Sókn er besta vörnin Friðrik Jónsson skrifar 2. apríl 2021 09:01 Áskoranir í efnahagsmálum og áhrif þeirra á lífskjör Síðastliðið ár er búið að vera sérkennilegt. Nú þegar glittir í hugsanleg lok heimsfaraldurs – sem þó mun lifa með okkur með einum eða öðrum hætti næstu árin – þarf að huga vel að næstu skrefum í stjórn efnahagsmála og hvernig aðgerðir – eða skortur á þeim – hafa áhrif á lífskjör, atvinnustig, réttindi og réttlæti. Það er full ástæða til að hafa áhyggjur af framhaldinu. Stjórnvöld gerðu í raun það eina rétta í upphafi faraldursins og opnuðu gáttir ríkissjóðs til að stemma stigu við því sem búast mátti við að yrði tímabundið áfall. Hversu tímabundið var þó ekki vitað og nú er því miður ljóst að í upphafi var bjartsýnin full mikil um að þetta ástand tæki fljótt af. Svo virðist sem enn eimi eftir af þeirri óskhyggju. Engu að síður eru ýmis jákvæð teikn á lofti. Fjármagnsflótti kviks erlends fjármagns á síðustu 12-14 mánuðum hefur leitt það af sér að gjaldeyrisflæði inn og út úr landinu endurspeglar nú betur hvað er gerast í raunhagkerfinu sem stendur okkur næst. Þar á ég við hefðbundinn inn- og útflutning ásamt þjónustuviðskiptum sem byggjast m.a. á þeim miklu verðmætum sem myndast með nýsköpunarstarfi. Þetta má sjá í styrkingu krónunnar undanfarið. Miðað við opinbera gengisskráningu á síðasta degi fyrir páska 31. mars var evran komin niður í rúmar 148 krónur og dollar í rúmar 126, sem er um 10% styrking frá því sem var í lok október á síðasta ári. Evran var rúmlega 5% dýrari um síðustu áramót en sl. miðvikudag. Verðbólga of há, atvinnuleysi of hátt, hagvöxtur of lítill Síðasta opinbera verðbólgumæling sagði verðbólgu hér 4,3% á ársgrundvelli, þ.e. frá mars 2020 til mars 2021. Stígandi var í verðbólgunni allt síðasta ár og fylgdi hún nokkuð vel annars vegar þróun heimsfaraldurs og hins vegar þróun gengis krónunnar. Hæst fór þó verðbólgan, eða ársbreyting vísitölu neysluverðs, á síðasta ári í 3,6%, en eftir áramót verður nokkuð stökk þar sem hún fer í fyrsta sinn yfir 4% síðan í desember 2013. 4,3% í janúar og mars, en 4,1% í febrúar. Annað sem gerist í verðbólgunni nú er að frá því í júní í fyrra hefur vísitala neysluverðs án húsnæðis hækkað meira í hverjum mánuði en vísitala með húsnæði. Það er óvenjulegt – og væntanlega tímabundið ástand. Atvinnuleysi var 11,4% í febrúar og hafði lækkað lítilsháttar frá janúar. Búist er við að það lækki áfram í mars og fari jafnvel aðeins undir 11%. Yfir 21 þúsund manns standa að baki þessum tölum, þar af um fjórðungur háskólamenntaðir og yfir 40% með grunnskólapróf. Ætla má að dulið atvinnuleysi sé nokkuð, einkum meðal kvenna. Hagvöxtur var neikvæður á síðasta ári um 6,6%. Þeirri tölu var samt fagnað, enda mun skárri niðurstaða en jafnvel bjartsýnustu áætlanir síðasta árs höfðu reiknað með í ljósi faraldursins. Ýmis teikn eru á lofti um að hagvöxtur þessa árs verði jákvæður, en töluvert veltur þar m.a. á opnun landsins fyrir ferðamönnum. Það vakti athygli mína að fyrr á þessu ári þegar veruleg hækkun verðbólgunnar varð ljós að