Dómari hrundi í gólfið í marsfárinu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 31. mars 2021 09:02 Bert Smith liggur á vellinum. getty/Andy Lyons Dómari í viðureign Gonzaga og USC í átta liða úrslitum bandaríska háskólakörfuboltans hrundi í gólfið upphafi leiks og var í kjölfarið borinn af velli. Í upphafi leiksins, sem fór fram á Lucas Oil leikvanginum í Indianapolis, hrundi dómarinn Bert Smith í gólfið við endalínuna, nálægt varamannabekk Gonzaga-liðsins. Höfuð Smiths small í gólfinu þegar hann féll við. Bert Smith, veteran NCAA official, just collapsed on the court. He's now on his feet. pic.twitter.com/BOhBvJT01U— Timothy Burke (@bubbaprog) March 30, 2021 Viðstöddum var eðlilega brugðið og Smith fékk strax aðhlynningu. Leikmönnum Gonzaga var sagt að líta undan meðan Smith lá í gólfinu. Smith lá eftir í um fimm mínútur áður en hann stóð upp, fór á börur og var svo færður til búningsherbergja. Tony Henderson hljóp í skarðið fyrir Smith og leikurinn fór í kjölfarið aftur af stað. Referee Bert Smith was stretched off after collapsing in the USC-Gonzaga game.Hope he's okay pic.twitter.com/WZXo7V7nbv— Bleacher Report (@BleacherReport) March 30, 2021 Í útsendingu TBS frá leiknum var greint frá því að Smith hefði svimað og verið hálf ringlaður. Hann fór ekki á spítala eftir atvikið. „Hann er frábær dómari og frábær náungi,“ sagði Mark Few, þjálfari Gonzaga, eftir leikinn. „Mér var bara brugðið og óttaðist um hann. Ég athugaði aðeins með hann og sá að hann talaði. Ég bað stuttlega fyrir honum og óskaði honum alls hins besta.“ Gonzaga vann leikinn, 85-66, og komst þar með í undanúrslit úrslitakeppni háskólaboltans, marsfársins svokallaða. Gonzaga mætir UCLA í undanúrslitunum marsfársins. Í hinum undanúrslitaleiknum eigast Baylor og Houston við. Undanúrslitin fara fram á laugardaginn og úrslitaleikurinn á mánudaginn. Bandaríski háskólakörfuboltinn Mest lesið Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Fótbolti Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Sport Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Körfubolti Spánverjar og Belgar skoruðu sex Fótbolti Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Sport Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Fleiri fréttir Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Sjá meira
Í upphafi leiksins, sem fór fram á Lucas Oil leikvanginum í Indianapolis, hrundi dómarinn Bert Smith í gólfið við endalínuna, nálægt varamannabekk Gonzaga-liðsins. Höfuð Smiths small í gólfinu þegar hann féll við. Bert Smith, veteran NCAA official, just collapsed on the court. He's now on his feet. pic.twitter.com/BOhBvJT01U— Timothy Burke (@bubbaprog) March 30, 2021 Viðstöddum var eðlilega brugðið og Smith fékk strax aðhlynningu. Leikmönnum Gonzaga var sagt að líta undan meðan Smith lá í gólfinu. Smith lá eftir í um fimm mínútur áður en hann stóð upp, fór á börur og var svo færður til búningsherbergja. Tony Henderson hljóp í skarðið fyrir Smith og leikurinn fór í kjölfarið aftur af stað. Referee Bert Smith was stretched off after collapsing in the USC-Gonzaga game.Hope he's okay pic.twitter.com/WZXo7V7nbv— Bleacher Report (@BleacherReport) March 30, 2021 Í útsendingu TBS frá leiknum var greint frá því að Smith hefði svimað og verið hálf ringlaður. Hann fór ekki á spítala eftir atvikið. „Hann er frábær dómari og frábær náungi,“ sagði Mark Few, þjálfari Gonzaga, eftir leikinn. „Mér var bara brugðið og óttaðist um hann. Ég athugaði aðeins með hann og sá að hann talaði. Ég bað stuttlega fyrir honum og óskaði honum alls hins besta.“ Gonzaga vann leikinn, 85-66, og komst þar með í undanúrslit úrslitakeppni háskólaboltans, marsfársins svokallaða. Gonzaga mætir UCLA í undanúrslitunum marsfársins. Í hinum undanúrslitaleiknum eigast Baylor og Houston við. Undanúrslitin fara fram á laugardaginn og úrslitaleikurinn á mánudaginn.
Bandaríski háskólakörfuboltinn Mest lesið Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Fótbolti Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Sport Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Körfubolti Spánverjar og Belgar skoruðu sex Fótbolti Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Sport Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Fleiri fréttir Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Sjá meira