Segja leikstíl Ísaks Bergmanns svipa til Luka Modrić Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 26. mars 2021 07:00 Ísak Bergmann í leik gegn Ítalíu í undankeppni EM. Vísir/Vilhelm Ísak Bergmann Jóhannesson hóf 4-1 tap íslenska U-21 árs landsliðsins gegn Rússlandi á hægri vængnum í 4-3-3 leikkerfi en ef marka má sérfræðinga The Athletic myndu hæfileikar hans nýtast betur á miðri miðjunni. Vísir greindi frá því að knattspyrnusamband Evrópu hefði tekið saman lista yfir einn leikmann úr hverju liði sem vert væri að fylgjast með á mótinu. Ísak Bergmann Jóhannesson var sá Íslendingur sem var nefndur til sögunnar. Nú hefur íþróttamiðillinn The Athletic tekið í sama streng en íþróttavefmiðillinn birti tíu leikmenn sem áhorfendur ættu svo sannarlega ekki að láta fram hjá sér fara. Ísak Bergmann er þar á meðal ásamt tveimur öðrum úr riðli okkar Íslendinga. Fedor Chalov – fremherji Rússlands sem við fengum að kynnast aðeins of vel í 4-1 tapi Íslands í gær – og svo hinn ungi Wahid Faghir hjá Danmörku. Í greininni segir að Ísak Bergmann sé eftirsóttur af fjölda stórliða Evrópu, þar á meðal Juventus, Inter Milan og Manchester United. „Þess örvfætti leikmaður var byrjunarliðsmaður hjá Norrköping í sænsku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð og er einkar fjölhæfur. Getur hann spilað annað hvort úti á væng eða miðsvæðis. Þrátt fyrir ungan aldur er hann mjög yfirvegaður á boltann og tekur reglulega þátt í sóknaruppbyggingu liðsins með stuttum, snöggum sendingum,“ segir í grein Athletic. Scamacca scores the first goal for Italy in the #U21EURO Championship!I looked in to his profile below, as a key player to look out for in the tournament https://t.co/jVm8cpWzIo— Mark Carey (@MarkCarey93) March 24, 2021 „Sköpunargetan helst í hendur við yfirvegun Ísaks á boltann en hann lagði alls upp níu mörk í deildinni á síðasta tímabili. Miðað við spilaðar mínútur þá var hann í sjöunda sæti yfir flestar stoðsendingar í sænsku úrvalsdeildinni.“ „Samkvæmt algrím smarterscout þá svipar leikstíll Ísaks Bergmanns til Luka Modrić hjá Real Madrid, miðjumaður sem tengir vörn og sókn vel saman – ekki slæmur leikmaður til að vera líkt við.“ Ísak Bergmann náði því miður lítið að sýna í slæmu tapi íslenska liðsins gegn Rússum í gær. Eins og áður kom fram hóf hann leik á hægri vængnum en hver veit nema hann fái tækifæri á miðjunni í næsta leik. Fótbolti EM U21 í fótbolta 2021 Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Rússland 1-4 | Niðurlæging í Györ Íslenska U-21 árs landslið fékk enga draumabyrjun á Evrópumótinu í Györ í Ungverjalandi því liðið tapaði 4-1 gegn Rússlandi í fyrsta leik. 25. mars 2021 18:50 „Var aldrei inn í myndinni að gefast upp“ Davíð Snorri Jónasson, þjálfari U-21 árs landsliðs Íslands í knattspyrnu, var niðurlútur er hann mætti á fjarfund með blaðamönnum að loknu 4-1 tapi Íslands gegn Rússlandi í fyrsta leik liðsins á lokakeppni Evrópumótsins sem nú fer fram í Ungverjalandi. 25. mars 2021 20:20 Mest lesið Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Enski boltinn Sjáðu þegar stelpurnar hittu Höllu forseta Fótbolti Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Handbolti Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Körfubolti Yfirlýsing Ármanns vegna brottvísunar Arnars Péturs: Hann stytti sér leið Sport Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Íslenski boltinn Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Enski boltinn Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Íslenski boltinn Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu þegar stelpurnar hittu Höllu forseta Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Stjarnan selur Kjartan Má til Aberdeen Heimsmeistarar Spánverja í ham í fyrsta leik á EM Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Beta og belgísku stelpurnar töpuðu fyrsta leiknum sínum á EM Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Besti hópur sem ég hef unnið með: „Þær vilja vita öll smáatriði“ „Það er ekki þörf á mér lengur“ Fékk rautt spjald fyrir ári síðan og má ekki spila í kvöld Cecilía og Sveindís mynda gott grínpar: „Hún er léttklikkuð“ Skriðdrekar á ferð við æfingasvæði Íslands Forsetinn hressti stelpurnar við: „Hitti algjörlega naglann á höfuðið“ EM í dag: Þungt högg, óvæntur fáni og indverskur matur Þorsteinn um fráfall Jota: „Sorglegar fréttir“ Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Mínútu þögn fyrir leik Portúgals í kvöld Varð fullorðinn úti Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Glódís mætti ekki á æfingu „Óbætanlegur missir fyrir portúgalska knattspyrnu“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Diogo Jota lést í bílslysi Hita upp fyrir HM með úrslitaleik um Gullbikarinn Myndasyrpa: Stelpurnar vel studdar í svekkjandi tapi Sjá meira
Vísir greindi frá því að knattspyrnusamband Evrópu hefði tekið saman lista yfir einn leikmann úr hverju liði sem vert væri að fylgjast með á mótinu. Ísak Bergmann Jóhannesson var sá Íslendingur sem var nefndur til sögunnar. Nú hefur íþróttamiðillinn The Athletic tekið í sama streng en íþróttavefmiðillinn birti tíu leikmenn sem áhorfendur ættu svo sannarlega ekki að láta fram hjá sér fara. Ísak Bergmann er þar á meðal ásamt tveimur öðrum úr riðli okkar Íslendinga. Fedor Chalov – fremherji Rússlands sem við fengum að kynnast aðeins of vel í 4-1 tapi Íslands í gær – og svo hinn ungi Wahid Faghir hjá Danmörku. Í greininni segir að Ísak Bergmann sé eftirsóttur af fjölda stórliða Evrópu, þar á meðal Juventus, Inter Milan og Manchester United. „Þess örvfætti leikmaður var byrjunarliðsmaður hjá Norrköping í sænsku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð og er einkar fjölhæfur. Getur hann spilað annað hvort úti á væng eða miðsvæðis. Þrátt fyrir ungan aldur er hann mjög yfirvegaður á boltann og tekur reglulega þátt í sóknaruppbyggingu liðsins með stuttum, snöggum sendingum,“ segir í grein Athletic. Scamacca scores the first goal for Italy in the #U21EURO Championship!I looked in to his profile below, as a key player to look out for in the tournament https://t.co/jVm8cpWzIo— Mark Carey (@MarkCarey93) March 24, 2021 „Sköpunargetan helst í hendur við yfirvegun Ísaks á boltann en hann lagði alls upp níu mörk í deildinni á síðasta tímabili. Miðað við spilaðar mínútur þá var hann í sjöunda sæti yfir flestar stoðsendingar í sænsku úrvalsdeildinni.“ „Samkvæmt algrím smarterscout þá svipar leikstíll Ísaks Bergmanns til Luka Modrić hjá Real Madrid, miðjumaður sem tengir vörn og sókn vel saman – ekki slæmur leikmaður til að vera líkt við.“ Ísak Bergmann náði því miður lítið að sýna í slæmu tapi íslenska liðsins gegn Rússum í gær. Eins og áður kom fram hóf hann leik á hægri vængnum en hver veit nema hann fái tækifæri á miðjunni í næsta leik.
Fótbolti EM U21 í fótbolta 2021 Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Rússland 1-4 | Niðurlæging í Györ Íslenska U-21 árs landslið fékk enga draumabyrjun á Evrópumótinu í Györ í Ungverjalandi því liðið tapaði 4-1 gegn Rússlandi í fyrsta leik. 25. mars 2021 18:50 „Var aldrei inn í myndinni að gefast upp“ Davíð Snorri Jónasson, þjálfari U-21 árs landsliðs Íslands í knattspyrnu, var niðurlútur er hann mætti á fjarfund með blaðamönnum að loknu 4-1 tapi Íslands gegn Rússlandi í fyrsta leik liðsins á lokakeppni Evrópumótsins sem nú fer fram í Ungverjalandi. 25. mars 2021 20:20 Mest lesið Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Enski boltinn Sjáðu þegar stelpurnar hittu Höllu forseta Fótbolti Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Handbolti Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Körfubolti Yfirlýsing Ármanns vegna brottvísunar Arnars Péturs: Hann stytti sér leið Sport Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Íslenski boltinn Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Enski boltinn Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Íslenski boltinn Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu þegar stelpurnar hittu Höllu forseta Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Stjarnan selur Kjartan Má til Aberdeen Heimsmeistarar Spánverja í ham í fyrsta leik á EM Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Beta og belgísku stelpurnar töpuðu fyrsta leiknum sínum á EM Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Besti hópur sem ég hef unnið með: „Þær vilja vita öll smáatriði“ „Það er ekki þörf á mér lengur“ Fékk rautt spjald fyrir ári síðan og má ekki spila í kvöld Cecilía og Sveindís mynda gott grínpar: „Hún er léttklikkuð“ Skriðdrekar á ferð við æfingasvæði Íslands Forsetinn hressti stelpurnar við: „Hitti algjörlega naglann á höfuðið“ EM í dag: Þungt högg, óvæntur fáni og indverskur matur Þorsteinn um fráfall Jota: „Sorglegar fréttir“ Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Mínútu þögn fyrir leik Portúgals í kvöld Varð fullorðinn úti Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Glódís mætti ekki á æfingu „Óbætanlegur missir fyrir portúgalska knattspyrnu“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Diogo Jota lést í bílslysi Hita upp fyrir HM með úrslitaleik um Gullbikarinn Myndasyrpa: Stelpurnar vel studdar í svekkjandi tapi Sjá meira
Umfjöllun: Ísland - Rússland 1-4 | Niðurlæging í Györ Íslenska U-21 árs landslið fékk enga draumabyrjun á Evrópumótinu í Györ í Ungverjalandi því liðið tapaði 4-1 gegn Rússlandi í fyrsta leik. 25. mars 2021 18:50
„Var aldrei inn í myndinni að gefast upp“ Davíð Snorri Jónasson, þjálfari U-21 árs landsliðs Íslands í knattspyrnu, var niðurlútur er hann mætti á fjarfund með blaðamönnum að loknu 4-1 tapi Íslands gegn Rússlandi í fyrsta leik liðsins á lokakeppni Evrópumótsins sem nú fer fram í Ungverjalandi. 25. mars 2021 20:20