Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins. Kemur hann í stað Úlfars Lúðvíkssonar sem hætti í fyrra þegar hann var skipaður í stöðu lögreglustjórans á Suðurnesjum.
Gunnar Örn var frá árinu 2015 yfirmaður ákærusviðs við embætti lögreglustjórans á Suðurlandi og staðgengill lögreglustjóra, þar til að hann tók við embætti lögreglustjóra á Norðurlandi vestra árið 2017.
Gunnar Örn útskrifaðist sem lögfræðingur árið 2003. Hann starfaði sem löglærður fulltrúi sýslumannsins á Selfossi frá 2004 til ársins 2014, þar af sem staðgengill sýslumanns frá 2008.
Þrír umsækjendur voru um embætti lögreglustjórans á Vesturlandi en umsóknarfrestur rann út 14. desember. Auk Gunnars sóttu Arnfríður Gígja Arngrímsdóttir aðstoðarsaksóknari og Birgir Jónasson, löglærður fulltrúi í greiningardeild ríkislögreglustjóra og stundakennari við Háskólann á Akureyri, um stöðuna.
Fréttin hefur verið uppfærð.