Þjálfari Dana spenntur fyrir undrabarninu Faghir Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 27. mars 2021 07:01 Wahid Faghir [t.v.] fagnar marki sínu fyrir Vejle gegn SønderjyskE í febrúar á þessu ári. Lars Ronbog/Getty Images Kasper Hjulmand. þjálfari danska A-landsliðsins í knattspyrnu, er mjög spenntur að sjá hinn 17 ára Wahid Faghir í treyju danska landsliðsins og vonast til að þessi ungi leikmaður ákveði að spila fyrir Dani um ókomna tíð. Faghir – sem er yngsti leikmaðurinn á EM U-21 árs landsliða sem nú fer fram – skráði sig í sögubækurnar er Danir gerðu sér lítið fyrir og unnu Frakka 1-0 í fyrsta leik liðanna á mótinu. Faghir byrjaði leikinn og varð þar með yngsti leikmaður til að byrja leik á EM U-21 árs landsliða frá upphafi. Faghir var á sama lista og Ísak Bergmann Jóhannesson hjá The Athletic. Íþróttavefurinn nefndi þar tíu áhugaverða leikmenn sem vert væri að fylgjast með á mótinu. Hjulmand vonar að Faghir velji danska landsliðið en leikmaðurinn á rætur að rekja til Afganistan en foreldrar hans flúðu harðstjórn Talíbana skömmu eftir aldamót og enduðu í Danmörku þar sem Faghir er fæddur. Kasper Hjulmand, þjálfari danska landsliðsins, er spenntur að sjá hvað hinn ungi og efnilegi Faghir gerir á næstu árum.EPA-EFE/Liselotte Sabroe „Auðvitað vonast ég til þess að Faghir velji danska landsliðið. Ég hef fylgst með uppgangi hans í yngri landsliðunum þar sem ég hef einnig starfað svo ég hef séð mikið af Wahid,“ sagði Hjulmand í viðtali sem birtist á Bold.dk. „Ég tel hann vera frábæran framherja sem getur gert smá af öllu. Það verður mjög spennandi að fylgjast með honum. Auðvitað trúi ég sem og vona að hann haldi áfram þróun sinni og að hann haldi áfram að bæta sig innan okkar kerfis. Það er enn langur vegur frá því stigi sem hann er á nú og upp í næsta [frá U-21 upp í A-landsliðið] en hann er svo sannarlega spennandi leikmaður.“ Þá hrósaði Hjulmand einnig U-21 árs landsliði Dana fyrir sigurinn á Frökkum og þá sérstaklega fyrir sigurmark leiksins en það var einnig eina mark leiksins. Danir léku boltanum vel sín á milli frá aftasta manni sem endaði með einkar laglegu marki. França favorita no sub-21? A Dinamarca não acha! Deu duro: Dreyer fez o gol da vitória pic.twitter.com/Mk4B2H5Ylo— Leonardo Bertozzi (@lbertozzi) March 25, 2021 Danmörk og Ísland mætast á EM U-21 árs landsliða á morgun, sunnudag, klukkan 13.00. Danmörk vann Frakkland 1-0 í fyrstu umferð riðlakeppninnar á meðan Ísland steinlá 4-1 gegn Rússlandi. Fótbolti EM U21 í fótbolta 2021 Mest lesið „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Enski boltinn Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Enski boltinn „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Real Sociedad - Real Madrid | Madrídingar í Baskalandi Zubimendi með tvö í frábærum sigri Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Sjá meira
Faghir – sem er yngsti leikmaðurinn á EM U-21 árs landsliða sem nú fer fram – skráði sig í sögubækurnar er Danir gerðu sér lítið fyrir og unnu Frakka 1-0 í fyrsta leik liðanna á mótinu. Faghir byrjaði leikinn og varð þar með yngsti leikmaður til að byrja leik á EM U-21 árs landsliða frá upphafi. Faghir var á sama lista og Ísak Bergmann Jóhannesson hjá The Athletic. Íþróttavefurinn nefndi þar tíu áhugaverða leikmenn sem vert væri að fylgjast með á mótinu. Hjulmand vonar að Faghir velji danska landsliðið en leikmaðurinn á rætur að rekja til Afganistan en foreldrar hans flúðu harðstjórn Talíbana skömmu eftir aldamót og enduðu í Danmörku þar sem Faghir er fæddur. Kasper Hjulmand, þjálfari danska landsliðsins, er spenntur að sjá hvað hinn ungi og efnilegi Faghir gerir á næstu árum.EPA-EFE/Liselotte Sabroe „Auðvitað vonast ég til þess að Faghir velji danska landsliðið. Ég hef fylgst með uppgangi hans í yngri landsliðunum þar sem ég hef einnig starfað svo ég hef séð mikið af Wahid,“ sagði Hjulmand í viðtali sem birtist á Bold.dk. „Ég tel hann vera frábæran framherja sem getur gert smá af öllu. Það verður mjög spennandi að fylgjast með honum. Auðvitað trúi ég sem og vona að hann haldi áfram þróun sinni og að hann haldi áfram að bæta sig innan okkar kerfis. Það er enn langur vegur frá því stigi sem hann er á nú og upp í næsta [frá U-21 upp í A-landsliðið] en hann er svo sannarlega spennandi leikmaður.“ Þá hrósaði Hjulmand einnig U-21 árs landsliði Dana fyrir sigurinn á Frökkum og þá sérstaklega fyrir sigurmark leiksins en það var einnig eina mark leiksins. Danir léku boltanum vel sín á milli frá aftasta manni sem endaði með einkar laglegu marki. França favorita no sub-21? A Dinamarca não acha! Deu duro: Dreyer fez o gol da vitória pic.twitter.com/Mk4B2H5Ylo— Leonardo Bertozzi (@lbertozzi) March 25, 2021 Danmörk og Ísland mætast á EM U-21 árs landsliða á morgun, sunnudag, klukkan 13.00. Danmörk vann Frakkland 1-0 í fyrstu umferð riðlakeppninnar á meðan Ísland steinlá 4-1 gegn Rússlandi.
Fótbolti EM U21 í fótbolta 2021 Mest lesið „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Enski boltinn Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Enski boltinn „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Real Sociedad - Real Madrid | Madrídingar í Baskalandi Zubimendi með tvö í frábærum sigri Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Sjá meira