Sýknudómur í máli Sjanghæ gegn Sunnu staðfestur Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. mars 2021 16:06 Landsréttur segir fréttaflutninginn hafa verið í æsifréttastíl og skapað þau hughrif að pottur hlyti að vera alvarlega brotinn í starfsmannamálum á umræddum veitingastað. Vísir Landsréttur hefur staðfest sýknudóm úr héraði í máli veitingastaðarins Sjanghæ á Akureyri á hendur Sunnu Valgerðardóttur fréttamanni, Magnúsi Geir Þórðarsyni fyrrverandi útvarpsstjóra og Ríkisútvarpinu. Dómur var kveðinn upp klukkan 14. Eigandi Sjanghæ krafðist miskabóta upp á þrjár milljónir. Shanghæ höfðaði málið og krafðist ómerkingar á ummælum í fjórum liðum sem birt voru á vef Ríkisútvarpsins og einum ummælum sem Sunna lét falla í beinni útsendingu í kvöldfréttum þann 30. ágúst 2017. Stefnan var gegn Sunnu aðallega, Magnúsi Geir til vara og Ríkisútvarpinu til réttargæslu. Ummælin lutu að ætluðu vinnumansali á veitingastaðnum sem var þá í eigu Rosita YuFan Zhang. Grunur um umrætt brot og nánari atvik reyndust haldlaus að því er segir í niðurstöðu Landsréttar. Þar kemur einnig fram að ekki færi á milli mála að ummælin hefðu falið í sér aðdróttanir um alvarleg brot og siðferðilega ámælisverða háttsemi. Hins vegar taldi Landsréttur að ekki yrði hjá því litið að fyrir lá grunur, byggður á ábendingu sem stéttarfélagið Iðja hugðist kanna nánar. Sem raunin varð. Sunna hefði því heimildir sem hún hefði mátt telja traustar. Landsréttur taldi að hvorki yrði gerð sú krafa til Sunnu að hún kannaði sérstaklega hvort umrædd ábending væri rétt eða röng né að henni hefði verið skylt að gefa Rositu kost á að tjá sig um efni fréttanna fyrir flutning þeirra. Þá yrði að líta til þess að í krafti hins rúma tjáningarfrelsis sem fjölmiðlar njóti hafi Sunna haft svigrúm til að ákveða nánari framsetningu fréttanna svo framarlega sem ekki yrði farið með rangt mál. Hún hefði því ekki með ummælum sínum farið út fyrir mörk tjáningarfrelsisins samkvæmt stjórnarskrá og manndréttindasáttamála Evrópu. Málskostnaður í héraði og fyrir Landsrétti var látinn falla niður í ljósi vafaatriða málsins, eins og segir í dómi Landsréttar. Fjölmiðlar Dómsmál Akureyri Veitingastaðir Ríkisútvarpið Tjáningarfrelsi Tengdar fréttir Ríkisútvarpið ohf. sýknað í Sjanghæ-málinu Lögmaður Sjaghæ segir að málinu verði að öllum líkindum áfrýjað. 17. febrúar 2020 15:27 Eigandi Sjanghæ krefur RÚV um þrjár milljónir króna Eigandi veitingastaðarins Sjanghæ á Akureyri, Rosita YuFan Zhang, krefur nú Ríkisútvarpið um þrjár milljónir króna og formlega afsökunarbeiðni vegna umfjöllunar miðilsins um veitingastaðinn sem birtist á síðasta ári. 17. desember 2018 23:17 Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Brestir í MAGA-múrnum „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Sjá meira
Shanghæ höfðaði málið og krafðist ómerkingar á ummælum í fjórum liðum sem birt voru á vef Ríkisútvarpsins og einum ummælum sem Sunna lét falla í beinni útsendingu í kvöldfréttum þann 30. ágúst 2017. Stefnan var gegn Sunnu aðallega, Magnúsi Geir til vara og Ríkisútvarpinu til réttargæslu. Ummælin lutu að ætluðu vinnumansali á veitingastaðnum sem var þá í eigu Rosita YuFan Zhang. Grunur um umrætt brot og nánari atvik reyndust haldlaus að því er segir í niðurstöðu Landsréttar. Þar kemur einnig fram að ekki færi á milli mála að ummælin hefðu falið í sér aðdróttanir um alvarleg brot og siðferðilega ámælisverða háttsemi. Hins vegar taldi Landsréttur að ekki yrði hjá því litið að fyrir lá grunur, byggður á ábendingu sem stéttarfélagið Iðja hugðist kanna nánar. Sem raunin varð. Sunna hefði því heimildir sem hún hefði mátt telja traustar. Landsréttur taldi að hvorki yrði gerð sú krafa til Sunnu að hún kannaði sérstaklega hvort umrædd ábending væri rétt eða röng né að henni hefði verið skylt að gefa Rositu kost á að tjá sig um efni fréttanna fyrir flutning þeirra. Þá yrði að líta til þess að í krafti hins rúma tjáningarfrelsis sem fjölmiðlar njóti hafi Sunna haft svigrúm til að ákveða nánari framsetningu fréttanna svo framarlega sem ekki yrði farið með rangt mál. Hún hefði því ekki með ummælum sínum farið út fyrir mörk tjáningarfrelsisins samkvæmt stjórnarskrá og manndréttindasáttamála Evrópu. Málskostnaður í héraði og fyrir Landsrétti var látinn falla niður í ljósi vafaatriða málsins, eins og segir í dómi Landsréttar.
Fjölmiðlar Dómsmál Akureyri Veitingastaðir Ríkisútvarpið Tjáningarfrelsi Tengdar fréttir Ríkisútvarpið ohf. sýknað í Sjanghæ-málinu Lögmaður Sjaghæ segir að málinu verði að öllum líkindum áfrýjað. 17. febrúar 2020 15:27 Eigandi Sjanghæ krefur RÚV um þrjár milljónir króna Eigandi veitingastaðarins Sjanghæ á Akureyri, Rosita YuFan Zhang, krefur nú Ríkisútvarpið um þrjár milljónir króna og formlega afsökunarbeiðni vegna umfjöllunar miðilsins um veitingastaðinn sem birtist á síðasta ári. 17. desember 2018 23:17 Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Brestir í MAGA-múrnum „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Sjá meira
Ríkisútvarpið ohf. sýknað í Sjanghæ-málinu Lögmaður Sjaghæ segir að málinu verði að öllum líkindum áfrýjað. 17. febrúar 2020 15:27
Eigandi Sjanghæ krefur RÚV um þrjár milljónir króna Eigandi veitingastaðarins Sjanghæ á Akureyri, Rosita YuFan Zhang, krefur nú Ríkisútvarpið um þrjár milljónir króna og formlega afsökunarbeiðni vegna umfjöllunar miðilsins um veitingastaðinn sem birtist á síðasta ári. 17. desember 2018 23:17