fjármálaráðherra, sem er formlega gagnaðili allra verkalýðsfélaga í kjarasamningum hins opinbera og skrifar undir þá sem slíkur, sá ástæðu til að hnýta sérstaklega í launahækkanir. „Mögulega erum við að sjá launahækkanir leka út í verðlag“ var eftir honum haft. Ekki var minnst á beinar hækkanir ýmissa neysluskatta og opinberra gjalda um áramót sem höfðu bein og mælanleg áhrif á verðbólgu, né möguleg verðbólguáhrif lækkunar tekjuskatts einstaklinga sem þá tóku einnig gildi. Að sama skapi var athyglisvert að í fögnuði fjármálaráðherra yfir því að hagvöxtur hefði verið mun skárri á síðasta ári en búist var við taldi hann þar eðlilega lykilatriði hvernig stjórnvöld hefðu brugðist við. Ekki sá hann þó ástæðu til þess að minnast á hlutverk kaupmáttar í að viðhalda hagvexti með einkaneyslu og fjárfestingum almennings og þeirrar staðreyndar að ekki var fallið í þá freistni að fresta samningsbundnum launahækkunum og jafnvel lækka laun – eins og þó voru uppi hugmyndir um. Blikurnar Það eru kosningar í haust. Ný ríkisstjórn, hvort sem það verður sú núverandi með endurnýjað umboð, eða einhver allt önnur, mun taka við þokkalega góðu búi. Skuldastaða ríkissjóð er þrátt fyrir heimsfaraldur ekki afleit og mestmegnis í eigin gjaldmiðli. Samkvæmt nýkynntri fjármálaáætlun áranna 2022-2026 er gert ráð fyrir að skuldsetning hins opinbera, þ.e. ríkissjóðs og sveitarfélaga, nái hámarki við 54% á árunum 2025 og 2026. Í bæði sögulegu og hagfræðilegu samhengi telst það ekki mikið, sérstaklega þegar tekið er tillit til þess að vextir á skuldum hins opinbera eru sögulega lágir – og gætu verið lægri. Því ber að hafa ákveðinn vara á gagnvart þeim sem vilja mögulega rífa of fljótt í hemilinn á umfangi hins opinbera í hagkerfinu. Þar togast vissulega á mismunandi bæði pólitísk og hagfræðileg gildi, en staðreyndirnar tala sínu máli. Ríkið leikur lykilhlutverk í gangverki verðmætasköpunar, uppbyggingar og félagslegs réttlætis. Varast ber því áköll um „aukið aðhaldsstig“ of fljótt, eins og fjármálaáætlun nýja ber með sér að hætta sé á. Þar er því lýst fullum fetum að „Aðhaldsstig ríkisfjármálanna verður aukið frá og með árinu 2023 til að ná settum markmiðum um að stöðva vöxt skulda.“ Þetta hljómar kannski ábyrgt en hér þarf að gæta vel að. 2023 er ekkert venjulegt ár. Það er miðbik nýs kjörtímabils og árið þar sem velflestir kjarasamningar renna út. Yfirlýsing af þessu tagi telst því tæpast tilviljun. Það er strax verið að segja okkur að þá verði ekkert að sækja. Þau skilaboð ríma síðan við það sem minnst var á hér að ofan að fjármálaráðherra sá ástæðu til að minnast sérstaklega á meint hlutverk launahækkana í verðbólgunni en ekki í hagvextinum. Ég er sannfærður um að í kjarasamningunum sem bíða okkar í kjölfar heimsfaraldurs sé sókn besta vörnin. Sú kenning gildir jafnt fyrir stjórnvöld, atvinnulíf og launafólk. Samleiðin snýst miklu fremur um sóknarfærin en samdráttinn. Höfundur er í framboði til formanns BHM - Bandalags háskólamanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Félagasamtök Vinnumarkaður Friðrik Jónsson Mest lesið Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Sjá meira
Áskoranir í efnahagsmálum og áhrif þeirra á lífskjör Síðastliðið ár er búið að vera sérkennilegt. Nú þegar glittir í hugsanleg lok heimsfaraldurs – sem þó mun lifa með okkur með einum eða öðrum hætti næstu árin – þarf að huga vel að næstu skrefum í stjórn efnahagsmála og hvernig aðgerðir – eða skortur á þeim – hafa áhrif á lífskjör, atvinnustig, réttindi og réttlæti. Það er full ástæða til að hafa áhyggjur af framhaldinu. Stjórnvöld gerðu í raun það eina rétta í upphafi faraldursins og opnuðu gáttir ríkissjóðs til að stemma stigu við því sem búast mátti við að yrði tímabundið áfall. Hversu tímabundið var þó ekki vitað og nú er því miður ljóst að í upphafi var bjartsýnin full mikil um að þetta ástand tæki fljótt af. Svo virðist sem enn eimi eftir af þeirri óskhyggju. Engu að síður eru ýmis jákvæð teikn á lofti. Fjármagnsflótti kviks erlends fjármagns á síðustu 12-14 mánuðum hefur leitt það af sér að gjaldeyrisflæði inn og út úr landinu endurspeglar nú betur hvað er gerast í raunhagkerfinu sem stendur okkur næst. Þar á ég við hefðbundinn inn- og útflutning ásamt þjónustuviðskiptum sem byggjast m.a. á þeim miklu verðmætum sem myndast með nýsköpunarstarfi. Þetta má sjá í styrkingu krónunnar undanfarið. Miðað við opinbera gengisskráningu á síðasta degi fyrir páska 31. mars var evran komin niður í rúmar 148 krónur og dollar í rúmar 126, sem er um 10% styrking frá því sem var í lok október á síðasta ári. Evran var rúmlega 5% dýrari um síðustu áramót en sl. miðvikudag. Verðbólga of há, atvinnuleysi of hátt, hagvöxtur of lítill Síðasta opinbera verðbólgumæling sagði verðbólgu hér 4,3% á ársgrundvelli, þ.e. frá mars 2020 til mars 2021. Stígandi var í verðbólgunni allt síðasta ár og fylgdi hún nokkuð vel annars vegar þróun heimsfaraldurs og hins vegar þróun gengis krónunnar. Hæst fór þó verðbólgan, eða ársbreyting vísitölu neysluverðs, á síðasta ári í 3,6%, en eftir áramót verður nokkuð stökk þar sem hún fer í fyrsta sinn yfir 4% síðan í desember 2013. 4,3% í janúar og mars, en 4,1% í febrúar. Annað sem gerist í verðbólgunni nú er að frá því í júní í fyrra hefur vísitala neysluverðs án húsnæðis hækkað meira í hverjum mánuði en vísitala með húsnæði. Það er óvenjulegt – og væntanlega tímabundið ástand. Atvinnuleysi var 11,4% í febrúar og hafði lækkað lítilsháttar frá janúar. Búist er við að það lækki áfram í mars og fari jafnvel aðeins undir 11%. Yfir 21 þúsund manns standa að baki þessum tölum, þar af um fjórðungur háskólamenntaðir og yfir 40% með grunnskólapróf. Ætla má að dulið atvinnuleysi sé nokkuð, einkum meðal kvenna. Hagvöxtur var neikvæður á síðasta ári um 6,6%. Þeirri tölu var samt fagnað, enda mun skárri niðurstaða en jafnvel bjartsýnustu áætlanir síðasta árs höfðu reiknað með í ljósi faraldursins. Ýmis teikn eru á lofti um að hagvöxtur þessa árs verði jákvæður, en töluvert veltur þar m.a. á opnun landsins fyrir ferðamönnum. Það vakti athygli mína að fyrr á þessu ári þegar veruleg hækkun