Biðlistar myndast í sólarlandaferðir Kristín Ólafsdóttir skrifar 26. mars 2021 23:31 Þráinn Vigfússon, framkvæmdastjóri Vita. Vísir/Egill Íslendinga virðist marga þyrsta í ferðalög um þessar mundir, að sögn framkvæmdastjóra ferðaskrifstofunnar Vita. Biðlistar hafa myndast í sólarlandaferðir, sem eru þó mun færri nú en í eðlilegu árferði. Þráinn Vigfússon framkvæmdastjóri Vita ræddi stöðuna á utanlandsferðum, einkum nú yfir páskana, í viðtali í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann sagði að farnar væru þrjár ferðir út í sólina hjá Vita nú um páskana; tvær ferðir til Tenerife og ein til Alicante. Fyrri flugvélin til Tenerife fór í loftið í morgun en hinar tvær fara á morgun. Þráinn sagði þetta um fimmfalt færri ferðir en farnar voru yfir páskana fyrir tveimur árum. Þá hefði lítið verið um afbókanir eftir að hertar samkomutakmarkanir tóku gildi hér á landi í vikunni. „Þær eru vel bókaðar [flugvélarnar] sem eru að fara í loftið. Þannig að þetta er bæði að afbókast og bókast aftur. Við erum með biðlista og töluvert af fólki sem er á honum ef það dettur eitthvað út,“ sagði Þráinn. Inntur eftir því hvort Íslendingar sem koma til dæmis til Tenerife nú um páskana þurfi að fara í sóttkví við komuna sagði Þráinn að þeir væru aðeins skyldaðir til að sýna neikvæða niðurstöðu úr Covid-prófi. Þá þyrfti vissulega að fara aftur í sýnatöku úti áður en haldið er heim – og á Íslandi tekur við tvöföld skimun með sóttkví á milli. Þá kvað Þráinn mikinn áhuga meðal Íslendinga á utanlandsferðum síðsumars og í haust. Bókanir hrönnuðust nú inn, einkum til Tenerife og annarra staða á Spáni. „En fólk er að bíða eftir að sjá hvernig bólusetningum vindur fram og líka ástandið í löndunum í kringum okkur.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðalög Spánn Tengdar fréttir Há leiga á Íslandi meðal ástæðna þess að útlendingar í atvinnuleit fljúga heim Hátt leiguverð hér á landi og þörf til að sinna veikum ættingjum í Póllandi eru meðal ástæðna þess að atvinnulausir Pólverjar dvelja í heimalandi sínu á meðan á atvinnuleit stendur. Þetta segir varaformaður Eflingar. 26. mars 2021 22:02 Með „einhver örlítil einkenni“ sem hann tengdi engan veginn við Covid Tvöfalt fleiri eru í sóttkví í dag en í gær eða um þrettánhundruð manns. Einn þeirra sex sem greindist smitaður af kórónuveirunni í gær var utan sóttkvíar. Flugmaður hjá flugfélaginu Erni smitaðist í gær og var utan sóttkvíar. 26. mars 2021 20:00 Þrír smitaðir til viðbótar í 25 manna hóp Fimm greindust með kórónuveiruna á landamærunum á Seyðisfirði við komu Norrænu á þriðjudag. Tveir þeirra greindust er þeir komu um borð í Norrænu í Hirtshals en þrír greindust til viðbótar við komuna til Íslands. Allir fimm eru hluti af tuttugu og fimm manna hóp sem kom saman í ferjuna. 26. mars 2021 21:05 Mest lesið Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Viðskipti innlent Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Neytendur Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Viðskipti erlent Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Viðskipti erlent Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Viðskipti innlent Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Atvinnulíf Arctic Adventures kaupir Happy Campers Viðskipti innlent Árni Oddur tekur við formennsku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Sjá meira
Þráinn Vigfússon framkvæmdastjóri Vita ræddi stöðuna á utanlandsferðum, einkum nú yfir páskana, í viðtali í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann sagði að farnar væru þrjár ferðir út í sólina hjá Vita nú um páskana; tvær ferðir til Tenerife og ein til Alicante. Fyrri flugvélin til Tenerife fór í loftið í morgun en hinar tvær fara á morgun. Þráinn sagði þetta um fimmfalt færri ferðir en farnar voru yfir páskana fyrir tveimur árum. Þá hefði lítið verið um afbókanir eftir að hertar samkomutakmarkanir tóku gildi hér á landi í vikunni. „Þær eru vel bókaðar [flugvélarnar] sem eru að fara í loftið. Þannig að þetta er bæði að afbókast og bókast aftur. Við erum með biðlista og töluvert af fólki sem er á honum ef það dettur eitthvað út,“ sagði Þráinn. Inntur eftir því hvort Íslendingar sem koma til dæmis til Tenerife nú um páskana þurfi að fara í sóttkví við komuna sagði Þráinn að þeir væru aðeins skyldaðir til að sýna neikvæða niðurstöðu úr Covid-prófi. Þá þyrfti vissulega að fara aftur í sýnatöku úti áður en haldið er heim – og á Íslandi tekur við tvöföld skimun með sóttkví á milli. Þá kvað Þráinn mikinn áhuga meðal Íslendinga á utanlandsferðum síðsumars og í haust. Bókanir hrönnuðust nú inn, einkum til Tenerife og annarra staða á Spáni. „En fólk er að bíða eftir að sjá hvernig bólusetningum vindur fram og líka ástandið í löndunum í kringum okkur.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðalög Spánn Tengdar fréttir Há leiga á Íslandi meðal ástæðna þess að útlendingar í atvinnuleit fljúga heim Hátt leiguverð hér á landi og þörf til að sinna veikum ættingjum í Póllandi eru meðal ástæðna þess að atvinnulausir Pólverjar dvelja í heimalandi sínu á meðan á atvinnuleit stendur. Þetta segir varaformaður Eflingar. 26. mars 2021 22:02 Með „einhver örlítil einkenni“ sem hann tengdi engan veginn við Covid Tvöfalt fleiri eru í sóttkví í dag en í gær eða um þrettánhundruð manns. Einn þeirra sex sem greindist smitaður af kórónuveirunni í gær var utan sóttkvíar. Flugmaður hjá flugfélaginu Erni smitaðist í gær og var utan sóttkvíar. 26. mars 2021 20:00 Þrír smitaðir til viðbótar í 25 manna hóp Fimm greindust með kórónuveiruna á landamærunum á Seyðisfirði við komu Norrænu á þriðjudag. Tveir þeirra greindust er þeir komu um borð í Norrænu í Hirtshals en þrír greindust til viðbótar við komuna til Íslands. Allir fimm eru hluti af tuttugu og fimm manna hóp sem kom saman í ferjuna. 26. mars 2021 21:05 Mest lesið Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Viðskipti innlent Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Neytendur Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Viðskipti erlent Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Viðskipti erlent Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Viðskipti innlent Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Atvinnulíf Arctic Adventures kaupir Happy Campers Viðskipti innlent Árni Oddur tekur við formennsku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Sjá meira
Há leiga á Íslandi meðal ástæðna þess að útlendingar í atvinnuleit fljúga heim Hátt leiguverð hér á landi og þörf til að sinna veikum ættingjum í Póllandi eru meðal ástæðna þess að atvinnulausir Pólverjar dvelja í heimalandi sínu á meðan á atvinnuleit stendur. Þetta segir varaformaður Eflingar. 26. mars 2021 22:02
Með „einhver örlítil einkenni“ sem hann tengdi engan veginn við Covid Tvöfalt fleiri eru í sóttkví í dag en í gær eða um þrettánhundruð manns. Einn þeirra sex sem greindist smitaður af kórónuveirunni í gær var utan sóttkvíar. Flugmaður hjá flugfélaginu Erni smitaðist í gær og var utan sóttkvíar. 26. mars 2021 20:00
Þrír smitaðir til viðbótar í 25 manna hóp Fimm greindust með kórónuveiruna á landamærunum á Seyðisfirði við komu Norrænu á þriðjudag. Tveir þeirra greindust er þeir komu um borð í Norrænu í Hirtshals en þrír greindust til viðbótar við komuna til Íslands. Allir fimm eru hluti af tuttugu og fimm manna hóp sem kom saman í ferjuna. 26. mars 2021 21:05
Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Atvinnulíf
Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Atvinnulíf