Meistararnir fá ekki keppnisleyfi og gamla lið Eiðs Smára græðir á því Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. mars 2021 12:41 Þessir stuðningsmenn Shijiazhuang Ever Bright F.C. tóku vel á móti Eiði Smára Guðjohnsen á flugvellinum þegar hann kom til Kína á sínum tíma. Getty/Visual China Group Jiangsu FC mun ekki verja titil sinn í kínversku ofurdeildinni því félagið er ekki á listanum yfir lið sem fengu keppnisleyfi fyrir komandi tímabili. Jiangsu varð kínverskur meistari í fyrsta sinn í sögu félagsins á síðustu leiktíð með því að vinna Guangzhou Evergrande í úrslitaleik. Í framhaldinu tilkynntu eigendurnir í Suning fyrirtækinu hins vegar að þær ætluðu að hætta að setja pening í félagið frá og með lok febrúar. Chinese champions Jiangsu denied licence for new campaign - ESPN https://t.co/E3RkrxNBXM— FlaShBloG Live Entertainment © (@FlaShBloGLive) March 29, 2021 Þá voru góð ráð dýr. Suning tilkynnti að félagið myndi hætta en nýr eignandi hefur síðan reynt að safna fjármagni til að halda rekstri þess áfram. Tíminn var aftur á móti of naumur og nýjum eiganda tókst ekki að redda fjármálunum fyrir lokafrest kínversku deildarinnar sem hefst í næsta mánuði. Þegar keppnisleyfin voru gefin út þá kom í ljós að meistarar Jiangsu FC fá ekki að verja titil sinn á komandi tímabili. Viðar Örn Kjartansson lék með Jiangsu árið 2015 og varð þá bikarmeistari með liðinu. Hann skoraði þá 13 mörk í öllum keppnum þetta eina tímabil. Reigning champions #JiangsuFC were thrown out of the #ChineseSuperLeague on Monday, four weeks after the financially stricken club said they had ceased operations https://t.co/yM7Pvy8hHg— NDTV Sports (@Sports_NDTV) March 29, 2021 Jiangsu var eitt af sex atvinnumannafélögum í Kína sem fengu ekki keppnisleyfi en eitt af þeim er lið Beijing Renhe sem spilaði í efstu deild árið 2019. B-deildarliðin Taizhou Yuanda og Inner Mongolia Zhongyou fá heldur ekki keppnisrétt ekki frekar en C-deildarliðin Jiangsu Yancheng og Shenzhen Bogang. Cangzhou Mighty Lions, áður Shijiazhuang Everbright, fagnaði þessum fréttum. Liðið féll úr deildinni í fyrra en komst nú upp án þess að spila því liðið fær sæti Jiangsu. Eiður Smári Guðjohnsen spilaði einmitt með liði Shijiazhuang Everbright í kínversku deildinni frá 2015 til 2016 og skoraði þá eitt mark í fjórtán leikjum. Fótbolti Kína Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti „Saga sem verður sögð síðar“ Fótbolti Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Sport Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Fleiri fréttir María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Sjá meira
Jiangsu varð kínverskur meistari í fyrsta sinn í sögu félagsins á síðustu leiktíð með því að vinna Guangzhou Evergrande í úrslitaleik. Í framhaldinu tilkynntu eigendurnir í Suning fyrirtækinu hins vegar að þær ætluðu að hætta að setja pening í félagið frá og með lok febrúar. Chinese champions Jiangsu denied licence for new campaign - ESPN https://t.co/E3RkrxNBXM— FlaShBloG Live Entertainment © (@FlaShBloGLive) March 29, 2021 Þá voru góð ráð dýr. Suning tilkynnti að félagið myndi hætta en nýr eignandi hefur síðan reynt að safna fjármagni til að halda rekstri þess áfram. Tíminn var aftur á móti of naumur og nýjum eiganda tókst ekki að redda fjármálunum fyrir lokafrest kínversku deildarinnar sem hefst í næsta mánuði. Þegar keppnisleyfin voru gefin út þá kom í ljós að meistarar Jiangsu FC fá ekki að verja titil sinn á komandi tímabili. Viðar Örn Kjartansson lék með Jiangsu árið 2015 og varð þá bikarmeistari með liðinu. Hann skoraði þá 13 mörk í öllum keppnum þetta eina tímabil. Reigning champions #JiangsuFC were thrown out of the #ChineseSuperLeague on Monday, four weeks after the financially stricken club said they had ceased operations https://t.co/yM7Pvy8hHg— NDTV Sports (@Sports_NDTV) March 29, 2021 Jiangsu var eitt af sex atvinnumannafélögum í Kína sem fengu ekki keppnisleyfi en eitt af þeim er lið Beijing Renhe sem spilaði í efstu deild árið 2019. B-deildarliðin Taizhou Yuanda og Inner Mongolia Zhongyou fá heldur ekki keppnisrétt ekki frekar en C-deildarliðin Jiangsu Yancheng og Shenzhen Bogang. Cangzhou Mighty Lions, áður Shijiazhuang Everbright, fagnaði þessum fréttum. Liðið féll úr deildinni í fyrra en komst nú upp án þess að spila því liðið fær sæti Jiangsu. Eiður Smári Guðjohnsen spilaði einmitt með liði Shijiazhuang Everbright í kínversku deildinni frá 2015 til 2016 og skoraði þá eitt mark í fjórtán leikjum.
Fótbolti Kína Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti „Saga sem verður sögð síðar“ Fótbolti Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Sport Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Fleiri fréttir María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Sjá meira