verðbólgunnar varð ljós að fjármálaráðherra, sem er formlega gagnaðili allra verkalýðsfélaga í kjarasamningum hins opinbera og skrifar undir þá sem slíkur, sá ástæðu til að hnýta sérstaklega í launahækkanir. „Mögulega erum við að sjá launahækkanir leka út í verðlag“ var eftir honum haft. Ekki var minnst á beinar hækkanir ýmissa neysluskatta og opinberra gjalda um áramót sem höfðu bein og mælanleg áhrif á verðbólgu, né möguleg verðbólguáhrif lækkunar tekjuskatts einstaklinga sem þá tóku einnig gildi. Að sama skapi var athyglisvert að í fögnuði fjármálaráðherra yfir því að hagvöxtur hefði verið mun skárri á síðasta ári en búist var við taldi hann þar eðlilega lykilatriði hvernig stjórnvöld hefðu brugðist við. Ekki sá hann þó ástæðu til þess að minnast á hlutverk kaupmáttar í að viðhalda hagvexti með einkaneyslu og fjárfestingum almennings og þeirrar staðreyndar að ekki var fallið í þá freistni að fresta samningsbundnum launahækkunum og jafnvel lækka laun – eins og þó voru uppi hugmyndir um. Blikurnar Það eru kosningar í haust. Ný ríkisstjórn, hvort sem það verður sú núverandi með endurnýjað umboð, eða einhver allt önnur, mun taka við þokkalega góðu búi. Skuldastaða ríkissjóð er þrátt fyrir heimsfaraldur ekki afleit og mestmegnis í eigin gjaldmiðli. Samkvæmt nýkynntri fjármálaáætlun áranna 2022-2026 er gert ráð fyrir að skuldsetning hins opinbera, þ.e. ríkissjóðs og sveitarfélaga, nái hámarki við 54% á árunum 2025 og 2026. Í bæði sögulegu og hagfræðilegu samhengi telst það ekki mikið, sérstaklega þegar tekið er tillit til þess að vextir á skuldum hins opinbera eru sögulega lágir – og gætu verið lægri. Því ber að hafa ákveðinn vara á gagnvart þeim sem vilja mögulega rífa of fljótt í hemilinn á umfangi hins opinbera í hagkerfinu. Þar togast vissulega á mismunandi bæði pólitísk og hagfræðileg gildi, en staðreyndirnar tala sínu máli. Ríkið leikur lykilhlutverk í gangverki verðmætasköpunar, uppbyggingar og félagslegs réttlætis. Varast ber því áköll um „aukið aðhaldsstig“ of fljótt, eins og fjármálaáætlun nýja ber með sér að hætta sé á. Þar er því lýst fullum fetum að „Aðhaldsstig ríkisfjármálanna verður aukið frá og með árinu 2023 til að ná settum markmiðum um að stöðva vöxt skulda.“ Þetta hljómar kannski ábyrgt en hér þarf að gæta vel að. 2023 er ekkert venjulegt ár. Það er miðbik nýs kjörtímabils og árið þar sem velflestir kjarasamningar renna út. Yfirlýsing af þessu tagi telst því tæpast tilviljun. Það er strax verið að segja okkur að þá verði ekkert að sækja. Þau skilaboð ríma síðan við það sem minnst var á hér að ofan að fjármálaráðherra sá ástæðu til að minnast sérstaklega á meint hlutverk launahækkana í verðbólgunni en ekki í hagvextinum. Ég er sannfærður um að í kjarasamningunum sem bíða okkar í kjölfar heimsfaraldurs sé sókn besta vörnin. Sú kenning gildir jafnt fyrir stjórnvöld, atvinnulíf og launafólk. Samleiðin snýst miklu fremur um sóknarfærin en samdráttinn. Höfundur er í framboði til formanns BHM - Bandalags háskólamanna.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun