Enski boltinn

Agu­ero kveður gegn Gylfa og fé­lögum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Gylfi og félagar fá þann heiður að spila síðasta leikinn gegn Aguero.
Gylfi og félagar fá þann heiður að spila síðasta leikinn gegn Aguero. Manchester City FC/Getty

Sergio Aguero mun yfirgefa Manchester City í sumar en þetta tilkynnti félagið á samfélagsmiðlum sínum nú undir kvöld.

Samningur Argentínumannsins rennur út í sumar og honum hefur verið tilkynnt að hans starfskrafta hans verði ekki óskað áfram.

Aguero kom til félagsins sumarið 2011 og hefur gert magnaða hluti hjá félaginu síðan þá. Hann skoraði tvö mörk og lagði upp eitt mark í fyrsta leiknum og gaf tóninn.

Hann hefur leikið 384 leiki fyrir félagið og skorað í þeim 257 mörk en hann er meðal annars sá sem hefur skorað flestar þrennur í ensku úrvalsdeildinni.

Síðasti leikur Aguero með Man. City á heimavelli verður gegn Gylfa Sigurðssyni og félögum í Everton þann 23. maí á Etihad leikvanginum.

Aguero er 32 ára en hann hefur meðal annars verið orðaður við Barcelona.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×