Þrír til að fylgjast með hjá Rússum: Markvörður Spartak og tveir samherjar Arnórs og Harðar Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 25. mars 2021 07:01 Rússneska liðið kemur vel undirbúið til leiks gegn Íslandi enda vika síðan liðið kom saman til að hefja undirbúning fyrir EM U21 árs landsliða sem hefst í dag. Egor Slizyak Íslenska landsliðið skipað leikmönnum 21 árs og yngri mætir Rússlandi í fyrsta leik Evrópumótsins í knattspyrnu klukkan 17.00 í dag. Vísir hefur tekið saman þrjá leikmenn sem vert er að fylgjast með í leik dagsins. Þó um sé að ræða EM U-21 árs landsliða þá eru þeir leikmenn sem við nefnum hér að neðan allir fæddir árið 1998. Leikmenn þurfa aðeins að vera undir 21 árs aldri þegar undankeppni mótsins fer af stað og því eru stjörnur flestra liða mótsins orðnar 22 eða 23 ára nú þegar lokakeppnin hefst. Blaðamaður væri að ljúga ef hann segðist þekkja alla leikmenn rússneska liðsins. Þeir spila allir í heimalandinu og þá koma 10 af 24 leikmönnum liðsins frá höfuðborg Rússlands, Moskvu. Á það við alla þrjá leikmennina hér að neðan. Þá eru tveir þeirra samherjar Harðar Björgvins Magnúsonar og Arnórs Sigurðssonar hjá CSKA Moskvu. Rússland var með Póllandi, Búlgaríu, Serbíu, Eistlandi og Lettlandi í riðli í undankeppninni. Rússneska liðið vann riðilinn með sjö sigra, tvö jafntefli og aðeins eitt tap. Þá skoraði liðið 22 mörk en fékk aðeins á sig fjögur. Aleksandr Vladimirovich Maksimenko [Spartak Moskva] Verandi fæddur árið 1998 þá er Maksimenko að sjálfsögðu númer 98 hjá Spartak Moskvu.Mikhail Japaridze/Getty Images Aleksandr Maksimenko ætti að verja mark Rússlands í leik dagsins nema honum takist að meiðast í upphitun. Þessi 22 ára gamli markvörður hefur varið mark Spartak um árabil og er orðinn ágætlega reynslumikill þrátt fyrir ungan aldur. Hann hefur alls spilað 75 leiki fyrir Spartak sem situr í 2. sæti rússnesku úrvalsdeildarinnar um þessar mundir. Áður en hann varð aðalmarkvörður félagsins lék hann 24 leiki fyrir B-lið Spartak. Maksimenko er einnig þaulreyndur landsliðsmarkvörður þó hann hafi ekki enn leikið A-landsleik. Hann á að baki 10 leiki fyrir U21 landsliðið ásamt 35 leikjum til viðbótar fyrir U19, U18 og U17. Hann er nokkuð lágvaxinn, af markverði að vera, en hann er 1.87 metrar á hæð. Hans helstu styrkleikar eru góð viðbrögð, mikil snerpa og að verja skot utan af velli. Hans helsti veikleiki er hins vegar fyrirgjafir, eitthvað sem gæti hentað íslenska liðinu vel. Ivan Sergeyevich Oblyakov [CSKA Moskva] Oblyakov í leik gegn Roma í Meistaradeild Evrópu árið 2018. Verandi fæddur árið 1998 þá er Oblyakov að sjálfsögðu einnig númer 98.EPA-EFE/YURI KOCHETKOV Ivan Oblyakov er prímusmótorinn í rússneska liðinu. Hann spilar inn á miðri miðjunni að öllum líkindum og ber fyrirliðabandið, það ætti því að vera erfitt að taka ekki eftir honum. Líkt og Maksimenko er hann gríðarlega reynslumikill þrátt fyrir ungan aldur, þeir eru jafnaldrar. Eftir að hafa spilað 45 leiki fyrir FC Ufa var hann keyptur til CSKA Moskvu þar sem hann hefur nú leikið 71 leik. Á þessari leiktíð hefur hann aðallega leikið í stöðu djúps miðjumanns eða varnartengiliðs. Oblyakov á tvo A-landsleiki að baka sem og 27 leiki fyrir U21 liðið þar sem hann hefur skorað sex mörk. Einnig á hann að baki samtals tólf leiki fyrir U19 og U18 ára landslið Rússlands. Styrkleikar þessa lágvaxna miðjumanns – hann er 1.75 metrar á hæð – eru margir. Hann er með mjög öflugan vinstri fót. Sendingargetan er góð, hann getur skotið af löngu færi og þá er hann með góðar fyrirgjafir sem nýtast einkar vel í föstum leikatriðum. Það er því ljóst að ef Ísland ætlar sér eitthvað í leik dagsins þá þarf að stöðva Oblyakov á miðjunni. Fyodor Nikolayevich Chalov [CSKA Moskva] Íslenska vörnin þarf að hafa góðar gætur á Chalov í dag.Quality Sport Images/Getty Images Heimildir stemma ekki alveg hvort fyrsta nafn hans sé skrifað Fyodor eða Fedor en við höldum okkur við það fyrra hér. Um er að ræða lunkinn framherja sem hefur verið inn og út úr liðinu hjá CSKA Moskvu til þessa á leiktíðinni en allt í allt hefur hann spilað 115 leiki í rússnesku úrvalsdeildinni. Í þeim leikjum hefur Chalov skorað 40 mörk og lagt upp 26 til viðbótar. Chalov er markahæsti leikmaður rússneska liðsins með 10 mörk í 20 leikjum fyrir U21 landsliðið. Honum hefur ekki enn tekist að skora í þeim þremur A-landsleikjum sem hann hefur spilað en hann skoraði á sínum tíma tíu mörk í 26 leikjum fyrir U15-U19 ára landslið Rússlands. Sóknarmaðurinn er 1.80 metrar á hæð og ekki sterkur í loftinu. Hann er hins vegar góður að finna sér svæði og með þetta margumtalaða markanef. Það sem gæti þó hjálpað íslenska liðinu hvað mest er að hann er full latur að sinna varnarvinnunni og vonandi verður hann sem latastur í dag. Leikur Íslands og Rússlands hefst klukkan 17.00 í dag og verður í beinni textalýsingu hér á Vísi. Fótbolti EM U21 í fótbolta 2021 Mest lesið Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Körfubolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Körfubolti Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Enski boltinn „Að lokum var það betra liðið sem vann“ Körfubolti Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Fótbolti Tatum með slitna hásin Körfubolti Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Íslenski boltinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Enski boltinn Fleiri fréttir Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Sjá meira
Þó um sé að ræða EM U-21 árs landsliða þá eru þeir leikmenn sem við nefnum hér að neðan allir fæddir árið 1998. Leikmenn þurfa aðeins að vera undir 21 árs aldri þegar undankeppni mótsins fer af stað og því eru stjörnur flestra liða mótsins orðnar 22 eða 23 ára nú þegar lokakeppnin hefst. Blaðamaður væri að ljúga ef hann segðist þekkja alla leikmenn rússneska liðsins. Þeir spila allir í heimalandinu og þá koma 10 af 24 leikmönnum liðsins frá höfuðborg Rússlands, Moskvu. Á það við alla þrjá leikmennina hér að neðan. Þá eru tveir þeirra samherjar Harðar Björgvins Magnúsonar og Arnórs Sigurðssonar hjá CSKA Moskvu. Rússland var með Póllandi, Búlgaríu, Serbíu, Eistlandi og Lettlandi í riðli í undankeppninni. Rússneska liðið vann riðilinn með sjö sigra, tvö jafntefli og aðeins eitt tap. Þá skoraði liðið 22 mörk en fékk aðeins á sig fjögur. Aleksandr Vladimirovich Maksimenko [Spartak Moskva] Verandi fæddur árið 1998 þá er Maksimenko að sjálfsögðu númer 98 hjá Spartak Moskvu.Mikhail Japaridze/Getty Images Aleksandr Maksimenko ætti að verja mark Rússlands í leik dagsins nema honum takist að meiðast í upphitun. Þessi 22 ára gamli markvörður hefur varið mark Spartak um árabil og er orðinn ágætlega reynslumikill þrátt fyrir ungan aldur. Hann hefur alls spilað 75 leiki fyrir Spartak sem situr í 2. sæti rússnesku úrvalsdeildarinnar um þessar mundir. Áður en hann varð aðalmarkvörður félagsins lék hann 24 leiki fyrir B-lið Spartak. Maksimenko er einnig þaulreyndur