Er hægt að leysa leikskólavandann strax í dag? Kristófer Már Maronsson skrifar 24. mars 2021 07:01 Eitt af stærstu áhyggjuefnum verðandi foreldra er hvað gerist þegar að fæðingarorlofi lýkur. Hryllingssögur úr öllum áttum sækja á foreldra um að dagmömmupláss sé sjaldgæft en það sé líklegra að vinna í lottó en að fá leikskólapláss í kringum 1 árs aldurinn, þrátt fyrir að leikskóli sé hluti af grunnþjónustu sveitarfélaga. Í meirihlutasáttmála borgarstjórnar stendur: „Við viljum brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla með fjölgun ungbarnadeilda og byggingu nýrra leikskóla, auk þess að skoða aðgerðir til að fjölga dagforeldrum.” Ennþá eru þó um 740 börn á biðlista eftir leikskólaplássi í Reykjavík og kjörtímabilið meira en hálfnað. En eru borgaryfirvöld í raun og veru að gera allt sem í þeirra valdi stendur til þess að leysa vandann? Fögur fyrirheit mennta ekki börnin og annað foreldrið verður oft tekjulaust eftir fæðingarorlof vegna þess að það getur ekki haldið aftur til vinnu, með tilheyrandi vandamálum og streitu fyrir alla fjölskylduna. Það er auðvelt að minnka vandann Árið 2015 kom út skýrsla um raunkostnað við hvert leikskólapláss í Reykjavík. Raunkostnaður fyrir 1 árs gömul börn var um 225 þúsund krónur á mánuði. Á verðlagi dagsins í dag væru það u.þ.b. 257 þúsund krónur, en mig grunar að kostnaðurinn sé orðinn enn hærri þar sem að laun leikskólastarfsmanna hafa hækkað umfram verðlag frá 2015. Með fögrum fyrirheitum um að útrýma biðlistum eftir leikskólaplássi eru borgaryfirvöld í raun og veru að segja að þau séu tilbúinn að borga þennan kostnað fyrir hvert og eitt barn, svo að öll þessi börn muni komast í leikskóla. En af hverju gera þau það þá ekki bara strax? Styrkir frá sveitarfélagi teljast ekki til tekna Í A-lið 7.gr. laga um tekjuskatt má finna eftirfarandi ákvæði: “Styrkir sem foreldrar eða forráðamenn barns fá frá sveitarfélagi til að annast barn heima, frá lokum fæðingarorlofs fram til þess að það hefur leikskólavistun eða grunnskólanám, teljast ekki til tekna hjá móttakanda.” Reykjavíkurborg gæti tekið upp á því strax í dag að bjóða 740 foreldrum mánaðarlega greiðslu til að brúa bilið frá fæðingarorlofi og þangað til að barnið þeirra fær leikskólapláss. Greiðslan gæti verið t.d. 257 þúsund krónur. Þar sem slíkur styrkur telst ekki til tekna þá þarf enga skatta eða önnur gjöld að greiða af honum og engar skerðingar verða á bótum foreldranna og yrði því ráðstöfunartekjurnar þeirra hærri en sem styrknum nemur. Það munar um minna, sérstaklega fyrir tekjulága. Tvöfaldir biðlistar - foreldrar velja Hægt væri að taka upp tvöfalt biðlista kerfi. Foreldrar sem þurfa nauðsynlega leikskólapláss vegna aðstæðna gætu skráð sig á biðlista A og því komist fyrr að, á meðan aðrir sem vilja og geta verið lengur heima með barninu sínu fara á biðlista B. Börn yrðutekin inn eftir aldri, miðað við ársfjórðunga svo að börn fædd í janúar - mars yrðu öll komin inn á leikskóla áður en að börn fædd í apríl - júní byrja að komast inn o.s.frv. Þegar að röðin kemur að þínu barni, þá er ekki hægt að neita leikskólaplássi til að halda styrknum, heldur fer barnið á leikskóla eða þú missir styrkinn. Á meðan að borgaryfirvöld vinna að markmiði sínu að brúa bilið milli fæðingarorlofs (sem lýkur við 12 mánaða aldur) og leikskóla, þá er þetta að mínu mati álitleg lausn fyrir flesta sem má framkvæma mjög hratt. Svo gæti jafnvel komið á daginn að þetta sé betri lausn heldur en að tryggja leikskólapláss við 12 mánaða aldur fyrir öll börn, það verður örugglega eftirspurn hjá einhverjum hluta foreldra að vera heima aðeins lengur með krílunum sínum. Vilji er ekki nóg, það þarf að framkvæma Leikskólinn er partur af grunnþjónustu sveitarfélaganna og ætti því að vera forgangsmál að koma þeim málum í lag áður en að gæluverkefni komast á dagskrá, en því miður virðist það ekki vera raunin. Ég skora á borgaryfirvöld að klára málið fyrir sumarið - orð duga skammt ef framkvæmdin fylgir ekki á eftir. Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rómur Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Leikskólar Sveitarstjórnarmál Kristófer Már Maronsson Mest lesið Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Sjá meira
Eitt af stærstu áhyggjuefnum verðandi foreldra er hvað gerist þegar að fæðingarorlofi lýkur. Hryllingssögur úr öllum áttum sækja á foreldra um að dagmömmupláss sé sjaldgæft en það sé líklegra að vinna í lottó en að fá leikskólapláss í kringum 1 árs aldurinn, þrátt fyrir að leikskóli sé hluti af grunnþjónustu sveitarfélaga. Í meirihlutasáttmála borgarstjórnar stendur: „Við viljum brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla með fjölgun ungbarnadeilda og byggingu nýrra leikskóla, auk þess að skoða aðgerðir til að fjölga dagforeldrum.” Ennþá eru þó um 740 börn á biðlista eftir leikskólaplássi í Reykjavík og kjörtímabilið meira en hálfnað. En eru borgaryfirvöld í raun og veru að gera allt sem í þeirra valdi stendur til þess að leysa vandann? Fögur fyrirheit mennta ekki börnin og annað foreldrið verður oft tekjulaust eftir fæðingarorlof vegna þess að það getur ekki haldið aftur til vinnu, með tilheyrandi vandamálum og streitu fyrir alla fjölskylduna. Það er auðvelt að minnka vandann Árið 2015 kom út skýrsla um raunkostnað við hvert leikskólapláss í Reykjavík. Raunkostnaður fyrir 1 árs gömul börn var um 225 þúsund krónur á mánuði. Á verðlagi dagsins í dag væru það u.þ.b. 257 þúsund krónur, en mig grunar að kostnaðurinn sé orðinn enn hærri þar sem að laun leikskólastarfsmanna hafa hækkað umfram verðlag frá 2015. Með fögrum fyrirheitum um að útrýma biðlistum eftir leikskólaplássi eru borgaryfirvöld í raun og veru að segja að þau séu tilbúinn að borga þennan kostnað fyrir hvert og eitt barn, svo að öll þessi börn muni komast í leikskóla. En af hverju gera þau það þá ekki bara strax? Styrkir frá sveitarfélagi teljast ekki til tekna Í A-lið 7.gr. laga um tekjuskatt má finna eftirfarandi ákvæði: “Styrkir sem foreldrar eða forráðamenn barns fá frá sveitarfélagi til að annast barn heima, frá lokum fæðingarorlofs fram til þess að það hefur leikskólavistun eða grunnskólanám, teljast ekki til tekna hjá móttakanda.” Reykjavíkurborg gæti tekið upp á því strax í dag að bjóða 740 foreldrum mánaðarlega greiðslu til að brúa bilið frá fæðingarorlofi og þangað til að barnið þeirra fær leikskólapláss. Greiðslan gæti verið t.d. 257 þúsund krónur. Þar sem slíkur styrkur telst ekki til tekna þá þarf enga skatta eða önnur gjöld að greiða af honum og engar skerðingar verða á bótum foreldranna og yrði því ráðstöfunartekjurnar þeirra hærri en sem styrknum nemur. Það munar um minna, sérstaklega fyrir tekjulága. Tvöfaldir biðlistar - foreldrar velja Hægt væri að taka upp tvöfalt biðlista kerfi. Foreldrar sem þurfa nauðsynlega leikskólapláss vegna aðstæðna gætu skráð sig á biðlista A og því komist fyrr að, á meðan aðrir sem vilja og geta verið lengur heima með barninu sínu fara á biðlista B. Börn yrðutekin inn eftir aldri, miðað við ársfjórðunga svo að börn fædd í janúar - mars yrðu öll komin inn á leikskóla áður en að börn fædd í apríl - júní byrja að komast inn o.s.frv. Þegar að röðin kemur að þínu barni, þá er ekki hægt að neita leikskólaplássi til að halda styrknum, heldur fer barnið á leikskóla eða þú missir styrkinn. Á meðan að borgaryfirvöld vinna að markmiði sínu að brúa bilið milli fæðingarorlofs (sem lýkur við 12 mánaða aldur) og leikskóla, þá er þetta að mínu mati álitleg lausn fyrir flesta sem má framkvæma mjög hratt. Svo gæti jafnvel komið á daginn að þetta sé betri lausn heldur en að tryggja leikskólapláss við 12 mánaða aldur fyrir öll börn, það verður örugglega eftirspurn hjá einhverjum hluta foreldra að vera heima aðeins lengur með krílunum sínum. Vilji er ekki nóg, það þarf að framkvæma Leikskólinn er partur af grunnþjónustu sveitarfélaganna og ætti því að vera forgangsmál að koma þeim málum í lag áður en að gæluverkefni komast á dagskrá, en því miður virðist það ekki vera raunin. Ég skora á borgaryfirvöld að klára málið fyrir sumarið - orð duga skammt ef framkvæmdin fylgir ekki á eftir. Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni.
Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni.
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun