Bandamaður Trump rannsakaður vegna mansals Kjartan Kjartansson skrifar 30. mars 2021 23:14 Matt Gaetz, fulltrúadeildarþingmaður Repúblikanaflokksins frá Flórída. Vísir/EPA Bandarískur fulltrúadeildarþingmaður og náinn bandamaður Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, er sagður til rannsóknar vegna mansals. Hann er sagður grunaður um að greitt undir sautján ára gamla stúlku sem hann hafi átt í kynferðislegu sambandi við. Matt Gaetz er fulltrúadeildarþingmaður Repúblikanaflokksins frá Flórída. Hann var einn helsti haukurinn í horni Trump fyrrverandi forseta á Bandaríkjaþingi. New York Times segir að bandaríska dómsmálaráðuneytið hafi nokkrum mánuðum fyrir stjórnarskiptin í vetur hafið rannsókn á hvort að Gaetz hafi átt í kynferðislegu sambandi við sautján ára gamla stúlku og greitt fyrir að hún ferðaðist með honum. Þannig kunni Gaetz, sem er 38 ára gamall, að hafa gerst sekur um mansal. Alríkislög banna að einstaklingum undir átján ára aldri séu fengnir til að ferðast yfir ríkismörk til að stunda kynlíf í skiptum fyrir fjármuni eða önnur verðmæti. Bandaríska blaðið segir að ákærur fyrir slík brot séu oft gefnar út og þeir sem séu sakfelldir hljóti þunga fangelsisdóma. Rannsóknin er sögð tengjast umfangsmeiri rannsókn á pólitískum bandamanni Gaetz sem var ákærður fyrir mansal á barni og fyrir að halda uppi fólki fjárhagslega í skiptum fyrir kynlíf, þar á meðal stúlku undir lögaldri. Sjálfur heldur Gaetz því fram að rannsóknin sé hluti af fölskum ásökunum á hendur sér og fjárkúgun gegn sér og fjölskyldu sinni. Í röð tísta sakar hann fyrrverandi starfsmann dómsmálaráðuneytisins um að hafa hótað því að rústa mannorði hans nema Gaetz greiddi honum 25 milljónir dollara, jafnvirði hátt í 3,2 milljarða íslenskra króna. Hann sagði við New York Times að dómsmálaráðuneytið hefði tjáð lögmönnum hans að hann væri viðfangsefni rannsóknar en ekki skotmark hennar. „Mig grunar að einhver sé að reyna að endurskilgreina rausnarskap minn við fyrrverandi kærustur sem eitthvað óeðlilegra,“ sagði þingmaðurinn. Í viðtali við vefmiðilinn Axios sagðist Gaetz hafa sannarlega séð fyrir konum sem átti í ástarsambandi við. „Þú veist, ég hef greitt fyrir flugferðir, fyrir hótelherbergi. Ég hefur verið örlátur ástmaður. ÉG held að einhver sé að reyna að láta það virðast glæpsamlegt þegar það er það ekki í raun,“ sagði Gaetz, fullviss um að engin þeirra kvenna hefði verið undir lögaldri. Fréttir af rannsókninni eru kaldhæðnislegar í ljósi þess að fyrir innan við viku tísti Gaetz tillögu að nafni ef hann yrði sjálfur miðpunktur hneykslismáls. „Ég vil Gaetzgate,“ tísti Gaetz og vísaði til Watergate-hneykslisins en mörg hneykslismál hafa síðan verið kennd við „gate“. Deal. I want Gaetzgate. https://t.co/MB8sYjwJcT— Matt Gaetz (@mattgaetz) March 25, 2021 Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Fleiri fréttir Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Sjá meira
Matt Gaetz er fulltrúadeildarþingmaður Repúblikanaflokksins frá Flórída. Hann var einn helsti haukurinn í horni Trump fyrrverandi forseta á Bandaríkjaþingi. New York Times segir að bandaríska dómsmálaráðuneytið hafi nokkrum mánuðum fyrir stjórnarskiptin í vetur hafið rannsókn á hvort að Gaetz hafi átt í kynferðislegu sambandi við sautján ára gamla stúlku og greitt fyrir að hún ferðaðist með honum. Þannig kunni Gaetz, sem er 38 ára gamall, að hafa gerst sekur um mansal. Alríkislög banna að einstaklingum undir átján ára aldri séu fengnir til að ferðast yfir ríkismörk til að stunda kynlíf í skiptum fyrir fjármuni eða önnur verðmæti. Bandaríska blaðið segir að ákærur fyrir slík brot séu oft gefnar út og þeir sem séu sakfelldir hljóti þunga fangelsisdóma. Rannsóknin er sögð tengjast umfangsmeiri rannsókn á pólitískum bandamanni Gaetz sem var ákærður fyrir mansal á barni og fyrir að halda uppi fólki fjárhagslega í skiptum fyrir kynlíf, þar á meðal stúlku undir lögaldri. Sjálfur heldur Gaetz því fram að rannsóknin sé hluti af fölskum ásökunum á hendur sér og fjárkúgun gegn sér og fjölskyldu sinni. Í röð tísta sakar hann fyrrverandi starfsmann dómsmálaráðuneytisins um að hafa hótað því að rústa mannorði hans nema Gaetz greiddi honum 25 milljónir dollara, jafnvirði hátt í 3,2 milljarða íslenskra króna. Hann sagði við New York Times að dómsmálaráðuneytið hefði tjáð lögmönnum hans að hann væri viðfangsefni rannsóknar en ekki skotmark hennar. „Mig grunar að einhver sé að reyna að endurskilgreina rausnarskap minn við fyrrverandi kærustur sem eitthvað óeðlilegra,“ sagði þingmaðurinn. Í viðtali við vefmiðilinn Axios sagðist Gaetz hafa sannarlega séð fyrir konum sem átti í ástarsambandi við. „Þú veist, ég hef greitt fyrir flugferðir, fyrir hótelherbergi. Ég hefur verið örlátur ástmaður. ÉG held að einhver sé að reyna að láta það virðast glæpsamlegt þegar það er það ekki í raun,“ sagði Gaetz, fullviss um að engin þeirra kvenna hefði verið undir lögaldri. Fréttir af rannsókninni eru kaldhæðnislegar í ljósi þess að fyrir innan við viku tísti Gaetz tillögu að nafni ef hann yrði sjálfur miðpunktur hneykslismáls. „Ég vil Gaetzgate,“ tísti Gaetz og vísaði til Watergate-hneykslisins en mörg hneykslismál hafa síðan verið kennd við „gate“. Deal. I want Gaetzgate. https://t.co/MB8sYjwJcT— Matt Gaetz (@mattgaetz) March 25, 2021
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Fleiri fréttir Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Sjá meira