landsliðsmarkvörður þó hann hafi ekki enn leikið A-landsleik. Hann á að baki 10 leiki fyrir U21 landsliðið ásamt 35 leikjum til viðbótar fyrir U19, U18 og U17. Hann er nokkuð lágvaxinn, af markverði að vera, en hann er 1.87 metrar á hæð. Hans helstu styrkleikar eru góð viðbrögð, mikil snerpa og að verja skot utan af velli. Hans helsti veikleiki er hins vegar fyrirgjafir, eitthvað sem gæti hentað íslenska liðinu vel. Ivan Sergeyevich Oblyakov [CSKA Moskva] Oblyakov í leik gegn Roma í Meistaradeild Evrópu árið 2018. Verandi fæddur árið 1998 þá er Oblyakov að sjálfsögðu einnig númer 98.EPA-EFE/YURI KOCHETKOV Ivan Oblyakov er prímusmótorinn í rússneska liðinu. Hann spilar inn á miðri miðjunni að öllum líkindum og ber fyrirliðabandið, það ætti því að vera erfitt að taka ekki eftir honum. Líkt og Maksimenko er hann gríðarlega reynslumikill þrátt fyrir ungan aldur, þeir eru jafnaldrar. Eftir að hafa spilað 45 leiki fyrir FC Ufa var hann keyptur til CSKA Moskvu þar sem hann hefur nú leikið 71 leik. Á þessari leiktíð hefur hann aðallega leikið í stöðu djúps miðjumanns eða varnartengiliðs. Oblyakov á tvo A-landsleiki að baka sem og 27 leiki fyrir U21 liðið þar sem hann hefur skorað sex mörk. Einnig á hann að baki samtals tólf leiki fyrir U19 og U18 ára landslið Rússlands. Styrkleikar þessa lágvaxna miðjumanns – hann er 1.75 metrar á hæð – eru margir. Hann er með mjög öflugan vinstri fót. Sendingargetan er góð, hann getur skotið af löngu færi og þá er hann með góðar fyrirgjafir sem nýtast einkar vel í föstum leikatriðum. Það er því ljóst að ef Ísland ætlar sér eitthvað í leik dagsins þá þarf að stöðva Oblyakov á miðjunni. Fyodor Nikolayevich Chalov [CSKA Moskva] Íslenska vörnin þarf að hafa góðar gætur á Chalov í dag.Quality Sport Images/Getty Images Heimildir stemma ekki alveg hvort fyrsta nafn hans sé skrifað Fyodor eða Fedor en við höldum okkur við það fyrra hér. Um er að ræða lunkinn framherja sem hefur verið inn og út úr liðinu hjá CSKA Moskvu til þessa á leiktíðinni en allt í allt hefur hann spilað 115 leiki í rússnesku úrvalsdeildinni. Í þeim leikjum hefur Chalov skorað 40 mörk og lagt upp 26 til viðbótar. Chalov er markahæsti leikmaður rússneska liðsins með 10 mörk í 20 leikjum fyrir U21 landsliðið. Honum hefur ekki enn tekist að skora í þeim þremur A-landsleikjum sem hann hefur spilað en hann skoraði á sínum tíma tíu mörk í 26 leikjum fyrir U15-U19 ára landslið Rússlands. Sóknarmaðurinn er 1.80 metrar á hæð og ekki sterkur í loftinu. Hann er hins vegar góður að finna sér svæði og með þetta margumtalaða markanef. Það sem gæti þó hjálpað íslenska liðinu hvað mest er að hann er full latur að sinna varnarvinnunni og vonandi verður hann sem latastur í dag. Leikur Íslands og Rússlands hefst klukkan 17.00 í dag og verður í beinni textalýsingu hér á Vísi.
Fótbolti EM U21 í fótbolta 2021 Mest lesið Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Körfubolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Körfubolti Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Enski boltinn „Að lokum var það betra liðið sem vann“ Körfubolti Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Fótbolti Tatum með slitna hásin Körfubolti Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Íslenski boltinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Enski boltinn Fleiri fréttir Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Sjá meira
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð