálfleiks framlengingarinnar. Mourinho var afar ósáttur með frammistöðu Totttenham í leiknum í Zagreb í gær og sakaði sína menn um að leggja sig ekki nóg fram. „Þeir skildu blóð, orku og tár eftir inni í vellinum og í lokin jafnvel gleðitár. Þeir voru mjög auðmjúkir og einbeittir. Ég verð að hrósa þeim,“ sagði Mourinho sem fór inn í búningsklefa Dinamo eftir leikinn og óskaði leikmönnum liðsins til hamingju með sigurinn. Say what you want about Jose Mourinho, but walking into the Dinamo Zagreb dressing room to congratulate them is pure class pic.twitter.com/i30VqJ3xA7— Hayters TV (@HaytersTV) March 19, 2021 Mourinho sakaði Tottenham-menn um að bera ekki nógu mikla virðingu fyrir leiknum og andstæðingnum. „Aftur á móti leit ekki út fyrir að mitt lið - og ég endurtek, mitt lið - ekki út fyrir að vera að spila mikilvægan leik. Ef leikurinn var ekki mikilvægur fyrir alla þá var hann mikilvægur fyrir mig. Ég er vonsvikinn yfir muninum á viðhorfi liðanna. Ég er svekktur að það vantaði ekki bara grunnatriði fótboltans heldur lífsins, sem er að virða starfið okkar og leggja okkur alla fram, hjá mínu liði,“ sagði Mourinho. „Ég get bara beðið stuðningsmenn Tottenham afsökunar. Vonandi líður þeim eins og mér. Í dag var þetta upp á líf og dauða og á þessu augnabliki dóum við.“ Mourinho var ekki hættur og hélt áfram að gagnrýna viðhorf sinna manna. „Af virðingu við ferilinn minn og starfið mitt er hver leikur mikilvægur. Fyrir hvern einasta stuðningsmann Tottenham skiptir hver einasti leikur máli. Við þurfum viðhorfsbreytingu. Ég er miklu meira en sorgmæddur,“ sagði Portúgalinn. „Fótbolti er ekki bara fyrir leikmenn sem halda að þeir séu betri en aðrir. Viðhorf er aðalatriðið í fótbolta og þar höfðu þeir yfirhöndina.“ Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Mourinho áhyggjufullur eftir hörmulegt tap Tottenham | Myndband José Mourinho var myrkur í máli er hann ræddi við blaðamenn að loknu 3-0 tapi Tottenham Hotspur gegn Dinamo Zagreb í kvöld. Með því er Tottenham dottið út úr Evrópudeildinni og möguleikar liðsins á að komast í Meistaradeild Evrópu á næsta ári orðnir litlir sem engir. 18. mars 2021 21:46 Tottenham úr leik eftir ótrúlegt tap gegn Dinamo Zagreb Dinamo Zagreb gerði sér lítið fyrir og sló Tottenham Hotspur út úr 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í kvöld. Lokatölur 3-0 í framlengdum leik en heimamenn í Zagreb voru 2-0 yfir að loknum venjulegum leiktíma. 18. mars 2021 20:30 Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport „Meira vesen fyrir manninn sem hefur ekki hoppað yfir símaskrá“ Sport Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Handbolti Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport Atli kveður KR og flytur norður Íslenski boltinn Þýskaland - Ísland | Stelpurnar hefja leik á HM Handbolti „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Handbolti Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Handbolti Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus Handbolti Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Fleiri fréttir Bein útsending: Fundur Blika fyrir slaginn við Loga og félaga Estevao hangir ekki í símanum Atli kveður KR og flytur norður Fantasýn: Hefði átt að hlusta á fáránlegu rökin sín „Eins og vanvirðing og skilur ekkert eftir sig nema vont bragð“ Refur á vappi um Brúna minnti á Atla Sjáðu öll mörkin: Magnaður Estevao, 36 ára Auba og McTominay í stuði Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Skildu Ajax-menn eina eftir án stiga á botni Meistaradeildarinnar Flokkarnir fyrir HM-drátt: Leiðin gerð svo að fjögur bestu mætist seint Ronaldo slapp við bann á HM Theodór Elmar hættur hjá KR Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Íslensku stelpurnar hjá Inter báðar í liði umferðarinnar Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Hareide með krabbamein í heila Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Sjá meira
Tottenham féll úr leik í sextán liða úrslitum Evrópudeildarinnar í gær eftir 3-0 tap fyrir Dinamo Zagreb á útivelli. Spurs vann fyrri leikinn, 2-0, og var því í afar góðri stöðu fyrir leikinn í gær. Mislav Orsic skoraði öll mörk Dinamo en sigurmarkið kom í upphafi seinni hálfleiks framlengingarinnar. Mourinho var afar ósáttur með frammistöðu Totttenham í leiknum í Zagreb í gær og sakaði sína menn um að leggja sig ekki nóg fram. „Þeir skildu blóð, orku og tár eftir inni í vellinum og í lokin jafnvel gleðitár. Þeir voru mjög auðmjúkir og einbeittir. Ég verð að hrósa þeim,“ sagði Mourinho sem fór inn í búningsklefa Dinamo eftir leikinn og óskaði leikmönnum liðsins til hamingju með sigurinn. Say what you want about Jose Mourinho, but walking into the Dinamo Zagreb dressing room to congratulate them is pure class pic.twitter.com/i30VqJ3xA7— Hayters TV (@HaytersTV) March 19, 2021 Mourinho sakaði Tottenham-menn um að bera ekki nógu mikla virðingu fyrir leiknum og andstæðingnum. „Aftur á móti leit ekki út fyrir að mitt lið - og ég endurtek, mitt lið - ekki út fyrir að vera að spila mikilvægan leik. Ef leikurinn var ekki mikilvægur fyrir alla þá var hann mikilvægur fyrir mig. Ég er vonsvikinn yfir muninum á viðhorfi liðanna. Ég er svekktur að það vantaði ekki bara grunnatriði fótboltans heldur lífsins, sem er að virða starfið okkar og leggja okkur alla fram, hjá mínu liði,“ sagði Mourinho. „Ég get bara beðið stuðningsmenn Tottenham afsökunar. Vonandi líður þeim eins og mér. Í dag var þetta upp á líf og dauða og á þessu augnabliki dóum við.“ Mourinho var ekki hættur og hélt áfram að gagnrýna viðhorf sinna manna. „Af virðingu við ferilinn minn og starfið mitt er hver leikur mikilvægur. Fyrir hvern einasta stuðningsmann Tottenham skiptir hver einasti leikur máli. Við þurfum viðhorfsbreytingu. Ég er miklu meira en sorgmæddur,“ sagði Portúgalinn. „Fótbolti er ekki bara fyrir leikmenn sem halda að þeir séu betri en aðrir. Viðhorf er aðalatriðið í fótbolta og þar höfðu þeir yfirhöndina.“ Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Mourinho áhyggjufullur eftir hörmulegt tap Tottenham | Myndband José Mourinho var myrkur í máli er hann ræddi við blaðamenn að loknu 3-0 tapi Tottenham Hotspur gegn Dinamo Zagreb í kvöld. Með því er Tottenham dottið út úr Evrópudeildinni og möguleikar liðsins á að komast í Meistaradeild Evrópu á næsta ári orðnir litlir sem engir. 18. mars 2021 21:46 Tottenham úr leik eftir ótrúlegt tap gegn Dinamo Zagreb Dinamo Zagreb gerði sér lítið fyrir og sló Tottenham Hotspur út úr 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í kvöld. Lokatölur 3-0 í framlengdum leik en heimamenn í Zagreb voru 2-0 yfir að loknum venjulegum leiktíma. 18. mars 2021 20:30 Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport „Meira vesen fyrir manninn sem hefur ekki hoppað yfir símaskrá“ Sport Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Handbolti Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport Atli kveður KR og flytur norður Íslenski boltinn Þýskaland - Ísland | Stelpurnar hefja leik á HM Handbolti „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Handbolti Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Handbolti Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus Handbolti Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Fleiri fréttir Bein útsending: Fundur Blika fyrir slaginn við Loga og félaga Estevao hangir ekki í símanum Atli kveður KR og flytur norður Fantasýn: Hefði átt að hlusta á fáránlegu rökin sín „Eins og vanvirðing og skilur ekkert eftir sig nema vont bragð“ Refur á vappi um Brúna minnti á Atla Sjáðu öll mörkin: Magnaður Estevao, 36 ára Auba og McTominay í stuði Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Skildu Ajax-menn eina eftir án stiga á botni Meistaradeildarinnar Flokkarnir fyrir HM-drátt: Leiðin gerð svo að fjögur bestu mætist seint Ronaldo slapp við bann á HM Theodór Elmar hættur hjá KR Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Íslensku stelpurnar hjá Inter báðar í liði umferðarinnar Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Hareide með krabbamein í heila Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Sjá meira
Mourinho áhyggjufullur eftir hörmulegt tap Tottenham | Myndband José Mourinho var myrkur í máli er hann ræddi við blaðamenn að loknu 3-0 tapi Tottenham Hotspur gegn Dinamo Zagreb í kvöld. Með því er Tottenham dottið út úr Evrópudeildinni og möguleikar liðsins á að komast í Meistaradeild Evrópu á næsta ári orðnir litlir sem engir. 18. mars 2021 21:46
Tottenham úr leik eftir ótrúlegt tap gegn Dinamo Zagreb Dinamo Zagreb gerði sér lítið fyrir og sló Tottenham Hotspur út úr 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í kvöld. Lokatölur 3-0 í framlengdum leik en heimamenn í Zagreb voru 2-0 yfir að loknum venjulegum leiktíma. 18. mars 2021 20:30