Auðlindaarð heim í hérað! Gunnar Tryggvason skrifar 25. mars 2021 08:00 Norðmenn eiga stærstu vatnsaflsauðlind Evrópu. Til að auka samfélagslega sátt um nýtingu hennar er orkufyrirtækjunum gert að greiða skatt af auðlindarentu hverrar virkjunar til nærsamfélagsins. Takið eftir, til nærsamfélagsins þ.e. sveitafélaga og millistigsins eða fylkjana. Þetta þykir réttlátt nálgun og hefur reynst með ágætum. Að einhverju leiti er þetta gert á Íslandi en á öðru formi eða með því að raforkufyrirtækin greiði fasteignagjöld af mannvirkjum. Færa má þó rök fyrir því að þær tekjur renni til of þröngs hóps nærsamfélagsins, enda sveitafélög á helstu virkjanasvæðum oft lítil og fámenn. Óhætt er að ætla að renta af nýtingu annara auðlinda muni hækka töluvert á næstu árum á Íslandi s.s. vegna stöðugrar hagræðingar og tækniframþróunar í sjávartúvegi, vexti fiskeldis og nýtingu vindorku svo eitthvað sé nefnt. Á nærsamfélagið minna tilkall til auðlindarentunnar í þessum geirum en í vatnsafli? Aldeilis ekki! Mundi slíkt fyrirkomulag auka sátt um nýtinguna. Stutta svarið er já, og þangað ættum við að stefna! Hagræðingin sem kvótakerfið og framsalið hafa leitt af sér í sjávarútvegi hefur skilað miklum fjárhagslegum ávinningi. En ávinning fyrir hvern? Ég hef lengi séð þessi mál þannig að ávinningurinn hafi að mestu runnið til þeirra sem fá kvóta úthlutað en kostnaðinn við hagræðinguna hafa samfélögin við sjávarsíðuna borið sjálf. Eigum við ekki að rétta kúrsinn af? Þó sum sveitafélög séu lítil og fámenn og ekkert þriðja stjórnsýslustig á Íslandi eins og Noregi þurfum við ekki að láta það hindra okkur í að dreifa auðlindaarðinum með þessum hætti. Nýta mætti áttaksverkefnið Sóknaráætlun Landshluta einmitt til þess að færa minni sveitafélögum fjármuni í samstarfi við nágranna sína. Með því ynnist tvíþættur sigur, meiri sátt um sjálfbæra nýtingu náttúruauðlinda og meiri samvinna í dreifðari byggðum. Höfundur er verkfræðingur og hefur boðið sig fram í oddvitasæti Samfylkingarinnar í NV-kjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir Skoðun Leiðtogi sem nær árangri Birkir Jón Jónsson Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason Skoðun Græðgin sem hlífir engum Snæbjörn Brynjarsson og Þórólfur Júlían Dagsson Skoðun Skoðun Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Sjá meira
Norðmenn eiga stærstu vatnsaflsauðlind Evrópu. Til að auka samfélagslega sátt um nýtingu hennar er orkufyrirtækjunum gert að greiða skatt af auðlindarentu hverrar virkjunar til nærsamfélagsins. Takið eftir, til nærsamfélagsins þ.e. sveitafélaga og millistigsins eða fylkjana. Þetta þykir réttlátt nálgun og hefur reynst með ágætum. Að einhverju leiti er þetta gert á Íslandi en á öðru formi eða með því að raforkufyrirtækin greiði fasteignagjöld af mannvirkjum. Færa má þó rök fyrir því að þær tekjur renni til of þröngs hóps nærsamfélagsins, enda sveitafélög á helstu virkjanasvæðum oft lítil og fámenn. Óhætt er að ætla að renta af nýtingu annara auðlinda muni hækka töluvert á næstu árum á Íslandi s.s. vegna stöðugrar hagræðingar og tækniframþróunar í sjávartúvegi, vexti fiskeldis og nýtingu vindorku svo eitthvað sé nefnt. Á nærsamfélagið minna tilkall til auðlindarentunnar í þessum geirum en í vatnsafli? Aldeilis ekki! Mundi slíkt fyrirkomulag auka sátt um nýtinguna. Stutta svarið er já, og þangað ættum við að stefna! Hagræðingin sem kvótakerfið og framsalið hafa leitt af sér í sjávarútvegi hefur skilað miklum fjárhagslegum ávinningi. En ávinning fyrir hvern? Ég hef lengi séð þessi mál þannig að ávinningurinn hafi að mestu runnið til þeirra sem fá kvóta úthlutað en kostnaðinn við hagræðinguna hafa samfélögin við sjávarsíðuna borið sjálf. Eigum við ekki að rétta kúrsinn af? Þó sum sveitafélög séu lítil og fámenn og ekkert þriðja stjórnsýslustig á Íslandi eins og Noregi þurfum við ekki að láta það hindra okkur í að dreifa auðlindaarðinum með þessum hætti. Nýta mætti áttaksverkefnið Sóknaráætlun Landshluta einmitt til þess að færa minni sveitafélögum fjármuni í samstarfi við nágranna sína. Með því ynnist tvíþættur sigur, meiri sátt um sjálfbæra nýtingu náttúruauðlinda og meiri samvinna í dreifðari byggðum. Höfundur er verkfræðingur og hefur boðið sig fram í oddvitasæti Samfylkingarinnar í NV-kjördæmi.
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar