Spánn og Grikkland skildu jöfn, 1-1, er liðin mættust á Spáni en úrslitin komu mörgum á óvart enda styttist í EM hjá Spáni.
Þeir spænsku áttu í erfiðleikum með að skapa tækifæri gegn þéttri vörn Grikkja en Enrique er ekki áhyggjufullur gerist það sama á EM í sumar.
„Þegar við komum á EM þá held ég að ekkert lið muni læsa sig svo langt niðri á vellinum eins og Grikkland,“ sagði Luis Enrique.
„Þegar maður sækir á lið sem verst svona djúpt þá krefst það mikils. Grikkirnir eru góðir í því að verjast, hjálpa hvor öðrum og í skyndisóknunum.“
„Við höfum prufað að skoða hvað við getum gert öðruvísi næst. Mér finnst allir leikmennirnir klárir í slaginn í sumar,“ bætti Enrique við.
Spánn spilar annað kvöld gegn Georgíu á útivelli.
🗣️ @LUISENRIQUE21: "El partido de Grecia a nivel defensivo es de un nivel muy alto. Haciendo ayudas y estando pendiente de las transiciones"
— Selección Española de Fútbol (@SeFutbol) March 27, 2021
➡️ "El equipo ha de atacar con frescura sin problemas. Debemos marcar la diferencia en ataque y defensa".#SomosEspaña #SomosFederación pic.twitter.com/TpKQCFIJuQ