Þynging og sýkna í innherjasvikamáli í Icelandair Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. mars 2021 16:21 Kjartan Bergur Jónsson (til vinstri) var sýknaður af ákærunni. Dómur var þyngdur yfir Kjartani Jónssyni (fyrir miðju) og þriggja og hálfs árs dómur yfir Kristjáni Georgi Jósteinssyni staðfestur. Vísir/vilhelm Landsréttur staðfesti í dag þriggja og hálfs árs fangelsisdóm yfir Kristjáni Georg Jósteinssyni í Icelandair-innhverjasvikamálinu. Þá var dómur yfir Kjartani Jónssyni þyngdur úr átján mánuðum í tvö ár. Kjartan Bergur Jónsson, sem fékk fjögurra mánaða skilorðsbundinn dóm í héraði, var sýknaður í Landsrétti. Kjartan Jónsson og Kristján Georg voru ákærðir fyrir innherjasvik sem fóru þannig fram að Kristján Georg keypti og nýtti, í gegnum félag sitt Fastrek, afleiður og sölurétt samkvæmt valréttarsamningum sem byggðust á verðþróun hlutabréfa í Icelandair. Það gerði hann þrátt fyrir að búa yfir innherjaupplýsingum sem Kjartan, þá forstöðumaður leiðakerfisstjórnunar Icelandair, lét honum í té. Kjartan Berg var ákærður fyrir hlutdeild í innherjasvikum fyrir að hafa keypt sams konar sölurétt samkvæmt valréttarsamningi á grundvelli ráðgjafar eða hvatningar af hálfu Kristjáns Georgs. Fruminnherji hjá Icelandair Í dómi Landsréttar var rakið að Kjartan Jónsson hefði, í starfi sínu verið skilgreindur í hópi lykilstarfsmanna Icelandair og skráður fruminnherji í móðurfélaginu Icelandair Group hf. Þannig hefði hann að jafnaði haft aðgang að upplýsingum sem gátu haft marktæk áhrif á markaðsvirði félagsins. Samskipti hans og Kristjáns Georgs hafi borið með sér að Kristján Georg hefði átt viðskipti með umræddar afleiður og sölurétti, á grundvelli innherjaupplýsinga frá Kjartani Jónssyni. Þannig hefði Kjartan Jónsson tekið þátt í skiptingu áhættu og hagnaðar. Voru þeir því sakfelldir fyrir framangreind brot. Við ákvörðun refsingar var litið til þess að brot þeirra voru sérstaklega alvarleg og ásetningur þeirra einbeittur. Refsing Kjartans Jónssonar var ákveðin fangelsi í tvö ár en Kristján Georg rauf með brotum sínum skilorð og var refsing hans því ákveðin þrjú ár og sex mánuðir. Með milljónir í reiðufé heima hjá sér Fallist var á upptöku á þremur milljónum króna í reiðufé sem fundust á heimili Kjartans og 38 milljónum úr félagi Kristjáns Georgs Fastreki. Milljónirnar 38 teljast hluti af fasteignum félagsins. Landsréttur taldi að ákæruvaldinu hefði ekki tekist að færa sönnur á að Kjartan Berg hefði vitað eða mátt vita að Kristján Georg hefði búið yfir innherjaupplýsingum þegar hann ráðlagði eða hvatti hann til viðskipta með bréf félagsins. Var Kjartan Berg því sýknaður af hlutdeild í innherjasvikabroti Kristjáns Georgs. Hann fékk þó ekki að halda þeim rúmlega tuttugu milljónum króna ávinningi af viðskiptunum. Þau töldust vera 4,3 milljónir króna sem fundust í reiðufé á heimili Kjartans Bergs og hluti af andvirði í fasteign hans í Reykjavík. Fréttin hefur verið uppfærð. Innherjasvik hjá Icelandair Dómsmál Icelandair Fréttir af flugi Mest lesið Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Viðskipti innlent Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið Samstarf Fleiri fréttir Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Sjá meira
Kjartan Jónsson og Kristján Georg voru ákærðir fyrir innherjasvik sem fóru þannig fram að Kristján Georg keypti og nýtti, í gegnum félag sitt Fastrek, afleiður og sölurétt samkvæmt valréttarsamningum sem byggðust á verðþróun hlutabréfa í Icelandair. Það gerði hann þrátt fyrir að búa yfir innherjaupplýsingum sem Kjartan, þá forstöðumaður leiðakerfisstjórnunar Icelandair, lét honum í té. Kjartan Berg var ákærður fyrir hlutdeild í innherjasvikum fyrir að hafa keypt sams konar sölurétt samkvæmt valréttarsamningi á grundvelli ráðgjafar eða hvatningar af hálfu Kristjáns Georgs. Fruminnherji hjá Icelandair Í dómi Landsréttar var rakið að Kjartan Jónsson hefði, í starfi sínu verið skilgreindur í hópi lykilstarfsmanna Icelandair og skráður fruminnherji í móðurfélaginu Icelandair Group hf. Þannig hefði hann að jafnaði haft aðgang að upplýsingum sem gátu haft marktæk áhrif á markaðsvirði félagsins. Samskipti hans og Kristjáns Georgs hafi borið með sér að Kristján Georg hefði átt viðskipti með umræddar afleiður og sölurétti, á grundvelli innherjaupplýsinga frá Kjartani Jónssyni. Þannig hefði Kjartan Jónsson tekið þátt í skiptingu áhættu og hagnaðar. Voru þeir því sakfelldir fyrir framangreind brot. Við ákvörðun refsingar var litið til þess að brot þeirra voru sérstaklega alvarleg og ásetningur þeirra einbeittur. Refsing Kjartans Jónssonar var ákveðin fangelsi í tvö ár en Kristján Georg rauf með brotum sínum skilorð og var refsing hans því ákveðin þrjú ár og sex mánuðir. Með milljónir í reiðufé heima hjá sér Fallist var á upptöku á þremur milljónum króna í reiðufé sem fundust á heimili Kjartans og 38 milljónum úr félagi Kristjáns Georgs Fastreki. Milljónirnar 38 teljast hluti af fasteignum félagsins. Landsréttur taldi að ákæruvaldinu hefði ekki tekist að færa sönnur á að Kjartan Berg hefði vitað eða mátt vita að Kristján Georg hefði búið yfir innherjaupplýsingum þegar hann ráðlagði eða hvatti hann til viðskipta með bréf félagsins. Var Kjartan Berg því sýknaður af hlutdeild í innherjasvikabroti Kristjáns Georgs. Hann fékk þó ekki að halda þeim rúmlega tuttugu milljónum króna ávinningi af viðskiptunum. Þau töldust vera 4,3 milljónir króna sem fundust í reiðufé á heimili Kjartans Bergs og hluti af andvirði í fasteign hans í Reykjavík. Fréttin hefur verið uppfærð.
Innherjasvik hjá Icelandair Dómsmál Icelandair Fréttir af flugi Mest lesið Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Viðskipti innlent Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið Samstarf Fleiri fréttir Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Sjá meira