ESB hyggst takmarka útflutning á bóluefni Kjartan Kjartansson skrifar 24. mars 2021 10:55 Leiðtogar ESB hafa verið ósáttir við ríki eins og Bandaríkin og Bretland sem hafa þegið bóluefni sem er framleitt í Evrópu en takmarka útflutning frá sér. Vísir/EPA Ríki utan Evrópusambandsins þurfa sérstakt leyfi til þess að fá að flytja inn bóluefni gegn kórónuveirunni þaðan samkvæmt hertum takmörkunum sem búist er við að verði kynntar í Brussel í dag. Takmarkanirnar eru taldar koma harðast niður á Bretlandi og Bandaríkjunum. Hægt hefur gengið að bólusetja gegn kórónuveirunni í aðildarríkjum Evrópusambandsins og nú er önnur bylgja faraldursins í uppsiglingu víða innan álfunnar. Evrópskir ráðamenn hafa átt í deilum við AstraZeneca, bresk-sænsk lyfjafyrirtækið, um afhendingu á bóluefni en bresk stjórnvöld hafa sett skorður við útflutningi á því. Breska ríkisútvarpið BBC segir að framkvæmdastjórn Evrópusambandsins ætli að kynna tillögur um að herða takmarkanir á útflutning á bóluefni gegn kórónuveirunni í dag. Útflutningur verður ekki bannaður en hann verður skilyrtur við hvernig bólusetningu miðar í landinu sem ætlar að flytja efni inn og hvernig útflutningi á bóluefni þaðan er háttað. Það sé í samræmi við kröfur leiðtoga sambandsins um að ríki eins og Bretland og Bandaríkin heimili útflutning á bóluefni líkt og ESB hefur gert til þeirra. Nái tillögurnar fram að ganga þyrftu ríki utan sambandsins, þar á meðal ríki sem eiga í sérstöku viðskiptasambandi eins og Noregur og Sviss, að fá sérstakt leyfi til að flytja inn bóluefni frá aðildarríkjunum, að sögn Bloomberg-fréttastofunnar. Þær ná til ríkja evrópska efnahagssvæðisins (EES) sem Ísland tilheyrir. Sveinn Guðmarsson, upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins, segir það vinna að því að afla upplýsinga um fyrirhugaðar reglur ESB um útfluting á bóluefni. Engar upplýsingar hafi komið fram sem bendi til að þær hafi áhrif á afhendingu bóluefnis til Íslands. Mest áhrif hefðu nýju reglurnar á Bretland og Bandaríkin sem takmarka útflutning á bóluefni. Bloomberg segir að Bretland hafi fengið stærsta skerfinn af því bóluefni sem hefur verið flutt frá Evrópusambandslöndum, um ellefu milljónir skammta af 45 milljónum. Ráðherraráð ESB ætlar að ræða tillögurnar í dag. Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, ætlar að taka þátt í fundinum í gegnum fjarfundarbúnað. Fréttin hefur verið uppfærð. Evrópusambandið Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Halldór Blöndal er látinn Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Innlent Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Fleiri fréttir Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Sjá meira
Hægt hefur gengið að bólusetja gegn kórónuveirunni í aðildarríkjum Evrópusambandsins og nú er önnur bylgja faraldursins í uppsiglingu víða innan álfunnar. Evrópskir ráðamenn hafa átt í deilum við AstraZeneca, bresk-sænsk lyfjafyrirtækið, um afhendingu á bóluefni en bresk stjórnvöld hafa sett skorður við útflutningi á því. Breska ríkisútvarpið BBC segir að framkvæmdastjórn Evrópusambandsins ætli að kynna tillögur um að herða takmarkanir á útflutning á bóluefni gegn kórónuveirunni í dag. Útflutningur verður ekki bannaður en hann verður skilyrtur við hvernig bólusetningu miðar í landinu sem ætlar að flytja efni inn og hvernig útflutningi á bóluefni þaðan er háttað. Það sé í samræmi við kröfur leiðtoga sambandsins um að ríki eins og Bretland og Bandaríkin heimili útflutning á bóluefni líkt og ESB hefur gert til þeirra. Nái tillögurnar fram að ganga þyrftu ríki utan sambandsins, þar á meðal ríki sem eiga í sérstöku viðskiptasambandi eins og Noregur og Sviss, að fá sérstakt leyfi til að flytja inn bóluefni frá aðildarríkjunum, að sögn Bloomberg-fréttastofunnar. Þær ná til ríkja evrópska efnahagssvæðisins (EES) sem Ísland tilheyrir. Sveinn Guðmarsson, upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins, segir það vinna að því að afla upplýsinga um fyrirhugaðar reglur ESB um útfluting á bóluefni. Engar upplýsingar hafi komið fram sem bendi til að þær hafi áhrif á afhendingu bóluefnis til Íslands. Mest áhrif hefðu nýju reglurnar á Bretland og Bandaríkin sem takmarka útflutning á bóluefni. Bloomberg segir að Bretland hafi fengið stærsta skerfinn af því bóluefni sem hefur verið flutt frá Evrópusambandslöndum, um ellefu milljónir skammta af 45 milljónum. Ráðherraráð ESB ætlar að ræða tillögurnar í dag. Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, ætlar að taka þátt í fundinum í gegnum fjarfundarbúnað. Fréttin hefur verið uppfærð.
Evrópusambandið Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Halldór Blöndal er látinn Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Innlent Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Fleiri fréttir Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Sjá meira