Bandamaður Trump rannsakaður vegna mansals Kjartan Kjartansson skrifar 30. mars 2021 23:14 Matt Gaetz, fulltrúadeildarþingmaður Repúblikanaflokksins frá Flórída. Vísir/EPA Bandarískur fulltrúadeildarþingmaður og náinn bandamaður Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, er sagður til rannsóknar vegna mansals. Hann er sagður grunaður um að greitt undir sautján ára gamla stúlku sem hann hafi átt í kynferðislegu sambandi við. Matt Gaetz er fulltrúadeildarþingmaður Repúblikanaflokksins frá Flórída. Hann var einn helsti haukurinn í horni Trump fyrrverandi forseta á Bandaríkjaþingi. New York Times segir að bandaríska dómsmálaráðuneytið hafi nokkrum mánuðum fyrir stjórnarskiptin í vetur hafið rannsókn á hvort að Gaetz hafi átt í kynferðislegu sambandi við sautján ára gamla stúlku og greitt fyrir að hún ferðaðist með honum. Þannig kunni Gaetz, sem er 38 ára gamall, að hafa gerst sekur um mansal. Alríkislög banna að einstaklingum undir átján ára aldri séu fengnir til að ferðast yfir ríkismörk til að stunda kynlíf í skiptum fyrir fjármuni eða önnur verðmæti. Bandaríska blaðið segir að ákærur fyrir slík brot séu oft gefnar út og þeir sem séu sakfelldir hljóti þunga fangelsisdóma. Rannsóknin er sögð tengjast umfangsmeiri rannsókn á pólitískum bandamanni Gaetz sem var ákærður fyrir mansal á barni og fyrir að halda uppi fólki fjárhagslega í skiptum fyrir kynlíf, þar á meðal stúlku undir lögaldri. Sjálfur heldur Gaetz því fram að rannsóknin sé hluti af fölskum ásökunum á hendur sér og fjárkúgun gegn sér og fjölskyldu sinni. Í röð tísta sakar hann fyrrverandi starfsmann dómsmálaráðuneytisins um að hafa hótað því að rústa mannorði hans nema Gaetz greiddi honum 25 milljónir dollara, jafnvirði hátt í 3,2 milljarða íslenskra króna. Hann sagði við New York Times að dómsmálaráðuneytið hefði tjáð lögmönnum hans að hann væri viðfangsefni rannsóknar en ekki skotmark hennar. „Mig grunar að einhver sé að reyna að endurskilgreina rausnarskap minn við fyrrverandi kærustur sem eitthvað óeðlilegra,“ sagði þingmaðurinn. Í viðtali við vefmiðilinn Axios sagðist Gaetz hafa sannarlega séð fyrir konum sem átti í ástarsambandi við. „Þú veist, ég hef greitt fyrir flugferðir, fyrir hótelherbergi. Ég hefur verið örlátur ástmaður. ÉG held að einhver sé að reyna að láta það virðast glæpsamlegt þegar það er það ekki í raun,“ sagði Gaetz, fullviss um að engin þeirra kvenna hefði verið undir lögaldri. Fréttir af rannsókninni eru kaldhæðnislegar í ljósi þess að fyrir innan við viku tísti Gaetz tillögu að nafni ef hann yrði sjálfur miðpunktur hneykslismáls. „Ég vil Gaetzgate,“ tísti Gaetz og vísaði til Watergate-hneykslisins en mörg hneykslismál hafa síðan verið kennd við „gate“. Deal. I want Gaetzgate. https://t.co/MB8sYjwJcT— Matt Gaetz (@mattgaetz) March 25, 2021 Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Innlent Stúlkan er fundin Innlent Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Erlent Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Erlent Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Erlent Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Innlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk Innlent Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Erlent Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Innlent Fleiri fréttir Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Sjá meira
Matt Gaetz er fulltrúadeildarþingmaður Repúblikanaflokksins frá Flórída. Hann var einn helsti haukurinn í horni Trump fyrrverandi forseta á Bandaríkjaþingi. New York Times segir að bandaríska dómsmálaráðuneytið hafi nokkrum mánuðum fyrir stjórnarskiptin í vetur hafið rannsókn á hvort að Gaetz hafi átt í kynferðislegu sambandi við sautján ára gamla stúlku og greitt fyrir að hún ferðaðist með honum. Þannig kunni Gaetz, sem er 38 ára gamall, að hafa gerst sekur um mansal. Alríkislög banna að einstaklingum undir átján ára aldri séu fengnir til að ferðast yfir ríkismörk til að stunda kynlíf í skiptum fyrir fjármuni eða önnur verðmæti. Bandaríska blaðið segir að ákærur fyrir slík brot séu oft gefnar út og þeir sem séu sakfelldir hljóti þunga fangelsisdóma. Rannsóknin er sögð tengjast umfangsmeiri rannsókn á pólitískum bandamanni Gaetz sem var ákærður fyrir mansal á barni og fyrir að halda uppi fólki fjárhagslega í skiptum fyrir kynlíf, þar á meðal stúlku undir lögaldri. Sjálfur heldur Gaetz því fram að rannsóknin sé hluti af fölskum ásökunum á hendur sér og fjárkúgun gegn sér og fjölskyldu sinni. Í röð tísta sakar hann fyrrverandi starfsmann dómsmálaráðuneytisins um að hafa hótað því að rústa mannorði hans nema Gaetz greiddi honum 25 milljónir dollara, jafnvirði hátt í 3,2 milljarða íslenskra króna. Hann sagði við New York Times að dómsmálaráðuneytið hefði tjáð lögmönnum hans að hann væri viðfangsefni rannsóknar en ekki skotmark hennar. „Mig grunar að einhver sé að reyna að endurskilgreina rausnarskap minn við fyrrverandi kærustur sem eitthvað óeðlilegra,“ sagði þingmaðurinn. Í viðtali við vefmiðilinn Axios sagðist Gaetz hafa sannarlega séð fyrir konum sem átti í ástarsambandi við. „Þú veist, ég hef greitt fyrir flugferðir, fyrir hótelherbergi. Ég hefur verið örlátur ástmaður. ÉG held að einhver sé að reyna að láta það virðast glæpsamlegt þegar það er það ekki í raun,“ sagði Gaetz, fullviss um að engin þeirra kvenna hefði verið undir lögaldri. Fréttir af rannsókninni eru kaldhæðnislegar í ljósi þess að fyrir innan við viku tísti Gaetz tillögu að nafni ef hann yrði sjálfur miðpunktur hneykslismáls. „Ég vil Gaetzgate,“ tísti Gaetz og vísaði til Watergate-hneykslisins en mörg hneykslismál hafa síðan verið kennd við „gate“. Deal. I want Gaetzgate. https://t.co/MB8sYjwJcT— Matt Gaetz (@mattgaetz) March 25, 2021
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Innlent Stúlkan er fundin Innlent Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Erlent Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Erlent Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Erlent Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Innlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk Innlent Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Erlent Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Innlent Fleiri fréttir Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Sjá meira