Grípum gæsina meðan hún gefst Brynjólfur Þorkell Brynjólfsson skrifar 23. mars 2021 11:31 Gosið í Geldingadal kom kannski ekki mörgum á óvart. Það er sem betur fer lítið og virðist frekar meinlaust. Almenningur hefur fylgst grannt með þróuninni í aðdragandanum og nú er enginn maður með mönnum sem ekki kann eitthvað fyrir sér í jarðfræði. Áhuginn á gosinu er mikill ,skyldi engan undra, og margir hafa áhuga á að berja gosið augum. Leiðin að gosinu er nokkuð strembin sérstaklega fyrir óvana göngumenn. Á svæðinu eru nokkrir slóðar sem færir eru öflugum bílum. Þessa slóða er vel hægt að laga. Veghefill og hugsanlega jarðýtur þyrftu ekki langan tíma til að gera þessa slóða aksturshæfa fyrir rútur. Gott væri að merkja leið með stikum svo að skipulagðar jeppa og fjórhjólaferðir endi ekki með ósköpum, það myndi gera öldruðum og fötluðum einstaklingum kleift að berja gosið augum. Þar sem ferðaþjónustan glímir við kreppu væri greiðfær leið að gosstöðvunum búbót. Fjöldinn allur af rútum stendur verkefnalaus á bílastæðum og skiptir miklu máli að útvega þeim verkefni. Akstur að gosinu í Geldingadal myndi skapa atvinnu þó ekki væri nema í stutta stund. Bónusinn væri sá að færri slösuðust, enginn þyrfti að týnast á leiðinni, og stóri bónusinn fleiri fengju notið einstaks náttúrufyrirbrigðis. Við erum ekki stór þjóð og verðum að nýta öll tækifæri. Eldgosið á Reykjanesi er eitt slíkt. Það eina sem þarf er viljinn. Höfundur er formaður Miðflokksdeildar í Kópavogi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eldgos í Fagradalsfjalli Ferðamennska á Íslandi Miðflokkurinn Mest lesið Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Halldór 26.07.2025 Halldór Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Sjá meira
Gosið í Geldingadal kom kannski ekki mörgum á óvart. Það er sem betur fer lítið og virðist frekar meinlaust. Almenningur hefur fylgst grannt með þróuninni í aðdragandanum og nú er enginn maður með mönnum sem ekki kann eitthvað fyrir sér í jarðfræði. Áhuginn á gosinu er mikill ,skyldi engan undra, og margir hafa áhuga á að berja gosið augum. Leiðin að gosinu er nokkuð strembin sérstaklega fyrir óvana göngumenn. Á svæðinu eru nokkrir slóðar sem færir eru öflugum bílum. Þessa slóða er vel hægt að laga. Veghefill og hugsanlega jarðýtur þyrftu ekki langan tíma til að gera þessa slóða aksturshæfa fyrir rútur. Gott væri að merkja leið með stikum svo að skipulagðar jeppa og fjórhjólaferðir endi ekki með ósköpum, það myndi gera öldruðum og fötluðum einstaklingum kleift að berja gosið augum. Þar sem ferðaþjónustan glímir við kreppu væri greiðfær leið að gosstöðvunum búbót. Fjöldinn allur af rútum stendur verkefnalaus á bílastæðum og skiptir miklu máli að útvega þeim verkefni. Akstur að gosinu í Geldingadal myndi skapa atvinnu þó ekki væri nema í stutta stund. Bónusinn væri sá að færri slösuðust, enginn þyrfti að týnast á leiðinni, og stóri bónusinn fleiri fengju notið einstaks náttúrufyrirbrigðis. Við erum ekki stór þjóð og verðum að nýta öll tækifæri. Eldgosið á Reykjanesi er eitt slíkt. Það eina sem þarf er viljinn. Höfundur er formaður Miðflokksdeildar í Kópavogi.
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar