Sara ætlar sér að eiga epískustu endurkomuna í sögu CrossFit Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. mars 2021 09:01 Sara Sigmundsdóttir er staðráðin í því að koma sterkari til baka eftir þessi erfiðu hnémeiðsli. Hugarfar hennar hefur vakið hrifingu og athygli. Instagram/@wit.fitness Það er mikill hugur og engin uppgjöf í íslensku CrossFit stjörnunni Söru Sigmundsdóttur og jákvæðni hennar hefur ekki aðeins fengið mikið hrós úr hennar herbúðum heldur einnig verið umfjöllunarefni í erlendum miðlum. Það er ekki hægt annað en að hrífast af því hvernig Sara Sigmundsdóttir hefur tekist á við mótlætið eftir að hafa meiðst illa á hné aðeins nokkrum dögum fyrir nýtt tímabil. Þetta var tímabilið þar sem hún ætlaði að verða sú besta í heimi eftir vonbrigði síðustu ára. Christine Beswick hjá vefsíðu Fitnessvolt fjallar um meiðsli Söru og hvað Suðurnesjakonan sagði í sínu fyrsta viðtali eftir að hún sleit krossband í hné. Sara talar þar um það að hún ætli sér að verða betri íþróttamaður eftir þessi erfiðu meiðsli sem hafa af henni allt 2021 tímabilið. View this post on Instagram A post shared by Sara Sigmundsdo ttir (@sarasigmunds) Sara er að lyfta á fullu þrátt fyrir meiðslin og áður en hún fer í aðgerðina til að laga slitna krossbandið. Sara segist alltaf setja sér markmið og hún hefur þegar sett sér markmið áður en kemur að aðgerðinni. Nú tekur hún fyrir einn mánuð í einu. „Ég er vinna með sjúkraþjálfara og við byrjuðum æfingar í gær. Við erum að reyna að viðhalda sem mestum vöðvamassa í fótunum eins og ég get. Ég hef því þegar markmið fram að aðgerðinni. Eftir aðferðina þá mun ég setja mér nýtt mánaðarmarkmið. Eftir þann mánuð kemur svo nýtt markmið,“ sagði Sara. Sara veit hversu mikilvægt hugfar hennar er í þessu öllu saman. Hún bar niðurbrotin eftir að hún meiddi sig en núna neitar hún að líta á 2021 sem slæmt ár. Hún er staðráðin í að gera aftur æfinguna sem kostaði hana krossbandið. Hún er líka staðráðin í því að líta ekki á sig sem fórnarlamb þótt hún viðurkenni að mannlegi þátturinn hafi herjað á hana um tíma. View this post on Instagram A post shared by WIT (@wit.fitness) „Ég hef mína styrktaraðila. Ég á aðdáendur. Ég á mína fjölskyldu. Ég líta á þetta að þau séu öll að lifa þetta í gegnum mig. Nú kom þetta fyrir og þau geta ekki upplifað þetta með mér. Ég hef því þegar ákveðið það að þessi meiðsli munu bara gera mig enn einbeittari í því að eiga epískustu endurkomuna í sögu CrossFit íþróttarinnar,“ sagði Sara. „Ég er staðráðin í að fylgja þessu. Um leið og ég læt neikvæðnina ná tökum á mér, fer að vorkenna sjálfri mér, að sjá mig sem fórnarlamb eða velta því fyrir mér af hverju þerra gerist alltaf fyrir mig. Þá endurstilli ég mig og segi við sjálfa mig: Þetta gerðist fyrir mig og ég geta tekið á þessu á réttan hátt. Ég ætla að nota mér þetta til að vera enn sterkari í framtíðinni,“ sagði Sara í þessu magnaða viðtali. CrossFit Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Sjá meira
Það er ekki hægt annað en að hrífast af því hvernig Sara Sigmundsdóttir hefur tekist á við mótlætið eftir að hafa meiðst illa á hné aðeins nokkrum dögum fyrir nýtt tímabil. Þetta var tímabilið þar sem hún ætlaði að verða sú besta í heimi eftir vonbrigði síðustu ára. Christine Beswick hjá vefsíðu Fitnessvolt fjallar um meiðsli Söru og hvað Suðurnesjakonan sagði í sínu fyrsta viðtali eftir að hún sleit krossband í hné. Sara talar þar um það að hún ætli sér að verða betri íþróttamaður eftir þessi erfiðu meiðsli sem hafa af henni allt 2021 tímabilið. View this post on Instagram A post shared by Sara Sigmundsdo ttir (@sarasigmunds) Sara er að lyfta á fullu þrátt fyrir meiðslin og áður en hún fer í aðgerðina til að laga slitna krossbandið. Sara segist alltaf setja sér markmið og hún hefur þegar sett sér markmið áður en kemur að aðgerðinni. Nú tekur hún fyrir einn mánuð í einu. „Ég er vinna með sjúkraþjálfara og við byrjuðum æfingar í gær. Við erum að reyna að viðhalda sem mestum vöðvamassa í fótunum eins og ég get. Ég hef því þegar markmið fram að aðgerðinni. Eftir aðferðina þá mun ég setja mér nýtt mánaðarmarkmið. Eftir þann mánuð kemur svo nýtt markmið,“ sagði Sara. Sara veit hversu mikilvægt hugfar hennar er í þessu öllu saman. Hún bar niðurbrotin eftir að hún meiddi sig en núna neitar hún að líta á 2021 sem slæmt ár. Hún er staðráðin í að gera aftur æfinguna sem kostaði hana krossbandið. Hún er líka staðráðin í því að líta ekki á sig sem fórnarlamb þótt hún viðurkenni að mannlegi þátturinn hafi herjað á hana um tíma. View this post on Instagram A post shared by WIT (@wit.fitness) „Ég hef mína styrktaraðila. Ég á aðdáendur. Ég á mína fjölskyldu. Ég líta á þetta að þau séu öll að lifa þetta í gegnum mig. Nú kom þetta fyrir og þau geta ekki upplifað þetta með mér. Ég hef því þegar ákveðið það að þessi meiðsli munu bara gera mig enn einbeittari í því að eiga epískustu endurkomuna í sögu CrossFit íþróttarinnar,“ sagði Sara. „Ég er staðráðin í að fylgja þessu. Um leið og ég læt neikvæðnina ná tökum á mér, fer að vorkenna sjálfri mér, að sjá mig sem fórnarlamb eða velta því fyrir mér af hverju þerra gerist alltaf fyrir mig. Þá endurstilli ég mig og segi við sjálfa mig: Þetta gerðist fyrir mig og ég geta tekið á þessu á réttan hátt. Ég ætla að nota mér þetta til að vera enn sterkari í framtíðinni,“ sagði Sara í þessu magnaða viðtali.
CrossFit Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Sjá meira