Opið bréf til heilbrigðisráðherra, Svandísar Svavarsdóttur Margrét Hildur Ríkharðsdóttir og Jóna Dóra Karlsdóttir skrifa 29. mars 2021 10:01 Sæl Svandís og takk fyrir ágætan fund um daginn sem var að mörgu leyti upplýsandi. Við erum að sjálfsögðu að tala um fundinn sem við fengum með þér þegar við afhentum undirskriftarlista sem fjölmargar konur höfðu skrifað undir til að mótmæla því að sýnin eru send úr landi til skimunar. Eitthvað var rætt um á þessum fundi að Heilsugæslan myndi bæta sig og unnið yrði að því að þær konur sem beðið hafa lengi eftir niðurstöðum fengju niðurstöður í sínum málum. Lítið höfum við stöllur séð af því. Nú bíðum við enn eftir niðurstöðu úr greiningu sýna úr leghálsi okkar. Báðar fengum við tvær svar í febrúar um að tiltekið mein hefði fundist við fyrri sýnatöku sem framkvæmd var í nóvember 2020 hjá okkur báðum. Í bréfinu vorum við boðaðar í frekari sýnatöku þar sem nauðsynlegt væri að skoða okkur aftur. Í skilaboðunum sem við fengum rafrænt frá island.is var okkur bent á að panta okkur tíma í nýja sýnatöku á Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Gerðum við það hið snarasta, eða öllu heldur gerðum tilraun til þess. En ekki var tíma í nýja sýnatöku að hafa fyrr en að fjórum vikum liðnum, á "okkar" Heilsugæslu. Þá tók við að hringja á hverja Heilsugæsluna á fætur annarri, þar var biðin eitthvað styttri, en of löng fyrir okkur, sem nýlega höfðum fengið bréf um að *sýni okkar væru óeðlileg,", þ.e. þau sem tekin voru í nóvember 2020 hjá Leitarstöð Krabbameinsfélags Íslands. Svandís, þú veist eins og allar konur sem fá svona tíðindi, að konur geta bara alls ekki beðið undir svona kringumstæðum. Hræðslan og kvíðinn sem gagntekur, krefst þess einfaldlega að við fáum sýnatöku og frekari greiningu hið snarasta. Rétt eins og brugðist var við hjá Leitarstöð Krabbameinsfélags Íslands. Mikilvægt er að þú gerir þér grein fyrir alvarleika þessa máls og að hér bíða hundruðir kvenna í kvíða og vanlíðan yfir þessu máli. Yfirfærsla á svona mikilvægri starfsemi má ekki ganga svona fyrir sig, vanda þarf til verka. Nú spyrjum við þig háttvirtur ráðherra; Hvar eru lífssýnin okkar, sem tekin voru í endaðan febrúar og byrjun mars? Eru þau í Danmörku, er búið að greina þau? Eru einhverjar niðurstöður komnar úr þeim sýnum sem send voru út. Og ef svo er, hvenær bárust þær? Og er búið að upplýsa þær konur ef einhverjar eru? Við undirritaðar og fjölmargar fleiri búum við það að kíkja inná "mínar síður" á island.is eða Heilsuvera.is á hverjum degi, jafnvel tvisvar á dag til að leita eftir pósti með svörum um niðurstöður, því annars staðar getum við ekki nálgast niðurstöðu úr greiningu lífssýna okkar. Og hvenær og hvernig verður staðið að málum ef sýnin okkar benda til sjúkdóms. Þurfum við þá að fara í frekari rannsóknir hjá Heilsugæslunni, kvensjúkdómalæknum eða.... já hvert verðum við "sendar"? Okkur er alls ekki sama hver mun fylgja okkur eftir, reynist eitthvað að, né hvernig að því er staðið. Mun Samhæfingarstöðin sjá til þess að við fáum samstundis áframhaldandi þjónustu? Nú höfum við beðið í 4 mánuði frá því fyrstu sýnin voru tekin og þykir okkur biðin vera orðin ansi löng. Þolinmæðin er fyrir löngu á þrotum og krefjumst við svara. Að síðustu leikur okkur forvitni á að vita; hvar eru lífssýnin okkar og hversu lengi í viðbót þurfum við að bíða eftir niðurstöðum? Við spyrjum því einnig til viðbótar því sem fram er komið hér að framan: Hvaða reglur gilda nú um meðferð og skráningu sýnanna okkar? Auk lagaákvæða gilda t.d. sérstakar reglur um lífsýnasafn Krabbameinsfélags Íslands. 1.Af hverju er ekki hægt svar fyrr til um niðurstöður rannsóknanna líkt og forsvarsmenn og konur Félags íslenskra fæðinga- og kvensjúkdómalækna (FÍFK) hafa bent á að yrði, væru sýnin greind hér á landi. 2.Telur þú ráðherra góður að þetta sé boðleg þjónusta? Fjöldi kvenna bíður í óvissu og tími getur vegið þungt í þeim tilvikum sem grípa þarf til meðferðar af einhverju taki. Svona sjúkdómur bíður ekki eftir að skikki verði komið á málin. 3.Hvers vegna var ekki hlustað á fagfólk eins og meirihluta fagráðs um skimanir fyrir leghálskrabbameini og FÍFK? Svandís, tíminn líður hratt og engin merki eru um að þessi mál séu að komast í lag þegar þetta átti í fyrsta lagi aldrei að þurfa að fara í þennan farveg. Við væntum greinargóðra svara innan 7 virkra daga. Margrét Hildur Ríkharðsdóttir og Jóna Dóra Karlsdóttir Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Skimun fyrir krabbameini Mest lesið Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Sæl Svandís og takk fyrir ágætan fund um daginn sem var að mörgu leyti upplýsandi. Við erum að sjálfsögðu að tala um fundinn sem við fengum með þér þegar við afhentum undirskriftarlista sem fjölmargar konur höfðu skrifað undir til að mótmæla því að sýnin eru send úr landi til skimunar. Eitthvað var rætt um á þessum fundi að Heilsugæslan myndi bæta sig og unnið yrði að því að þær konur sem beðið hafa lengi eftir niðurstöðum fengju niðurstöður í sínum málum. Lítið höfum við stöllur séð af því. Nú bíðum við enn eftir niðurstöðu úr greiningu sýna úr leghálsi okkar. Báðar fengum við tvær svar í febrúar um að tiltekið mein hefði fundist við fyrri sýnatöku sem framkvæmd var í nóvember 2020 hjá okkur báðum. Í bréfinu vorum við boðaðar í frekari sýnatöku þar sem nauðsynlegt væri að skoða okkur aftur. Í skilaboðunum sem við fengum rafrænt frá island.is var okkur bent á að panta okkur tíma í nýja sýnatöku á Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Gerðum við það hið snarasta, eða öllu heldur gerðum tilraun til þess. En ekki var tíma í nýja sýnatöku að hafa fyrr en að fjórum vikum liðnum, á "okkar" Heilsugæslu. Þá tók við að hringja á hverja Heilsugæsluna á fætur annarri, þar var biðin eitthvað styttri, en of löng fyrir okkur, sem nýlega höfðum fengið bréf um að *sýni okkar væru óeðlileg,", þ.e. þau sem tekin voru í nóvember 2020 hjá Leitarstöð Krabbameinsfélags Íslands. Svandís, þú veist eins og allar konur sem fá svona tíðindi, að konur geta bara alls ekki beðið undir svona kringumstæðum. Hræðslan og kvíðinn sem gagntekur, krefst þess einfaldlega að við fáum sýnatöku og frekari greiningu hið snarasta. Rétt eins og brugðist var við hjá Leitarstöð Krabbameinsfélags Íslands. Mikilvægt er að þú gerir þér grein fyrir alvarleika þessa máls og að hér bíða hundruðir kvenna í kvíða og vanlíðan yfir þessu máli. Yfirfærsla á svona mikilvægri starfsemi má ekki ganga svona fyrir sig, vanda þarf til verka. Nú spyrjum við þig háttvirtur ráðherra; Hvar eru lífssýnin okkar, sem tekin voru í endaðan febrúar og byrjun mars? Eru þau í Danmörku, er búið að greina þau? Eru einhverjar niðurstöður komnar úr þeim sýnum sem send voru út. Og ef svo er, hvenær bárust þær? Og er búið að upplýsa þær konur ef einhverjar eru? Við undirritaðar og fjölmargar fleiri búum við það að kíkja inná "mínar síður" á island.is eða Heilsuvera.is á hverjum degi, jafnvel tvisvar á dag til að leita eftir pósti með svörum um niðurstöður, því annars staðar getum við ekki nálgast niðurstöðu úr greiningu lífssýna okkar. Og hvenær og hvernig verður staðið að málum ef sýnin okkar benda til sjúkdóms. Þurfum við þá að fara í frekari rannsóknir hjá Heilsugæslunni, kvensjúkdómalæknum eða.... já hvert verðum við "sendar"? Okkur er alls ekki sama hver mun fylgja okkur eftir, reynist eitthvað að, né hvernig að því er staðið. Mun Samhæfingarstöðin sjá til þess að við fáum samstundis áframhaldandi þjónustu? Nú höfum við beðið í 4 mánuði frá því fyrstu sýnin voru tekin og þykir okkur biðin vera orðin ansi löng. Þolinmæðin er fyrir löngu á þrotum og krefjumst við svara. Að síðustu leikur okkur forvitni á að vita; hvar eru lífssýnin okkar og hversu lengi í viðbót þurfum við að bíða eftir niðurstöðum? Við spyrjum því einnig til viðbótar því sem fram er komið hér að framan: Hvaða reglur gilda nú um meðferð og skráningu sýnanna okkar? Auk lagaákvæða gilda t.d. sérstakar reglur um lífsýnasafn Krabbameinsfélags Íslands. 1.Af hverju er ekki hægt svar fyrr til um niðurstöður rannsóknanna líkt og forsvarsmenn og konur Félags íslenskra fæðinga- og kvensjúkdómalækna (FÍFK) hafa bent á að yrði, væru sýnin greind hér á landi. 2.Telur þú ráðherra góður að þetta sé boðleg þjónusta? Fjöldi kvenna bíður í óvissu og tími getur vegið þungt í þeim tilvikum sem grípa þarf til meðferðar af einhverju taki. Svona sjúkdómur bíður ekki eftir að skikki verði komið á málin. 3.Hvers vegna var ekki hlustað á fagfólk eins og meirihluta fagráðs um skimanir fyrir leghálskrabbameini og FÍFK? Svandís, tíminn líður hratt og engin merki eru um að þessi mál séu að komast í lag þegar þetta átti í fyrsta lagi aldrei að þurfa að fara í þennan farveg. Við væntum greinargóðra svara innan 7 virkra daga. Margrét Hildur Ríkharðsdóttir og Jóna Dóra Karlsdóttir
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun